Gunnar Nelson brást öðruvísi við boði EA Sports: „Lítum á þetta sem þjónustu fyrir aðdáendur íþróttarinnar“ Birgir Olgeirsson skrifar 21. september 2016 10:54 Bardagakappinn Gunnar Nelson er í nýjasta UFC leiknum frá EA Sports en KSÍ neitaði fyrirtækinu um að nota íslenska landsliðið í FIFA 17. Vísir/Getty „Þetta er að mínu mati mjög undarleg ákvörðun en þeir hafa væntanlega eitthvað á bak við hana, vonandi eitthvað annað en að þeim vanti gríðarlegar greiðslur fyrir þetta,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir Gunnars Nelson, um ákvörðun Knattspyrnusambands Íslands að neita tölvuleikjaframleiðandanum EA Sports um að nota íslenska landsliðið í FIFA 17. Gunnar Nelson er bardagakappi sem keppir í blönduðum bardagalistum (MMA) í Ultimate Fighting Championship (UFC). EA Sports hafa framleitt nokkra UFC-leiki en Gunnar er í þeim nýjasta, UFC 2, sem kom út í vor.Haraldur með Gunnari syni sínum í Las Vegas fyrir bardagakvöld í UFC.vísir/bödHaraldur segir Gunnar hafa gert samning við UFC-sambandið þar sem er ákvæði um að nota megi nafn og líkindi Gunnars í tölvuleikjum en þeir hafa alltaf val um að neita því. Haraldur segir það aldrei hafa komið til greina. „Það hefur aldrei hvarflað að mér athuga það eða reyna það því fyrst og fremst sjáum við þetta sem ákveðna virðingu að menn vilji nota hann og svo þessi þjónusta við aðdáendur MMA að geta spilað sína uppáhalds karaktera. Við sáum þetta sem frábært tækifæri fyrir íslenska áhugamenn um MMA að vera sinn uppáhalds karakter í leiknum og kynna hann fyrir erlendum aðilum,“ segir Haraldur. Hann segir EA Sports vera einn af stærstu tölvuleikjaframleiðendum í heiminum í dag og FIFA-leikinn vera nánast flaggskip þeirra. „Ég hefði bara haldið að þetta væri frábær kynning fyrir íslenska landsliðið og frábær kynning fyrir íþróttamennina sjálfa til að kynna þá fyrir spilurum leiksins. Nú er meðvindur með íslenskri knattspyrnu, bæði kvenna og karlaliðið búin að standa sig alveg frábærlega og víkingaklappið búið að auka hróður íslenskrar knattspyrnu.“ Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, hefur greint frá því í fjölmiðlum að boð EA Sports fyrir að nota íslenska landsliðið í FIFA 17 hefði verið of lágt. Hefur hann látið hafa eftir sér í erlendum fjölmiðlum að boðið hafi numið um 15 þúsund dollurum, eða sem nemur um 1,7 milljónum íslenskra króna. Haraldur sagði um svipaðar upphæðir að ræða varðandi UFC-leikinn. „Þetta er rétt sem þeir segja að þetta eru engar risa fjárhæðir. Þeir eru held ég að bjóða fótboltanum hærra, mér finnst það sennilegt. En við lítum á þetta sem þjónustu fyrir aðdáendur íþróttarinnar. Mér finnst sjálfsagt að menn fái greitt fyrir að nota líkindi þeirra og það er gert en fyrst og fremst erum við að horfa á þetta sem frábært kynningartækifæri og þjónustu.“ KSÍ Leikjavísir Tengdar fréttir KSÍ sagði nei takk við FIFA 17: Tilboð EA Sports nam um einni milljón króna „Þetta var mjög lág upphæð frá fyrirtæki sem græðir á tá og fingri er mér sagt.“ 20. september 2016 11:41 Sýður upp úr vegna ákvörðunar KSÍ: „Ekkert annað en ævintýralegt markaðsklúður“ KSÍ hafnaði einnar milljón krónu tilboði tölvuleikjarisans EA Sports. 20. september 2016 12:09 PES bauð hærra en EA Sports: „Það er ekkert verið að tala um neina tugi milljóna“ Íslenska landsliðið er í Pro Evolution Soccer en verður ekki í FIFA 17. 20. september 2016 14:45 Víkingaklappið í FIFA 17 Ekki sér fyrir endalok vinsælda víkingaklappsins. 12. september 2016 19:57 Geir um stóra FIFA 17-málið: „Það getur vel verið að við höfum gert eitthvað klúður“ „Það kunna að vera mistök og að eiga ekki samtal við íslenska spilara.“ 20. september 2016 16:53 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
„Þetta er að mínu mati mjög undarleg ákvörðun en þeir hafa væntanlega eitthvað á bak við hana, vonandi eitthvað annað en að þeim vanti gríðarlegar greiðslur fyrir þetta,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir Gunnars Nelson, um ákvörðun Knattspyrnusambands Íslands að neita tölvuleikjaframleiðandanum EA Sports um að nota íslenska landsliðið í FIFA 17. Gunnar Nelson er bardagakappi sem keppir í blönduðum bardagalistum (MMA) í Ultimate Fighting Championship (UFC). EA Sports hafa framleitt nokkra UFC-leiki en Gunnar er í þeim nýjasta, UFC 2, sem kom út í vor.Haraldur með Gunnari syni sínum í Las Vegas fyrir bardagakvöld í UFC.vísir/bödHaraldur segir Gunnar hafa gert samning við UFC-sambandið þar sem er ákvæði um að nota megi nafn og líkindi Gunnars í tölvuleikjum en þeir hafa alltaf val um að neita því. Haraldur segir það aldrei hafa komið til greina. „Það hefur aldrei hvarflað að mér athuga það eða reyna það því fyrst og fremst sjáum við þetta sem ákveðna virðingu að menn vilji nota hann og svo þessi þjónusta við aðdáendur MMA að geta spilað sína uppáhalds karaktera. Við sáum þetta sem frábært tækifæri fyrir íslenska áhugamenn um MMA að vera sinn uppáhalds karakter í leiknum og kynna hann fyrir erlendum aðilum,“ segir Haraldur. Hann segir EA Sports vera einn af stærstu tölvuleikjaframleiðendum í heiminum í dag og FIFA-leikinn vera nánast flaggskip þeirra. „Ég hefði bara haldið að þetta væri frábær kynning fyrir íslenska landsliðið og frábær kynning fyrir íþróttamennina sjálfa til að kynna þá fyrir spilurum leiksins. Nú er meðvindur með íslenskri knattspyrnu, bæði kvenna og karlaliðið búin að standa sig alveg frábærlega og víkingaklappið búið að auka hróður íslenskrar knattspyrnu.“ Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, hefur greint frá því í fjölmiðlum að boð EA Sports fyrir að nota íslenska landsliðið í FIFA 17 hefði verið of lágt. Hefur hann látið hafa eftir sér í erlendum fjölmiðlum að boðið hafi numið um 15 þúsund dollurum, eða sem nemur um 1,7 milljónum íslenskra króna. Haraldur sagði um svipaðar upphæðir að ræða varðandi UFC-leikinn. „Þetta er rétt sem þeir segja að þetta eru engar risa fjárhæðir. Þeir eru held ég að bjóða fótboltanum hærra, mér finnst það sennilegt. En við lítum á þetta sem þjónustu fyrir aðdáendur íþróttarinnar. Mér finnst sjálfsagt að menn fái greitt fyrir að nota líkindi þeirra og það er gert en fyrst og fremst erum við að horfa á þetta sem frábært kynningartækifæri og þjónustu.“
KSÍ Leikjavísir Tengdar fréttir KSÍ sagði nei takk við FIFA 17: Tilboð EA Sports nam um einni milljón króna „Þetta var mjög lág upphæð frá fyrirtæki sem græðir á tá og fingri er mér sagt.“ 20. september 2016 11:41 Sýður upp úr vegna ákvörðunar KSÍ: „Ekkert annað en ævintýralegt markaðsklúður“ KSÍ hafnaði einnar milljón krónu tilboði tölvuleikjarisans EA Sports. 20. september 2016 12:09 PES bauð hærra en EA Sports: „Það er ekkert verið að tala um neina tugi milljóna“ Íslenska landsliðið er í Pro Evolution Soccer en verður ekki í FIFA 17. 20. september 2016 14:45 Víkingaklappið í FIFA 17 Ekki sér fyrir endalok vinsælda víkingaklappsins. 12. september 2016 19:57 Geir um stóra FIFA 17-málið: „Það getur vel verið að við höfum gert eitthvað klúður“ „Það kunna að vera mistök og að eiga ekki samtal við íslenska spilara.“ 20. september 2016 16:53 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
KSÍ sagði nei takk við FIFA 17: Tilboð EA Sports nam um einni milljón króna „Þetta var mjög lág upphæð frá fyrirtæki sem græðir á tá og fingri er mér sagt.“ 20. september 2016 11:41
Sýður upp úr vegna ákvörðunar KSÍ: „Ekkert annað en ævintýralegt markaðsklúður“ KSÍ hafnaði einnar milljón krónu tilboði tölvuleikjarisans EA Sports. 20. september 2016 12:09
PES bauð hærra en EA Sports: „Það er ekkert verið að tala um neina tugi milljóna“ Íslenska landsliðið er í Pro Evolution Soccer en verður ekki í FIFA 17. 20. september 2016 14:45
Geir um stóra FIFA 17-málið: „Það getur vel verið að við höfum gert eitthvað klúður“ „Það kunna að vera mistök og að eiga ekki samtal við íslenska spilara.“ 20. september 2016 16:53