Döpur yfir því að svona athugasemdir viðgangist í samfélaginu nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 9. október 2016 21:40 Nancy O'Dell, meðstjórnandi þáttarins Entertainment Tonight, er konan sem Trump talaði um í myndbandinu. MYND/GETTY Nancy O‘Dell, gifta konan sem Donald Trump sagðist hafa reynt við í myndbandi sem var lekið nú á dögunum, hefur tjáð sig opinberlega um ummæli hans. Myndbandið hefur vakið heimsathygli frá birtingu þess og hafa áhrifamiklir repúblikanar dregið stuðning sinn við Trump til baka vegna þess. Í myndbandinu hreykti Trump sér meðal annars af því að komast upp með að káfa á konum og kyssa þær vegna þess að hann væri „stjarna“. „Ég dregst bara sjálfkrafa að fallegum konum. Ég byrja bara að kyssa þær, eins og segull. Bara kyssi þær. Ég bíð ekki einu sinni. Þegar þú ert stjarna leyfa þær þér það. Þú getur gert hvað sem er. Gripið í píkuna á þeim. Þú getur gert hvað sem er,“ sagði Trump í myndbandinu. Hann talaði einnig um konu sem hann hefði reynt ákaflega að sænga hjá, án árangurs, en sú kona er áðurnefnd Nancy O'Dell. „Ég reyndi við hana en það tókst ekki. Ég viðurkenni það,“ sagði Trump um O‘Dell í myndbandinu. „Hún var gift,“ bætti Trump við og sagðist jafnframt hafa farið með konunni í verslunarleiðangur til þess að aðstoða hana við kaup á húsgögnum. O’Dell gaf út yfirlýsingu um málið í Entertainment Tonight en hún er meðstjórnandi þáttarins. „Án alls tillits til stjórnmála, þá er ég döpur yfir því að svona athugasemdir viðgangist yfirhöfuð ennþá í samfélaginu. Þegar ég heyrði athugasemdir [Trumps] í gær voru mikil vonbrigði að heyra slíka hlutgervingu á konum,“ sagði O‘Dell í þættinum. Að hennar mati þarf orðræðan að breytast enda ætti engin kona, eða nokkur manneskja, að verða að umfjöllunarefni af þessu tagi, jafnvel þegar engar myndavélar eru nærri. Donald Trump hefur beðist afsökunar á ummælum sínum en hann fullyrti að ummælin endurspegluðu ekki hans innri mann. Ljóst þykir þó að myndbandið komi til með að hafa skaðleg áhrif á Trump en kosningar til Bandaríkjaforseta munu fara fram 8. nóvember næstkomandi. Myndbandið má sjá í heild sinni hér að neðan. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Harðjaxlar hafa fengið nóg af Trump Robert De Niro og Arnold Schwarzenegger eru búnir að gefast upp á auðkýfingnum. 8. október 2016 19:10 Donald Trump er ekki af baki dottinn Þrátt fyrir mikla ólgu innan Repúblikanaflokksins ætlar auðkýfingurinn sér að halda ótrauður áfram 8. október 2016 17:26 Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Myndband af Donald Trump tala um konur með grófum hætti hefur verið birt af Washington Post. 7. október 2016 21:31 Trump biðst afsökunar á ummælum sínum um konur „Þessi orð endurspegla ekki hver ég er. Ég biðst afsökunar.“ 8. október 2016 13:15 Frammámenn í Repúblikanaflokknum draga stuðning sinn til baka Fjölmargir áhrifamenn í bandaríska Repúblikanaflokknum hafa farið fram á að Donald Trump forsetaframbjóðandi dragi framboð sitt til baka. 9. október 2016 10:44 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Nancy O‘Dell, gifta konan sem Donald Trump sagðist hafa reynt við í myndbandi sem var lekið nú á dögunum, hefur tjáð sig opinberlega um ummæli hans. Myndbandið hefur vakið heimsathygli frá birtingu þess og hafa áhrifamiklir repúblikanar dregið stuðning sinn við Trump til baka vegna þess. Í myndbandinu hreykti Trump sér meðal annars af því að komast upp með að káfa á konum og kyssa þær vegna þess að hann væri „stjarna“. „Ég dregst bara sjálfkrafa að fallegum konum. Ég byrja bara að kyssa þær, eins og segull. Bara kyssi þær. Ég bíð ekki einu sinni. Þegar þú ert stjarna leyfa þær þér það. Þú getur gert hvað sem er. Gripið í píkuna á þeim. Þú getur gert hvað sem er,“ sagði Trump í myndbandinu. Hann talaði einnig um konu sem hann hefði reynt ákaflega að sænga hjá, án árangurs, en sú kona er áðurnefnd Nancy O'Dell. „Ég reyndi við hana en það tókst ekki. Ég viðurkenni það,“ sagði Trump um O‘Dell í myndbandinu. „Hún var gift,“ bætti Trump við og sagðist jafnframt hafa farið með konunni í verslunarleiðangur til þess að aðstoða hana við kaup á húsgögnum. O’Dell gaf út yfirlýsingu um málið í Entertainment Tonight en hún er meðstjórnandi þáttarins. „Án alls tillits til stjórnmála, þá er ég döpur yfir því að svona athugasemdir viðgangist yfirhöfuð ennþá í samfélaginu. Þegar ég heyrði athugasemdir [Trumps] í gær voru mikil vonbrigði að heyra slíka hlutgervingu á konum,“ sagði O‘Dell í þættinum. Að hennar mati þarf orðræðan að breytast enda ætti engin kona, eða nokkur manneskja, að verða að umfjöllunarefni af þessu tagi, jafnvel þegar engar myndavélar eru nærri. Donald Trump hefur beðist afsökunar á ummælum sínum en hann fullyrti að ummælin endurspegluðu ekki hans innri mann. Ljóst þykir þó að myndbandið komi til með að hafa skaðleg áhrif á Trump en kosningar til Bandaríkjaforseta munu fara fram 8. nóvember næstkomandi. Myndbandið má sjá í heild sinni hér að neðan.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Harðjaxlar hafa fengið nóg af Trump Robert De Niro og Arnold Schwarzenegger eru búnir að gefast upp á auðkýfingnum. 8. október 2016 19:10 Donald Trump er ekki af baki dottinn Þrátt fyrir mikla ólgu innan Repúblikanaflokksins ætlar auðkýfingurinn sér að halda ótrauður áfram 8. október 2016 17:26 Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Myndband af Donald Trump tala um konur með grófum hætti hefur verið birt af Washington Post. 7. október 2016 21:31 Trump biðst afsökunar á ummælum sínum um konur „Þessi orð endurspegla ekki hver ég er. Ég biðst afsökunar.“ 8. október 2016 13:15 Frammámenn í Repúblikanaflokknum draga stuðning sinn til baka Fjölmargir áhrifamenn í bandaríska Repúblikanaflokknum hafa farið fram á að Donald Trump forsetaframbjóðandi dragi framboð sitt til baka. 9. október 2016 10:44 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Harðjaxlar hafa fengið nóg af Trump Robert De Niro og Arnold Schwarzenegger eru búnir að gefast upp á auðkýfingnum. 8. október 2016 19:10
Donald Trump er ekki af baki dottinn Þrátt fyrir mikla ólgu innan Repúblikanaflokksins ætlar auðkýfingurinn sér að halda ótrauður áfram 8. október 2016 17:26
Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Myndband af Donald Trump tala um konur með grófum hætti hefur verið birt af Washington Post. 7. október 2016 21:31
Trump biðst afsökunar á ummælum sínum um konur „Þessi orð endurspegla ekki hver ég er. Ég biðst afsökunar.“ 8. október 2016 13:15
Frammámenn í Repúblikanaflokknum draga stuðning sinn til baka Fjölmargir áhrifamenn í bandaríska Repúblikanaflokknum hafa farið fram á að Donald Trump forsetaframbjóðandi dragi framboð sitt til baka. 9. október 2016 10:44