Skráning fornminja í frosti Svavar Hávarðsson skrifar 5. október 2016 07:00 Áætlað er að á Íslandi sé að finna um 200.000 minjar (fornleifar og friðuð hús/mannvirki), en eingöngu um 50.000 hafa verið skráðar á vettvangi. vísir/valli Þrátt fyrir mikilvægi þess að ljúka skráningu fornleifa hér á landi hefur aldrei fengist fjármagn frá hinu opinbera til að sinna þessu verkefni sérstaklega. Talið er rökrétt að það tæki fimm ár að ljúka þeirri skráningu að langstærstu leyti með 300 milljóna króna framlagi á ári. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands (MÍ), bendir á að grundvallarforsenda fyrir markvissri minjavernd sé góð yfirsýn yfir fornleifar, en slík þekking fáist ekki nema það takist að skrá allar fornleifar í landinu. Fornleifaskráning hafi verið lögbundinn hluti skipulagsvinnu frá gildistöku þjóðminjalaga þar sem segir að þeir sem bæru ábyrgð á skipulagsgerð, þ.e. sveitarfélög og framkvæmdaaðilar, skyldu standa straum af kostnaði við skráninguna. Skráningin hefur þó gengið afar hægt og það komi helst til vegna tregðu sveitarfélaga við að ljúka skráningu á sínum svæðum vegna kostnaðar.Kristín Huld Sigurðardóttirvísir/pjetur„Mér finnst óstjórnlega lítið hafa gerst í þessum skráningarmálum frá því að ég tók við Fornleifaskráningu ríkisins árið 2001 [forveri MÍ]. Ég hef margsent ráðherrum sem þessi mál heyra undir erindi en án árangurs,“ segir Kristín Huld sem sendi Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra, erindi í tvígang í fyrra og eftirmanni hans, Sigurði Inga Jóhannssyni, erindi á dögunum. Kristín Huld segir að árið 2001 hafi mat forvera Minjastofnunar Íslands verið að í landinu væru um 200.000 fornleifar og aðrar menningarminjar, og að búið væri að skrá um 20 prósent þeirra þá. Núna, 15 árum síðar, er talið að búið sé að skrá um 25 prósent minjanna. Á 15 árum hafa því einungis bæst við upplýsingar um fimm prósent ætlaðra minjastaða á Íslandi, sem er með öllu óásættanlegt að mati Kristínar Huldar. „Ég tek skýrt fram að margt jákvætt hefur gerst síðastliðin ár, til dæmis hefur fengist fjármagn til minjavörslu og það ber að þakka. Við höfum fengið fjármagn til að ráða í ýmsar stöður og það hefur verið liðkað verulega til. En ef fjármagn fengist frá ríkinu, og kannski að hluta frá sveitarfélögunum, þá tæki það aðeins fimm ár að klára að skrá allt Ísland – og þá miðað við 300 milljóna króna framlag á ári,“ segir Kristín Huld og bætir við að um sé að ræða brýnasta mál í fornleifamálum Íslendinga, og þess utan í safnamálum. Þá sé ónefnt hvernig þessar upplýsingar gætu nýst í ferðaþjónustu og í skipulagsmálum sveitarfélaga, svo dæmi séu tekin. Hjá Minjastofnun Íslands starfa 19 starfsmenn, en það er mat forstöðumannsins að 30 starfsmenn séu nauðsynlegir til að uppfylla allar kröfur sem til stofnunarinnar eru gerðar. Þegar Kristín Huld er spurð hvort Minjastofnun hafi fengið það fjármagn á undanförnum árum sem dugir til að uppfylla lögbundnar skyldur hennar, þá segir hún að það hafi aldrei verið tilfellið frekar en hjá fyrri stjórnsýslustofnunum um minjavörslu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Tengdar fréttir Fleytti jafnvel kerlingar í Skaftárhlaupi í fyrra Þeim möguleika er nú velt upp að sverðið, sem fannst í Skaftárhreppi á dögunum, hafi aðeins legið þar í stutta stund. Hlaup í ánni gæti hafa numið það með sér og fært til. 10. september 2016 07:00 Nú verður hægt að rúlla upp að Stöng í hjólastól Sögualdarbærinn að Stöng í Þjórsárdal er að verða aðgengilegur fólki í hjólastólum. 4. október 2016 22:00 Eldvatn ógnar kirkjugarði Aðkallandi er að skrá, rannsaka og varðveita fornminjar á bökkum Eldvatns. Verið er að vinna viðbragðsáætlun á hamfarasvæðinu. Þrjár bæjartóftir í bráðri hættu. Það á einnig við um gamlan kirkjugarð á svæðinu. 4. október 2016 06:30 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Sjá meira
Þrátt fyrir mikilvægi þess að ljúka skráningu fornleifa hér á landi hefur aldrei fengist fjármagn frá hinu opinbera til að sinna þessu verkefni sérstaklega. Talið er rökrétt að það tæki fimm ár að ljúka þeirri skráningu að langstærstu leyti með 300 milljóna króna framlagi á ári. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands (MÍ), bendir á að grundvallarforsenda fyrir markvissri minjavernd sé góð yfirsýn yfir fornleifar, en slík þekking fáist ekki nema það takist að skrá allar fornleifar í landinu. Fornleifaskráning hafi verið lögbundinn hluti skipulagsvinnu frá gildistöku þjóðminjalaga þar sem segir að þeir sem bæru ábyrgð á skipulagsgerð, þ.e. sveitarfélög og framkvæmdaaðilar, skyldu standa straum af kostnaði við skráninguna. Skráningin hefur þó gengið afar hægt og það komi helst til vegna tregðu sveitarfélaga við að ljúka skráningu á sínum svæðum vegna kostnaðar.Kristín Huld Sigurðardóttirvísir/pjetur„Mér finnst óstjórnlega lítið hafa gerst í þessum skráningarmálum frá því að ég tók við Fornleifaskráningu ríkisins árið 2001 [forveri MÍ]. Ég hef margsent ráðherrum sem þessi mál heyra undir erindi en án árangurs,“ segir Kristín Huld sem sendi Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra, erindi í tvígang í fyrra og eftirmanni hans, Sigurði Inga Jóhannssyni, erindi á dögunum. Kristín Huld segir að árið 2001 hafi mat forvera Minjastofnunar Íslands verið að í landinu væru um 200.000 fornleifar og aðrar menningarminjar, og að búið væri að skrá um 20 prósent þeirra þá. Núna, 15 árum síðar, er talið að búið sé að skrá um 25 prósent minjanna. Á 15 árum hafa því einungis bæst við upplýsingar um fimm prósent ætlaðra minjastaða á Íslandi, sem er með öllu óásættanlegt að mati Kristínar Huldar. „Ég tek skýrt fram að margt jákvætt hefur gerst síðastliðin ár, til dæmis hefur fengist fjármagn til minjavörslu og það ber að þakka. Við höfum fengið fjármagn til að ráða í ýmsar stöður og það hefur verið liðkað verulega til. En ef fjármagn fengist frá ríkinu, og kannski að hluta frá sveitarfélögunum, þá tæki það aðeins fimm ár að klára að skrá allt Ísland – og þá miðað við 300 milljóna króna framlag á ári,“ segir Kristín Huld og bætir við að um sé að ræða brýnasta mál í fornleifamálum Íslendinga, og þess utan í safnamálum. Þá sé ónefnt hvernig þessar upplýsingar gætu nýst í ferðaþjónustu og í skipulagsmálum sveitarfélaga, svo dæmi séu tekin. Hjá Minjastofnun Íslands starfa 19 starfsmenn, en það er mat forstöðumannsins að 30 starfsmenn séu nauðsynlegir til að uppfylla allar kröfur sem til stofnunarinnar eru gerðar. Þegar Kristín Huld er spurð hvort Minjastofnun hafi fengið það fjármagn á undanförnum árum sem dugir til að uppfylla lögbundnar skyldur hennar, þá segir hún að það hafi aldrei verið tilfellið frekar en hjá fyrri stjórnsýslustofnunum um minjavörslu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Tengdar fréttir Fleytti jafnvel kerlingar í Skaftárhlaupi í fyrra Þeim möguleika er nú velt upp að sverðið, sem fannst í Skaftárhreppi á dögunum, hafi aðeins legið þar í stutta stund. Hlaup í ánni gæti hafa numið það með sér og fært til. 10. september 2016 07:00 Nú verður hægt að rúlla upp að Stöng í hjólastól Sögualdarbærinn að Stöng í Þjórsárdal er að verða aðgengilegur fólki í hjólastólum. 4. október 2016 22:00 Eldvatn ógnar kirkjugarði Aðkallandi er að skrá, rannsaka og varðveita fornminjar á bökkum Eldvatns. Verið er að vinna viðbragðsáætlun á hamfarasvæðinu. Þrjár bæjartóftir í bráðri hættu. Það á einnig við um gamlan kirkjugarð á svæðinu. 4. október 2016 06:30 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Sjá meira
Fleytti jafnvel kerlingar í Skaftárhlaupi í fyrra Þeim möguleika er nú velt upp að sverðið, sem fannst í Skaftárhreppi á dögunum, hafi aðeins legið þar í stutta stund. Hlaup í ánni gæti hafa numið það með sér og fært til. 10. september 2016 07:00
Nú verður hægt að rúlla upp að Stöng í hjólastól Sögualdarbærinn að Stöng í Þjórsárdal er að verða aðgengilegur fólki í hjólastólum. 4. október 2016 22:00
Eldvatn ógnar kirkjugarði Aðkallandi er að skrá, rannsaka og varðveita fornminjar á bökkum Eldvatns. Verið er að vinna viðbragðsáætlun á hamfarasvæðinu. Þrjár bæjartóftir í bráðri hættu. Það á einnig við um gamlan kirkjugarð á svæðinu. 4. október 2016 06:30