Gefum þeim raunverulegt val um nám Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 1. október 2016 07:00 Þegar ungmenni velja nám að loknum grunnskóla liggur beinast við að fara hina hefðbundnu bóknámsleið. Ekki endilega vegna þess að áhugi flestra liggi á því sviði né heldur vegna þess að það eigi svo afskaplega vel við flesta, heldur vegna þess að þar hafa allar áherslur samfélagsins legið. Virðingin fyrir bóknámi er mikil og ekkert nema gott um það að segja. Sú virðing hefur hins vegar varpað skugga á aðra kosti, eins og starfsnám. Starfsnámið hefur því átt undir högg að sækja og námsframboð dregist saman.Hlutverk grunnskólans Í grunnskóla er meginhluti náms bóknám, þar sem kennsluformið er einfalt og beinn kostnaður liggur helst í námsbókunum sjálfum. Það er dýrara og flóknara að halda uppi verkgreinum. En grunnskólinn ætti að vera sá vettvangur sem ýtir undir fjölbreyttar leiðir í námi og tekur þannig mið af fjölbreytileika atvinnulífsins. Reyndin er að ungmenni finna sér ekki farveg, þau fá ekki stuðning í skólaumhverfinu til að efla sig innan síns áhugasviðs nema að mjög takmörkuðu leyti og skólarnir eru ekki allir í stakk búnir til að bregðast við. Viljann skortir ekki, heldur fjármagnið til að hrinda hugmyndum í framkvæmd.Hvernig má gera betur? Stjórnvöld í nánum tengslum við atvinnulífið hafa gullið tækifæri til að taka á þessum vanda og styðja betur við menntastofnanir til framkvæmda og fjölbreytileika í námsframboði. Það skiptir öllu að við lok grunnskóla hafi ungmenni raunveruleg tækifæri til að velja þær námsbrautir sem styðja við áhugasvið og löngun til menntunar. Við þurfum að breyta núverandi kerfi, því aðeins þannig getum við vonast til að stemma stigu við brottfalli framhaldsskólanema. Allt of margir fara af stað í nám án þess að vita í raun hvert stefnir, því námið snertir ekki á þeirra áhugasviði og sterku hliðum. Ein lausnin gæti verið sú að strax við fyrsta námsár í framhaldsskóla fari ungmenni að stunda nám á þeim vettvangi sem hugur þeirra leitar til hvað varðar starfsval. Starfsnámið væri því raunverulegur kostur strax við upphaf framhaldsskólagöngu. Þessi ungmenni gætu sett sér framtíðarsýn sem byggir á getu og áhuga á að taka virkan þátt í samfélaginu út frá eigin styrkleikum og hæfni. Það falla ekki allir inn í bóknámsformið – og þurfa alls ekki að gera það.Tími til framkvæmda Umræðan hefur verið mikil og gagnleg en nú er komið að því að framkvæma og endurskapa. Við verðum að gera starfsmenntun hærra undir höfði og leita leiða til að ungmenni geti valið sig inn á áhugasviðið sitt við upphaf framhaldsskólagöngu. Strax, en ekki eftir eins til tveggja ára bóknámstímabil sem hefur þær afleiðingar að hópur ungmenna gefst upp vegna þess að þeim er ekki mætt út frá þeirra eigin styrkleikum. Þau fyllast vonleysi og uppgjöf. Ávinningur af breyttum áherslum er mikill fyrir einstaklingana, en ekki síður fyrir atvinnulífið og þær starfsgreinar sem við byggjum samfélag okkar á. Þegar skrefið er tekið til fulls og kerfið fær þann kjark sem þarf til breytinga þá fyrst getum við talað um að starfsnám fái þá viðurkenningu sem við viljum að allt nám njóti.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Sjá meira
Þegar ungmenni velja nám að loknum grunnskóla liggur beinast við að fara hina hefðbundnu bóknámsleið. Ekki endilega vegna þess að áhugi flestra liggi á því sviði né heldur vegna þess að það eigi svo afskaplega vel við flesta, heldur vegna þess að þar hafa allar áherslur samfélagsins legið. Virðingin fyrir bóknámi er mikil og ekkert nema gott um það að segja. Sú virðing hefur hins vegar varpað skugga á aðra kosti, eins og starfsnám. Starfsnámið hefur því átt undir högg að sækja og námsframboð dregist saman.Hlutverk grunnskólans Í grunnskóla er meginhluti náms bóknám, þar sem kennsluformið er einfalt og beinn kostnaður liggur helst í námsbókunum sjálfum. Það er dýrara og flóknara að halda uppi verkgreinum. En grunnskólinn ætti að vera sá vettvangur sem ýtir undir fjölbreyttar leiðir í námi og tekur þannig mið af fjölbreytileika atvinnulífsins. Reyndin er að ungmenni finna sér ekki farveg, þau fá ekki stuðning í skólaumhverfinu til að efla sig innan síns áhugasviðs nema að mjög takmörkuðu leyti og skólarnir eru ekki allir í stakk búnir til að bregðast við. Viljann skortir ekki, heldur fjármagnið til að hrinda hugmyndum í framkvæmd.Hvernig má gera betur? Stjórnvöld í nánum tengslum við atvinnulífið hafa gullið tækifæri til að taka á þessum vanda og styðja betur við menntastofnanir til framkvæmda og fjölbreytileika í námsframboði. Það skiptir öllu að við lok grunnskóla hafi ungmenni raunveruleg tækifæri til að velja þær námsbrautir sem styðja við áhugasvið og löngun til menntunar. Við þurfum að breyta núverandi kerfi, því aðeins þannig getum við vonast til að stemma stigu við brottfalli framhaldsskólanema. Allt of margir fara af stað í nám án þess að vita í raun hvert stefnir, því námið snertir ekki á þeirra áhugasviði og sterku hliðum. Ein lausnin gæti verið sú að strax við fyrsta námsár í framhaldsskóla fari ungmenni að stunda nám á þeim vettvangi sem hugur þeirra leitar til hvað varðar starfsval. Starfsnámið væri því raunverulegur kostur strax við upphaf framhaldsskólagöngu. Þessi ungmenni gætu sett sér framtíðarsýn sem byggir á getu og áhuga á að taka virkan þátt í samfélaginu út frá eigin styrkleikum og hæfni. Það falla ekki allir inn í bóknámsformið – og þurfa alls ekki að gera það.Tími til framkvæmda Umræðan hefur verið mikil og gagnleg en nú er komið að því að framkvæma og endurskapa. Við verðum að gera starfsmenntun hærra undir höfði og leita leiða til að ungmenni geti valið sig inn á áhugasviðið sitt við upphaf framhaldsskólagöngu. Strax, en ekki eftir eins til tveggja ára bóknámstímabil sem hefur þær afleiðingar að hópur ungmenna gefst upp vegna þess að þeim er ekki mætt út frá þeirra eigin styrkleikum. Þau fyllast vonleysi og uppgjöf. Ávinningur af breyttum áherslum er mikill fyrir einstaklingana, en ekki síður fyrir atvinnulífið og þær starfsgreinar sem við byggjum samfélag okkar á. Þegar skrefið er tekið til fulls og kerfið fær þann kjark sem þarf til breytinga þá fyrst getum við talað um að starfsnám fái þá viðurkenningu sem við viljum að allt nám njóti.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar