Kosningaspjall Vísis: Sameining komið til tals en aldrei til greina Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. október 2016 16:10 Óttarr Proppé, formaður Bjartar framtíðar, segir að þrátt fyrir að komið hafi til tals að láta Bjarta framtíð ganga inn í aðra flokka hafi það aldrei komið til greina. Þó svo að einhver líkindi séu með flokkunum sé á þeim stigs- og kúltúrmunur sem Björt framtíð hafi beinlínis verið stofnuð til að sporna við. Í ljósi þess hversu þéttskipað er á miðjunni í íslenskum stjórnmálum í dag var Óttarr spurður í Kosningaspjalli Vísis hvernig flokkur hans aðgreindi sig frá öðrum flokkum á sömu slóðum, svo sem Samfylkingunni. „Það er kannski auðvitað sá munur að við erum með okkar áherslur og Samfylkingin er með sínar,“ segir Óttarr. Síðarnefndi flokkurinn skilgreindi sig til að mynda sem sósíaldemókratískan jafnaðarmannaflokk en Björt framtíð liti frekar á sig sem frjálslynt stjórnmálaafl. Í því samhengi nefndi Óttarr að Björt framtíð væri opnari fyrir meiri blöndun í efnahagslífi og fjölbreyttari í rekstrarformi í hverskyns þjónustu - svo lengi þjónustan væri tryggð og með henni væri gott eftirlit.Vilja ganga lengra en Samfylking í umhverfismálum „Það er ekki beinlínis keppikefli fyrir okkur, þessi jafnaðarmennska, þetta er kannski meiri stigsmunur en að við séum algjörlega sitthvorum megin á endunum,“ segir Óttarr og nefnir umhverfismál sem dæmi um málaflokk þar sem Björt framtíð hefur viljað ganga lengra í andstöðu við stóriðjustefnu en Samfylkingin. Þá segir hann einnig að töluverður „kúltúrmunur“ sé á Bjartri framtíð og þeim flokkum sem eldri eru. Flokkurinn hafi verið stofnaður með það að leiðarljósi að vinna hluti í meiri sátt og af meiri auðmýkt en áður þekktist, til að mynda í Samfylkingunni - „sem er byggð upp í harðari stofnunarstrúktúr sem stjórnmálaflokkur en Björt framtíð,“ segir Óttarr. Aðspurður um hvort hafi komið til greina að sameina Bjarta framtíð öðrum flokkum á miðjunni segir Óttarr að það hafi vissulega komið til tals og verið rætt við grasrót flokksins. Það hafi þó aldrei verið í myndinni. „Við erum nýbúin að stofna flokkinn. Við gerðum það ekki til að sameinast öðrum flokkum. Við höfum alltaf getið gengið í aðra flokka og við eigum ekki fólk frekar en nokkur annar.“ Kosningar 2016 Kosningar 2016 video X16 Suðvestur Tengdar fréttir Kosningaspjall Vísis: Telur það ekki mistök að hafa farið í olíuleit á sínum tíma Rósa Björk Brynjólfsdóttir oddviti Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi telur að það hafi ekki verið mistök hjá Steingrími J. Sigfússyni þáverandi atvinnuvegaráðherra og flokksbróður sínum að úthluta fyrstu sérleyfunum til olíuleitar á Drekasvæðinu þó að flokkurinn sé í dag andsnúinn olíuleit. Þetta kom fram í Kosningaspjalli Vísis í dag. 17. október 2016 16:04 Kosningaspjall Vísis: „Ég er kommúnisti en þetta er ekki kommúnistaflokkur“ Vésteinn Valgarðsson, oddviti Alþýðufylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, segir hluta af markmiðum flokksins að koma málstað hans til fólksins. 10. október 2016 15:20 Fullyrðir að Íslenska þjóðfylkingin verði stærsti flokkur landsins ef aðrir flokkar hlusta ekki "Við erum enginn rasistaflokkur.“ 11. október 2016 15:25 Kosningaspjall Vísis: „Við erum með bestu stefnu í heimi“ Oddný Harðardóttir formaður Samfylkingar segist ekki trúa því að stefnumál flokksins séu ástæða lítils fylgis sem hann mælist nú með í skoðanakönnunum því stefna flokksins sé sú besta í heimi. Hún hefur þó ekki skýringar á hinu litlu fylgi en þetta kom fram í viðtali við Oddnýju í Kosningaspjalli Vísis í dag. 14. október 2016 15:44 Kosningaspjall Vísis: „Verðtryggingin er ekkert nema svikamylla“ Dögun vill afnema verðtryggingu og setja þak á vexti. Ragnar Þór Ingólfsson oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi segir þetta algjörlega raunhæft en hann var gestur í Kosningaspjalli Vísis í dag. 13. október 2016 15:26 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Óttarr Proppé, formaður Bjartar framtíðar, segir að þrátt fyrir að komið hafi til tals að láta Bjarta framtíð ganga inn í aðra flokka hafi það aldrei komið til greina. Þó svo að einhver líkindi séu með flokkunum sé á þeim stigs- og kúltúrmunur sem Björt framtíð hafi beinlínis verið stofnuð til að sporna við. Í ljósi þess hversu þéttskipað er á miðjunni í íslenskum stjórnmálum í dag var Óttarr spurður í Kosningaspjalli Vísis hvernig flokkur hans aðgreindi sig frá öðrum flokkum á sömu slóðum, svo sem Samfylkingunni. „Það er kannski auðvitað sá munur að við erum með okkar áherslur og Samfylkingin er með sínar,“ segir Óttarr. Síðarnefndi flokkurinn skilgreindi sig til að mynda sem sósíaldemókratískan jafnaðarmannaflokk en Björt framtíð liti frekar á sig sem frjálslynt stjórnmálaafl. Í því samhengi nefndi Óttarr að Björt framtíð væri opnari fyrir meiri blöndun í efnahagslífi og fjölbreyttari í rekstrarformi í hverskyns þjónustu - svo lengi þjónustan væri tryggð og með henni væri gott eftirlit.Vilja ganga lengra en Samfylking í umhverfismálum „Það er ekki beinlínis keppikefli fyrir okkur, þessi jafnaðarmennska, þetta er kannski meiri stigsmunur en að við séum algjörlega sitthvorum megin á endunum,“ segir Óttarr og nefnir umhverfismál sem dæmi um málaflokk þar sem Björt framtíð hefur viljað ganga lengra í andstöðu við stóriðjustefnu en Samfylkingin. Þá segir hann einnig að töluverður „kúltúrmunur“ sé á Bjartri framtíð og þeim flokkum sem eldri eru. Flokkurinn hafi verið stofnaður með það að leiðarljósi að vinna hluti í meiri sátt og af meiri auðmýkt en áður þekktist, til að mynda í Samfylkingunni - „sem er byggð upp í harðari stofnunarstrúktúr sem stjórnmálaflokkur en Björt framtíð,“ segir Óttarr. Aðspurður um hvort hafi komið til greina að sameina Bjarta framtíð öðrum flokkum á miðjunni segir Óttarr að það hafi vissulega komið til tals og verið rætt við grasrót flokksins. Það hafi þó aldrei verið í myndinni. „Við erum nýbúin að stofna flokkinn. Við gerðum það ekki til að sameinast öðrum flokkum. Við höfum alltaf getið gengið í aðra flokka og við eigum ekki fólk frekar en nokkur annar.“
Kosningar 2016 Kosningar 2016 video X16 Suðvestur Tengdar fréttir Kosningaspjall Vísis: Telur það ekki mistök að hafa farið í olíuleit á sínum tíma Rósa Björk Brynjólfsdóttir oddviti Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi telur að það hafi ekki verið mistök hjá Steingrími J. Sigfússyni þáverandi atvinnuvegaráðherra og flokksbróður sínum að úthluta fyrstu sérleyfunum til olíuleitar á Drekasvæðinu þó að flokkurinn sé í dag andsnúinn olíuleit. Þetta kom fram í Kosningaspjalli Vísis í dag. 17. október 2016 16:04 Kosningaspjall Vísis: „Ég er kommúnisti en þetta er ekki kommúnistaflokkur“ Vésteinn Valgarðsson, oddviti Alþýðufylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, segir hluta af markmiðum flokksins að koma málstað hans til fólksins. 10. október 2016 15:20 Fullyrðir að Íslenska þjóðfylkingin verði stærsti flokkur landsins ef aðrir flokkar hlusta ekki "Við erum enginn rasistaflokkur.“ 11. október 2016 15:25 Kosningaspjall Vísis: „Við erum með bestu stefnu í heimi“ Oddný Harðardóttir formaður Samfylkingar segist ekki trúa því að stefnumál flokksins séu ástæða lítils fylgis sem hann mælist nú með í skoðanakönnunum því stefna flokksins sé sú besta í heimi. Hún hefur þó ekki skýringar á hinu litlu fylgi en þetta kom fram í viðtali við Oddnýju í Kosningaspjalli Vísis í dag. 14. október 2016 15:44 Kosningaspjall Vísis: „Verðtryggingin er ekkert nema svikamylla“ Dögun vill afnema verðtryggingu og setja þak á vexti. Ragnar Þór Ingólfsson oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi segir þetta algjörlega raunhæft en hann var gestur í Kosningaspjalli Vísis í dag. 13. október 2016 15:26 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Kosningaspjall Vísis: Telur það ekki mistök að hafa farið í olíuleit á sínum tíma Rósa Björk Brynjólfsdóttir oddviti Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi telur að það hafi ekki verið mistök hjá Steingrími J. Sigfússyni þáverandi atvinnuvegaráðherra og flokksbróður sínum að úthluta fyrstu sérleyfunum til olíuleitar á Drekasvæðinu þó að flokkurinn sé í dag andsnúinn olíuleit. Þetta kom fram í Kosningaspjalli Vísis í dag. 17. október 2016 16:04
Kosningaspjall Vísis: „Ég er kommúnisti en þetta er ekki kommúnistaflokkur“ Vésteinn Valgarðsson, oddviti Alþýðufylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, segir hluta af markmiðum flokksins að koma málstað hans til fólksins. 10. október 2016 15:20
Fullyrðir að Íslenska þjóðfylkingin verði stærsti flokkur landsins ef aðrir flokkar hlusta ekki "Við erum enginn rasistaflokkur.“ 11. október 2016 15:25
Kosningaspjall Vísis: „Við erum með bestu stefnu í heimi“ Oddný Harðardóttir formaður Samfylkingar segist ekki trúa því að stefnumál flokksins séu ástæða lítils fylgis sem hann mælist nú með í skoðanakönnunum því stefna flokksins sé sú besta í heimi. Hún hefur þó ekki skýringar á hinu litlu fylgi en þetta kom fram í viðtali við Oddnýju í Kosningaspjalli Vísis í dag. 14. október 2016 15:44
Kosningaspjall Vísis: „Verðtryggingin er ekkert nema svikamylla“ Dögun vill afnema verðtryggingu og setja þak á vexti. Ragnar Þór Ingólfsson oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi segir þetta algjörlega raunhæft en hann var gestur í Kosningaspjalli Vísis í dag. 13. október 2016 15:26