Kosningaspjall Vísis: Sameining komið til tals en aldrei til greina Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. október 2016 16:10 Óttarr Proppé, formaður Bjartar framtíðar, segir að þrátt fyrir að komið hafi til tals að láta Bjarta framtíð ganga inn í aðra flokka hafi það aldrei komið til greina. Þó svo að einhver líkindi séu með flokkunum sé á þeim stigs- og kúltúrmunur sem Björt framtíð hafi beinlínis verið stofnuð til að sporna við. Í ljósi þess hversu þéttskipað er á miðjunni í íslenskum stjórnmálum í dag var Óttarr spurður í Kosningaspjalli Vísis hvernig flokkur hans aðgreindi sig frá öðrum flokkum á sömu slóðum, svo sem Samfylkingunni. „Það er kannski auðvitað sá munur að við erum með okkar áherslur og Samfylkingin er með sínar,“ segir Óttarr. Síðarnefndi flokkurinn skilgreindi sig til að mynda sem sósíaldemókratískan jafnaðarmannaflokk en Björt framtíð liti frekar á sig sem frjálslynt stjórnmálaafl. Í því samhengi nefndi Óttarr að Björt framtíð væri opnari fyrir meiri blöndun í efnahagslífi og fjölbreyttari í rekstrarformi í hverskyns þjónustu - svo lengi þjónustan væri tryggð og með henni væri gott eftirlit.Vilja ganga lengra en Samfylking í umhverfismálum „Það er ekki beinlínis keppikefli fyrir okkur, þessi jafnaðarmennska, þetta er kannski meiri stigsmunur en að við séum algjörlega sitthvorum megin á endunum,“ segir Óttarr og nefnir umhverfismál sem dæmi um málaflokk þar sem Björt framtíð hefur viljað ganga lengra í andstöðu við stóriðjustefnu en Samfylkingin. Þá segir hann einnig að töluverður „kúltúrmunur“ sé á Bjartri framtíð og þeim flokkum sem eldri eru. Flokkurinn hafi verið stofnaður með það að leiðarljósi að vinna hluti í meiri sátt og af meiri auðmýkt en áður þekktist, til að mynda í Samfylkingunni - „sem er byggð upp í harðari stofnunarstrúktúr sem stjórnmálaflokkur en Björt framtíð,“ segir Óttarr. Aðspurður um hvort hafi komið til greina að sameina Bjarta framtíð öðrum flokkum á miðjunni segir Óttarr að það hafi vissulega komið til tals og verið rætt við grasrót flokksins. Það hafi þó aldrei verið í myndinni. „Við erum nýbúin að stofna flokkinn. Við gerðum það ekki til að sameinast öðrum flokkum. Við höfum alltaf getið gengið í aðra flokka og við eigum ekki fólk frekar en nokkur annar.“ Kosningar 2016 Kosningar 2016 video X16 Suðvestur Tengdar fréttir Kosningaspjall Vísis: Telur það ekki mistök að hafa farið í olíuleit á sínum tíma Rósa Björk Brynjólfsdóttir oddviti Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi telur að það hafi ekki verið mistök hjá Steingrími J. Sigfússyni þáverandi atvinnuvegaráðherra og flokksbróður sínum að úthluta fyrstu sérleyfunum til olíuleitar á Drekasvæðinu þó að flokkurinn sé í dag andsnúinn olíuleit. Þetta kom fram í Kosningaspjalli Vísis í dag. 17. október 2016 16:04 Kosningaspjall Vísis: „Ég er kommúnisti en þetta er ekki kommúnistaflokkur“ Vésteinn Valgarðsson, oddviti Alþýðufylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, segir hluta af markmiðum flokksins að koma málstað hans til fólksins. 10. október 2016 15:20 Fullyrðir að Íslenska þjóðfylkingin verði stærsti flokkur landsins ef aðrir flokkar hlusta ekki "Við erum enginn rasistaflokkur.“ 11. október 2016 15:25 Kosningaspjall Vísis: „Við erum með bestu stefnu í heimi“ Oddný Harðardóttir formaður Samfylkingar segist ekki trúa því að stefnumál flokksins séu ástæða lítils fylgis sem hann mælist nú með í skoðanakönnunum því stefna flokksins sé sú besta í heimi. Hún hefur þó ekki skýringar á hinu litlu fylgi en þetta kom fram í viðtali við Oddnýju í Kosningaspjalli Vísis í dag. 14. október 2016 15:44 Kosningaspjall Vísis: „Verðtryggingin er ekkert nema svikamylla“ Dögun vill afnema verðtryggingu og setja þak á vexti. Ragnar Þór Ingólfsson oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi segir þetta algjörlega raunhæft en hann var gestur í Kosningaspjalli Vísis í dag. 13. október 2016 15:26 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Óttarr Proppé, formaður Bjartar framtíðar, segir að þrátt fyrir að komið hafi til tals að láta Bjarta framtíð ganga inn í aðra flokka hafi það aldrei komið til greina. Þó svo að einhver líkindi séu með flokkunum sé á þeim stigs- og kúltúrmunur sem Björt framtíð hafi beinlínis verið stofnuð til að sporna við. Í ljósi þess hversu þéttskipað er á miðjunni í íslenskum stjórnmálum í dag var Óttarr spurður í Kosningaspjalli Vísis hvernig flokkur hans aðgreindi sig frá öðrum flokkum á sömu slóðum, svo sem Samfylkingunni. „Það er kannski auðvitað sá munur að við erum með okkar áherslur og Samfylkingin er með sínar,“ segir Óttarr. Síðarnefndi flokkurinn skilgreindi sig til að mynda sem sósíaldemókratískan jafnaðarmannaflokk en Björt framtíð liti frekar á sig sem frjálslynt stjórnmálaafl. Í því samhengi nefndi Óttarr að Björt framtíð væri opnari fyrir meiri blöndun í efnahagslífi og fjölbreyttari í rekstrarformi í hverskyns þjónustu - svo lengi þjónustan væri tryggð og með henni væri gott eftirlit.Vilja ganga lengra en Samfylking í umhverfismálum „Það er ekki beinlínis keppikefli fyrir okkur, þessi jafnaðarmennska, þetta er kannski meiri stigsmunur en að við séum algjörlega sitthvorum megin á endunum,“ segir Óttarr og nefnir umhverfismál sem dæmi um málaflokk þar sem Björt framtíð hefur viljað ganga lengra í andstöðu við stóriðjustefnu en Samfylkingin. Þá segir hann einnig að töluverður „kúltúrmunur“ sé á Bjartri framtíð og þeim flokkum sem eldri eru. Flokkurinn hafi verið stofnaður með það að leiðarljósi að vinna hluti í meiri sátt og af meiri auðmýkt en áður þekktist, til að mynda í Samfylkingunni - „sem er byggð upp í harðari stofnunarstrúktúr sem stjórnmálaflokkur en Björt framtíð,“ segir Óttarr. Aðspurður um hvort hafi komið til greina að sameina Bjarta framtíð öðrum flokkum á miðjunni segir Óttarr að það hafi vissulega komið til tals og verið rætt við grasrót flokksins. Það hafi þó aldrei verið í myndinni. „Við erum nýbúin að stofna flokkinn. Við gerðum það ekki til að sameinast öðrum flokkum. Við höfum alltaf getið gengið í aðra flokka og við eigum ekki fólk frekar en nokkur annar.“
Kosningar 2016 Kosningar 2016 video X16 Suðvestur Tengdar fréttir Kosningaspjall Vísis: Telur það ekki mistök að hafa farið í olíuleit á sínum tíma Rósa Björk Brynjólfsdóttir oddviti Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi telur að það hafi ekki verið mistök hjá Steingrími J. Sigfússyni þáverandi atvinnuvegaráðherra og flokksbróður sínum að úthluta fyrstu sérleyfunum til olíuleitar á Drekasvæðinu þó að flokkurinn sé í dag andsnúinn olíuleit. Þetta kom fram í Kosningaspjalli Vísis í dag. 17. október 2016 16:04 Kosningaspjall Vísis: „Ég er kommúnisti en þetta er ekki kommúnistaflokkur“ Vésteinn Valgarðsson, oddviti Alþýðufylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, segir hluta af markmiðum flokksins að koma málstað hans til fólksins. 10. október 2016 15:20 Fullyrðir að Íslenska þjóðfylkingin verði stærsti flokkur landsins ef aðrir flokkar hlusta ekki "Við erum enginn rasistaflokkur.“ 11. október 2016 15:25 Kosningaspjall Vísis: „Við erum með bestu stefnu í heimi“ Oddný Harðardóttir formaður Samfylkingar segist ekki trúa því að stefnumál flokksins séu ástæða lítils fylgis sem hann mælist nú með í skoðanakönnunum því stefna flokksins sé sú besta í heimi. Hún hefur þó ekki skýringar á hinu litlu fylgi en þetta kom fram í viðtali við Oddnýju í Kosningaspjalli Vísis í dag. 14. október 2016 15:44 Kosningaspjall Vísis: „Verðtryggingin er ekkert nema svikamylla“ Dögun vill afnema verðtryggingu og setja þak á vexti. Ragnar Þór Ingólfsson oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi segir þetta algjörlega raunhæft en hann var gestur í Kosningaspjalli Vísis í dag. 13. október 2016 15:26 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Kosningaspjall Vísis: Telur það ekki mistök að hafa farið í olíuleit á sínum tíma Rósa Björk Brynjólfsdóttir oddviti Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi telur að það hafi ekki verið mistök hjá Steingrími J. Sigfússyni þáverandi atvinnuvegaráðherra og flokksbróður sínum að úthluta fyrstu sérleyfunum til olíuleitar á Drekasvæðinu þó að flokkurinn sé í dag andsnúinn olíuleit. Þetta kom fram í Kosningaspjalli Vísis í dag. 17. október 2016 16:04
Kosningaspjall Vísis: „Ég er kommúnisti en þetta er ekki kommúnistaflokkur“ Vésteinn Valgarðsson, oddviti Alþýðufylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, segir hluta af markmiðum flokksins að koma málstað hans til fólksins. 10. október 2016 15:20
Fullyrðir að Íslenska þjóðfylkingin verði stærsti flokkur landsins ef aðrir flokkar hlusta ekki "Við erum enginn rasistaflokkur.“ 11. október 2016 15:25
Kosningaspjall Vísis: „Við erum með bestu stefnu í heimi“ Oddný Harðardóttir formaður Samfylkingar segist ekki trúa því að stefnumál flokksins séu ástæða lítils fylgis sem hann mælist nú með í skoðanakönnunum því stefna flokksins sé sú besta í heimi. Hún hefur þó ekki skýringar á hinu litlu fylgi en þetta kom fram í viðtali við Oddnýju í Kosningaspjalli Vísis í dag. 14. október 2016 15:44
Kosningaspjall Vísis: „Verðtryggingin er ekkert nema svikamylla“ Dögun vill afnema verðtryggingu og setja þak á vexti. Ragnar Þór Ingólfsson oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi segir þetta algjörlega raunhæft en hann var gestur í Kosningaspjalli Vísis í dag. 13. október 2016 15:26
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent