Telur að bil milli höfuðborgar og landsbyggðar sé að breikka Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. október 2016 06:00 Í Norðausturkjördæmi eru tíu þingmenn, þar af eru níu kjördæmakjörnir en einn jöfnunarþingmaður. Kjördæmið nær frá Fjallabyggð til Djúpavogshrepps. Á meðal oddvita kjördæmisins eru Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, og Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi ráðherra og fyrrverandi formaður VG. Miðað við niðurstöður skoðanakannana er nær alveg víst að þeir munu allir ná kjöri aftur. Kristján Möller, fyrrverandi samgönguráðherra, er þingmaður í kjördæminu en hann verður ekki í framboði þann 29. október næstkomandi. Þá var Brynhildur Pétursdóttir þingmaður í kjördæminu fyrir Bjarta framtíð en hverfur líka af þingi núna. Óvarlegt væri að fullyrða á þessari stundu hvort Samfylkingunni eða Bjartri framtíð takist að koma að manni í stað þeirra Kristjáns og Brynhildar. Þegar kemur að því að spyrja hvaða málefni séu fólki efst í huga í kjördæminu segist Agnes Anna Sigurðardóttir, atvinnurekandi á Árskógssandi í Eyjafirði, telja að bilið á milli höfuðborgarinnar og landsbyggðarinnar sé að breikka. „Þá er ég ekki að kenna neinum einum um. En mér finnst bara eins og þetta sé að verða hvor sinn þjóðflokkurinn oft og tíðum,“ segir Agnes Anna. „Hvort sem það er fyrir austan, vestan eða norðan,“ segir Agnes og bætir við að allir landshlutar hafi sitthvað að bjóða ferðamönnum. Þá telur Agnes Anna brýnt að efla bæði skólaþjónustu og heilbrigðismál. Björn Ingimarsson, sveitarstjóri á Fljótsdalshéraði, segir samgöngumálin skipta Austfirðinga mestu máli, bæði samgöngur á landi og í lofti. „Við erum þannig staðsett frá höfuðborgarsvæðinu að við erum ekki í skotfæri,“ segir hann. Austfirðingar þurfi að sækja mjög stóran hluta þjónustunnar, eins og heilbrigðisþjónustu, til höfuðborgarsvæðisins. „Þar er flugið í raun eini valkosturinn því þetta er tveggja daga ferð ef þú ætlar að keyra þetta,“ segir Björn. Vandinn sé sá að kostnaðurinn við flugsamgöngur sé svo hár að það sé varla á færi einstaklinga að greiða hann. Því hafi menn á Fljótsdalshéraði lagt áherslu á að skoðað verði alvarlega að fara almenningssamgönguleið eins og gert hafi verið í nokkrum öðrum löndum. Það myndi fela í sér niðurgreiðslur hins opinbera á flugfargjöldum. „Svo eru það að sjálfsögðu vegasamgöngurnar sem menn þurfa að halda áfram að lagfæra,“ segir hann. Björn segir að í þriðja lagi þurfi að koma fjarskiptamálum í lag. „Við höfum reyndar sagt það að ef menn koma fjarskiptunum í lag þá þurfi þeir ekkert að hafa áhyggjur af okkur – þá þurfi ekki að vera nein byggðaframlög,“ segir hann. Þar á hann við að það þurfi að ljósleiðaravæða dreifbýlið. Stór hluti þéttbýlisins fyrir austan sé heldur ekki með góðar tengingar. „Þetta er orðið lykilatriði í atvinnulífinu að menn séu með alvöru tengingar og líka bara spurning um þegar yngra fólk velur sér búsetu, þá er þetta orðið það stórt vægi í lífi fólks að þetta verður að vera í lagi,“ segir Björn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Kjördæmapot Vísis: Þetta brennur á fólki í Norðausturkjördæmi Ómalbikaðir og vanræktir vegir, flugsamgöngur, skortur á byggðastefnu og raforkurskortur virðast vera þau málefni sem brenna hvað heitast hjá kjósendum í Norðausturkjördæmi. Þá er aðgengi að heilbrigðisþjónustu, fáliðuð lögregla auk mikils straums ferðamanna í kjördæmið hitamál. 10. október 2016 10:45 Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Fleiri fréttir Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Sjá meira
Í Norðausturkjördæmi eru tíu þingmenn, þar af eru níu kjördæmakjörnir en einn jöfnunarþingmaður. Kjördæmið nær frá Fjallabyggð til Djúpavogshrepps. Á meðal oddvita kjördæmisins eru Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, og Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi ráðherra og fyrrverandi formaður VG. Miðað við niðurstöður skoðanakannana er nær alveg víst að þeir munu allir ná kjöri aftur. Kristján Möller, fyrrverandi samgönguráðherra, er þingmaður í kjördæminu en hann verður ekki í framboði þann 29. október næstkomandi. Þá var Brynhildur Pétursdóttir þingmaður í kjördæminu fyrir Bjarta framtíð en hverfur líka af þingi núna. Óvarlegt væri að fullyrða á þessari stundu hvort Samfylkingunni eða Bjartri framtíð takist að koma að manni í stað þeirra Kristjáns og Brynhildar. Þegar kemur að því að spyrja hvaða málefni séu fólki efst í huga í kjördæminu segist Agnes Anna Sigurðardóttir, atvinnurekandi á Árskógssandi í Eyjafirði, telja að bilið á milli höfuðborgarinnar og landsbyggðarinnar sé að breikka. „Þá er ég ekki að kenna neinum einum um. En mér finnst bara eins og þetta sé að verða hvor sinn þjóðflokkurinn oft og tíðum,“ segir Agnes Anna. „Hvort sem það er fyrir austan, vestan eða norðan,“ segir Agnes og bætir við að allir landshlutar hafi sitthvað að bjóða ferðamönnum. Þá telur Agnes Anna brýnt að efla bæði skólaþjónustu og heilbrigðismál. Björn Ingimarsson, sveitarstjóri á Fljótsdalshéraði, segir samgöngumálin skipta Austfirðinga mestu máli, bæði samgöngur á landi og í lofti. „Við erum þannig staðsett frá höfuðborgarsvæðinu að við erum ekki í skotfæri,“ segir hann. Austfirðingar þurfi að sækja mjög stóran hluta þjónustunnar, eins og heilbrigðisþjónustu, til höfuðborgarsvæðisins. „Þar er flugið í raun eini valkosturinn því þetta er tveggja daga ferð ef þú ætlar að keyra þetta,“ segir Björn. Vandinn sé sá að kostnaðurinn við flugsamgöngur sé svo hár að það sé varla á færi einstaklinga að greiða hann. Því hafi menn á Fljótsdalshéraði lagt áherslu á að skoðað verði alvarlega að fara almenningssamgönguleið eins og gert hafi verið í nokkrum öðrum löndum. Það myndi fela í sér niðurgreiðslur hins opinbera á flugfargjöldum. „Svo eru það að sjálfsögðu vegasamgöngurnar sem menn þurfa að halda áfram að lagfæra,“ segir hann. Björn segir að í þriðja lagi þurfi að koma fjarskiptamálum í lag. „Við höfum reyndar sagt það að ef menn koma fjarskiptunum í lag þá þurfi þeir ekkert að hafa áhyggjur af okkur – þá þurfi ekki að vera nein byggðaframlög,“ segir hann. Þar á hann við að það þurfi að ljósleiðaravæða dreifbýlið. Stór hluti þéttbýlisins fyrir austan sé heldur ekki með góðar tengingar. „Þetta er orðið lykilatriði í atvinnulífinu að menn séu með alvöru tengingar og líka bara spurning um þegar yngra fólk velur sér búsetu, þá er þetta orðið það stórt vægi í lífi fólks að þetta verður að vera í lagi,“ segir Björn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Kjördæmapot Vísis: Þetta brennur á fólki í Norðausturkjördæmi Ómalbikaðir og vanræktir vegir, flugsamgöngur, skortur á byggðastefnu og raforkurskortur virðast vera þau málefni sem brenna hvað heitast hjá kjósendum í Norðausturkjördæmi. Þá er aðgengi að heilbrigðisþjónustu, fáliðuð lögregla auk mikils straums ferðamanna í kjördæmið hitamál. 10. október 2016 10:45 Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Fleiri fréttir Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Sjá meira
Kjördæmapot Vísis: Þetta brennur á fólki í Norðausturkjördæmi Ómalbikaðir og vanræktir vegir, flugsamgöngur, skortur á byggðastefnu og raforkurskortur virðast vera þau málefni sem brenna hvað heitast hjá kjósendum í Norðausturkjördæmi. Þá er aðgengi að heilbrigðisþjónustu, fáliðuð lögregla auk mikils straums ferðamanna í kjördæmið hitamál. 10. október 2016 10:45