Smári McCarthy vændur um byssubrjálæði Jakob Bjarnar skrifar 17. október 2016 14:33 Viðskiptablaðið lætur að því liggja að Smári McCarthy sé sérlegur áhugamaður um byssur. Viðskiptablaðið birtir frásögn sem byggir á myndum sem blaðinu bárust af Smára McCarthy Pírata þar sem hann er að hleypa af hinum ýmsu byssum. Smári hefur vísað þessum tíðindum á bug, það að hann sé mikill áhugamaður um byssur; honum var gert að sækja byssunámskeið þegar hann starfaði í Afganistan.Smári hefur töluverða reynslu af skotvopnumFrásögnin er í véfréttastíl, hefst á því að rifjað er upp að Helgi Hrafn Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Pírata, hafi vakið verulega athygli þegar hann sagðist þekkja ágætlega til smávélbyssanna Hecler & Kock vegna tölvuleikja sem hann hefur spilað. Var það í tengslum við umræðu um fyrirhugaða skotvopnavæðingu lögreglunnar. Týr, hinn nafnlausi pistlahöfundur Viðskiptablaðsins segir að félagi Helga Hrafns, Smári McCarthy hafi hins vegar raunverulega þekkingu á skotvopnum.Mjög hefur færst í aukana, með netvæðingunni, að settur sé fram nafnlaus óhroður. Fáir vita hverjir standa að síðunni Kosningar 2016 en þar eru menn harðir í horn að taka.„Ég vann í Afganistan árið 2009 og fékk meðal annars skotvopnaþjálfun hjá liðþjálfa í bandaríska hernum, enda þurftum við að sjá um okkar eigið öryggi. Þetta var enginn byssutúrismi. Ég hef töluverða reynslu af skotvopnum, og verið á báðum endum þeirra í gegnum ýmsar uppákomur, flestar óskemmtilegar. Þekkjandi þær, vil ég alls ekki að þær séu almennt aðgengilegar í okkar samfélagi, og vil alls ekki að lögreglan gangi almennt með slíkt,“ skrifar Smári á Facebook-síðu sína.Nafnlaus óhróður á netinuFrásögnin hefur vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum og hafa menn á Pírataspjallinu á Facebook hana til marks um kosningabaráttu sem gangi út á að kasta fram ýmsum nafnlausum óhróðri um andstæðinga pólitíska andstæðinga. Píratar velkjast hvergi í vafa um hvað klukkan slær á Viðskiptablaðinu; þar virðast menn þátttakendur í kosningabaráttu fremur en að gefa sig út fyrir að vera hlutlausir í umfjöllun sinni. Þetta er til þess að gera nýtt. Málið var til umfjöllunar á RÚV og segir Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Akureyri, að það veki athygli að íslensk áróðursmyndbönd gegn stjórnarandstöðuflokkunum, sem hafa birst á Facebook, séu nafnlaus. Þetta sé ekki til fyrirmyndar, þetta sé ný þróun í íslenskum stjórnmálum og segist Grétar Þór ekki muna til þess að áróður hafi verið settur fram nafnlaus að neinu marki hingað til á Íslandi.Ein slík síða er á Facebook heitir Kosningar 2016, enginn er skráður fyrir síðunni. En ljóst er að þar beinast spjótin að andstæðingum Sjálfstæðisflokksins. Þar hafa ítrekað verið rifjað upp sex ára ummæli Smára um að ákjósanlegt væri að hér væri 50 prósenta atvinnuleysi. Síðan byggir á myndbandsbrotum og virðist töluvert lagt í vinnsluna. Sjá má myndbandið hér að ofan. Smári hefur fyrir sitt leyti svarað því og sagt orð sín gersamlega slitin úr samhengi.Nafnlausum óhróðri svarað af nafnleysingjaÁsmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er einn þeirra sem hefur vakið athygli á þessum ummælum Smára á sinni Facebooksíðu og kom þar til snarpra orðskipta um hvort þetta megi heita sæmilegt. Ásmundur eigi að vita betur. Þingmaðurinn, sem hefur greint frá því að hann eigi í sérlega miklum og góðum samskiptum við kjósendur, virðist hins vegar meta það sem svo að það virki vel að láta að því liggja að Píratar stefni að umfangsmiklu atvinnuleysi á Íslandi. Hinum nafnlausu ávirðingum er svo svarað af öðrum nafnleysingja á netinu, nefnilega Dagfara sem skrifar á Hringbraut. Sá segist hafa heimildir fyrir því að „Skrímsladeild Sjálfstæðisflokksins“ hyggist láta til sín taka „og er með mörg verkefni í undirbúningi sem hún hyggst kynna á lokasprettinum fyrir kosningar.Að meðan má sjá færslur Ásmundar og Smára af Facebook. Kosningar 2016 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira
Viðskiptablaðið birtir frásögn sem byggir á myndum sem blaðinu bárust af Smára McCarthy Pírata þar sem hann er að hleypa af hinum ýmsu byssum. Smári hefur vísað þessum tíðindum á bug, það að hann sé mikill áhugamaður um byssur; honum var gert að sækja byssunámskeið þegar hann starfaði í Afganistan.Smári hefur töluverða reynslu af skotvopnumFrásögnin er í véfréttastíl, hefst á því að rifjað er upp að Helgi Hrafn Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Pírata, hafi vakið verulega athygli þegar hann sagðist þekkja ágætlega til smávélbyssanna Hecler & Kock vegna tölvuleikja sem hann hefur spilað. Var það í tengslum við umræðu um fyrirhugaða skotvopnavæðingu lögreglunnar. Týr, hinn nafnlausi pistlahöfundur Viðskiptablaðsins segir að félagi Helga Hrafns, Smári McCarthy hafi hins vegar raunverulega þekkingu á skotvopnum.Mjög hefur færst í aukana, með netvæðingunni, að settur sé fram nafnlaus óhroður. Fáir vita hverjir standa að síðunni Kosningar 2016 en þar eru menn harðir í horn að taka.„Ég vann í Afganistan árið 2009 og fékk meðal annars skotvopnaþjálfun hjá liðþjálfa í bandaríska hernum, enda þurftum við að sjá um okkar eigið öryggi. Þetta var enginn byssutúrismi. Ég hef töluverða reynslu af skotvopnum, og verið á báðum endum þeirra í gegnum ýmsar uppákomur, flestar óskemmtilegar. Þekkjandi þær, vil ég alls ekki að þær séu almennt aðgengilegar í okkar samfélagi, og vil alls ekki að lögreglan gangi almennt með slíkt,“ skrifar Smári á Facebook-síðu sína.Nafnlaus óhróður á netinuFrásögnin hefur vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum og hafa menn á Pírataspjallinu á Facebook hana til marks um kosningabaráttu sem gangi út á að kasta fram ýmsum nafnlausum óhróðri um andstæðinga pólitíska andstæðinga. Píratar velkjast hvergi í vafa um hvað klukkan slær á Viðskiptablaðinu; þar virðast menn þátttakendur í kosningabaráttu fremur en að gefa sig út fyrir að vera hlutlausir í umfjöllun sinni. Þetta er til þess að gera nýtt. Málið var til umfjöllunar á RÚV og segir Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Akureyri, að það veki athygli að íslensk áróðursmyndbönd gegn stjórnarandstöðuflokkunum, sem hafa birst á Facebook, séu nafnlaus. Þetta sé ekki til fyrirmyndar, þetta sé ný þróun í íslenskum stjórnmálum og segist Grétar Þór ekki muna til þess að áróður hafi verið settur fram nafnlaus að neinu marki hingað til á Íslandi.Ein slík síða er á Facebook heitir Kosningar 2016, enginn er skráður fyrir síðunni. En ljóst er að þar beinast spjótin að andstæðingum Sjálfstæðisflokksins. Þar hafa ítrekað verið rifjað upp sex ára ummæli Smára um að ákjósanlegt væri að hér væri 50 prósenta atvinnuleysi. Síðan byggir á myndbandsbrotum og virðist töluvert lagt í vinnsluna. Sjá má myndbandið hér að ofan. Smári hefur fyrir sitt leyti svarað því og sagt orð sín gersamlega slitin úr samhengi.Nafnlausum óhróðri svarað af nafnleysingjaÁsmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er einn þeirra sem hefur vakið athygli á þessum ummælum Smára á sinni Facebooksíðu og kom þar til snarpra orðskipta um hvort þetta megi heita sæmilegt. Ásmundur eigi að vita betur. Þingmaðurinn, sem hefur greint frá því að hann eigi í sérlega miklum og góðum samskiptum við kjósendur, virðist hins vegar meta það sem svo að það virki vel að láta að því liggja að Píratar stefni að umfangsmiklu atvinnuleysi á Íslandi. Hinum nafnlausu ávirðingum er svo svarað af öðrum nafnleysingja á netinu, nefnilega Dagfara sem skrifar á Hringbraut. Sá segist hafa heimildir fyrir því að „Skrímsladeild Sjálfstæðisflokksins“ hyggist láta til sín taka „og er með mörg verkefni í undirbúningi sem hún hyggst kynna á lokasprettinum fyrir kosningar.Að meðan má sjá færslur Ásmundar og Smára af Facebook.
Kosningar 2016 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira