Segir Pírata opinbera sig sem vinstriflokk Snærós Sindradóttir skrifar 17. október 2016 06:45 Píratar vilja byggja stjórnarmyndunarviðræðurnar við fimm grunnáherslumál sín. Þau eru ný stjórnarskrá, auðlindir í almannaþágu, gjaldfrjáls heilbrigðisþjónusta, aukin þátttaka almennings í ákvarðanatöku og átak gegn spillingu. vísir/friðrik þór „Ég myndi segja að þetta útspil þeirra hafi floppað. Viðreisn tekur ekki vel í þetta og Björt framtíð er líka skeptísk á þetta,“ segir Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra um tilboð Pírata til stjórnarandstöðuflokkanna þriggja og Viðreisnar að mynda kosningabandalag og kynna niðurstöðu viðræðnanna tveimur dögum fyrir kjördag. Tillaga Pírata var kynnt á blaðamannafundi í gær þar sem Birgitta Jónsdóttir þingmaður las upp tilkynningu þess efnis að sú hefð hefði skapast í íslenskum stjórnmálum að loforð væru svikin eftir kosningar. Markmið áætlana Pírata sé að kjósendur viti fyrirfram hvað flokkarnir ætli sér að standa við og geti tekið upplýstari ákvörðun um val sitt á kjördag. Þá sagði í yfirlýsingunni að Píratar muni ekki taka þátt í ríkisstjórnarsamstarfi með þeim flokkum sem ekki geti skuldbundið sig til ákveðinna verka fyrir kosningar.Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar.vísir/eyþór„Þeir hafa algjörlega kastað grímunni. Ég held að margir hafi litið svo á að hér væri um einhvern óhefðbundinn flokk að ræða en hér er bara um gamaldags vinstriflokk að ræða,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, varaþingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Hann segir þó ekki koma á óvart ef Viðreisn vill fara í vinstristjórn því þeir hafi ekki farið í felur með að vilja starfa til vinstri. Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar segir að með þessu séu Píratar að stilla Viðreisn upp sem hækju stjórnvalda vegna þess hve erfitt Viðreisn eigi með að svara kalli um stjórnarmyndunarviðræður. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, er ekki alveg sammála því. „Okkur finnst eðlilegt að við sem nýr flokkur stillum upp okkar baráttumálum sem við teljum að eigi erindi við kjósendur. Þetta horfir öðruvísi fyrir okkur en þeim sem eru búnir að vera á þingi. Ég hugsa að við séum kannski harðari á því en einhverjir flokkar að vilja ná okkar stefnumálum fram.“ Þeir stjórnmálamenn sem Fréttablaðið ræddi við voru sammála um hæpið væri að ná að mynda drög að stjórnarsáttmála á næstu þrettán dögum samhliða því að vera í kosningabaráttu, sérstaklega þegar fylgið er á jafn mikilli hreyfingu og raun ber vitni. Innanbúðarmaður í Sjálfstæðisflokknum sagði útspilið hreinan og kláran dónaskap við þá flokka sem boðaðir væru til stjórnarmyndunarinnar. Flokksmenn Samfylkingar virðast þó hvað ánægðastir með framtakið og vilja margir ráðast á fullt í viðræðurnar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar boða fjóra flokka til viðræðna um samstarf Píratar hafa sent forsvarsmönnum Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Samfylkinginnar bréf þar sem Píratar lýsa sig reiðubúna til þess að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður fyrir komandi alþingiskosningar. 16. október 2016 11:19 Útspil Pírata óþörf klækjastjórnmál Píratar hafa boðað formenn fjögurra flokka til fundar við sig um mögulegt stjórnarsamstarf og drög að stjórnarsáttmála sem kynna á tveimur dögum fyrir kosningar. 17. október 2016 06:00 Stjórnarflokkunum ekki boðið: „Furðulegt að ætla að tækla spillingu með flokkum sem hafa verið kenndir við spillingarmál“ Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum er ekki boðið með í þær viðræður sem Píratar ætla sér að fara í við fjóra flokka 16. október 2016 11:45 Formaður Samfylkingarinnar þegar mælt sér mót við Pírata Formenn flokkanna sem fengu boð um viðræður Pírata bregðast við. 16. október 2016 13:32 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Sjá meira
„Ég myndi segja að þetta útspil þeirra hafi floppað. Viðreisn tekur ekki vel í þetta og Björt framtíð er líka skeptísk á þetta,“ segir Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra um tilboð Pírata til stjórnarandstöðuflokkanna þriggja og Viðreisnar að mynda kosningabandalag og kynna niðurstöðu viðræðnanna tveimur dögum fyrir kjördag. Tillaga Pírata var kynnt á blaðamannafundi í gær þar sem Birgitta Jónsdóttir þingmaður las upp tilkynningu þess efnis að sú hefð hefði skapast í íslenskum stjórnmálum að loforð væru svikin eftir kosningar. Markmið áætlana Pírata sé að kjósendur viti fyrirfram hvað flokkarnir ætli sér að standa við og geti tekið upplýstari ákvörðun um val sitt á kjördag. Þá sagði í yfirlýsingunni að Píratar muni ekki taka þátt í ríkisstjórnarsamstarfi með þeim flokkum sem ekki geti skuldbundið sig til ákveðinna verka fyrir kosningar.Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar.vísir/eyþór„Þeir hafa algjörlega kastað grímunni. Ég held að margir hafi litið svo á að hér væri um einhvern óhefðbundinn flokk að ræða en hér er bara um gamaldags vinstriflokk að ræða,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, varaþingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Hann segir þó ekki koma á óvart ef Viðreisn vill fara í vinstristjórn því þeir hafi ekki farið í felur með að vilja starfa til vinstri. Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar segir að með þessu séu Píratar að stilla Viðreisn upp sem hækju stjórnvalda vegna þess hve erfitt Viðreisn eigi með að svara kalli um stjórnarmyndunarviðræður. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, er ekki alveg sammála því. „Okkur finnst eðlilegt að við sem nýr flokkur stillum upp okkar baráttumálum sem við teljum að eigi erindi við kjósendur. Þetta horfir öðruvísi fyrir okkur en þeim sem eru búnir að vera á þingi. Ég hugsa að við séum kannski harðari á því en einhverjir flokkar að vilja ná okkar stefnumálum fram.“ Þeir stjórnmálamenn sem Fréttablaðið ræddi við voru sammála um hæpið væri að ná að mynda drög að stjórnarsáttmála á næstu þrettán dögum samhliða því að vera í kosningabaráttu, sérstaklega þegar fylgið er á jafn mikilli hreyfingu og raun ber vitni. Innanbúðarmaður í Sjálfstæðisflokknum sagði útspilið hreinan og kláran dónaskap við þá flokka sem boðaðir væru til stjórnarmyndunarinnar. Flokksmenn Samfylkingar virðast þó hvað ánægðastir með framtakið og vilja margir ráðast á fullt í viðræðurnar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar boða fjóra flokka til viðræðna um samstarf Píratar hafa sent forsvarsmönnum Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Samfylkinginnar bréf þar sem Píratar lýsa sig reiðubúna til þess að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður fyrir komandi alþingiskosningar. 16. október 2016 11:19 Útspil Pírata óþörf klækjastjórnmál Píratar hafa boðað formenn fjögurra flokka til fundar við sig um mögulegt stjórnarsamstarf og drög að stjórnarsáttmála sem kynna á tveimur dögum fyrir kosningar. 17. október 2016 06:00 Stjórnarflokkunum ekki boðið: „Furðulegt að ætla að tækla spillingu með flokkum sem hafa verið kenndir við spillingarmál“ Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum er ekki boðið með í þær viðræður sem Píratar ætla sér að fara í við fjóra flokka 16. október 2016 11:45 Formaður Samfylkingarinnar þegar mælt sér mót við Pírata Formenn flokkanna sem fengu boð um viðræður Pírata bregðast við. 16. október 2016 13:32 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Sjá meira
Píratar boða fjóra flokka til viðræðna um samstarf Píratar hafa sent forsvarsmönnum Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Samfylkinginnar bréf þar sem Píratar lýsa sig reiðubúna til þess að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður fyrir komandi alþingiskosningar. 16. október 2016 11:19
Útspil Pírata óþörf klækjastjórnmál Píratar hafa boðað formenn fjögurra flokka til fundar við sig um mögulegt stjórnarsamstarf og drög að stjórnarsáttmála sem kynna á tveimur dögum fyrir kosningar. 17. október 2016 06:00
Stjórnarflokkunum ekki boðið: „Furðulegt að ætla að tækla spillingu með flokkum sem hafa verið kenndir við spillingarmál“ Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum er ekki boðið með í þær viðræður sem Píratar ætla sér að fara í við fjóra flokka 16. október 2016 11:45
Formaður Samfylkingarinnar þegar mælt sér mót við Pírata Formenn flokkanna sem fengu boð um viðræður Pírata bregðast við. 16. október 2016 13:32