Skotar stefna á nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Heimir Már Pétursson skrifar 13. október 2016 19:45 Frumvarp um nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands verður lagt fram á skoska þinginu í næstu viku. Forsætisráðherra Skotlands segir forsendur hafa breyst frá síðustu atkvæðagreiðslu vegna ákvörðunar Breta um að segja sig úr Evrópusambandinu. Í þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands frá Bretlandi í september 2014 samþykktu 55,3 prósent kjósenda að vera áfram í sambandinu. Síðan þá hafa Bretar ákveðið í þjóðaratkvæðagreiðslu að segja sig úr Evrópusambandinu sem Skotar vilja hins vegar almennt vera hluti af. Á landsfundi Skoska þjóðarflokksins í dag gagnrýndi Nicola Sturgeon leiðtogi flokksins og forsætisráðherra Skotlands hvernig Íhaldsflokkurinn héldi á útgöngumálinu, eða Brexit. „Hamslaus hægri vængur flokksins hefur notað það sem skálkaskjól fyrir útlendingahræðsluna sem hefur lengi lúrt undir yfirborðinu en er nú öllum augljós. Þeir nota niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem afsökun til að yfirgefa ESB með hraði án þess að hafa til þess umboð og eru staðráðnir að keyra úrsögnina í gegn án tillits til skaðvænlegra afleiðinga þess,“ segir Sturgeon. Þessi stefna væri rekin án tillits til skoskra hagsmuna og því muni fulltrúar Skoska þjóðarflokksins á breska þinginu greiða atkvæði á móti útgöngunni á næsta ári og hvetja aðra þingmenn til að gera það einnig. Úrsögn úr Evrópusambandinu skaðaði efnahagslífið. „Útganga úr ESB með hraði og brotthvarf af sameiginlega markaðnum mun hafa hörmulegar afleiðingar. Fjármálaráðuneytið metur það svo að kostnaðurinn fyrir breskan efnahag nemi 66 milljörðum punda. Um 80 þúsund störf gætu tapast hér í Skotlandi,laun gætu lækkað um tvö þúsund pund og hægjast mun á hagvexti,“ segir Sturgeon. Þegar forsætisráðherrann var í Reykjavík í síðustu viku sagði hún ekki liggja fyrir hvort fram færi ný þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæðis Skotlands. Hins vegar hefðu rökin fyrir sjálfstæði breyst frá því árið 2014. „Aðstæðurnar eru aðrar nú. Það fylgir því mikil óvissa að vera hluti af Stóra-Bretlandi. Ef til vill væri best fyrir Skotland til að tryggja öryggi og stöðugleika með því að verða sjálfstætt ríki. Það er góð og gild spurning,“ sagði forsætisráðherrann í Reykjavík. En í dag tók hún síðan af allan vafa í þessum efnum. „Ég get staðfest nú að frumvarp til laga um þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði verður birt til kynningar og athugasemda í næstu viku,“ sagði Sturgeon við mikinn fögnuð landsfundargesta. Brexit Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
Frumvarp um nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands verður lagt fram á skoska þinginu í næstu viku. Forsætisráðherra Skotlands segir forsendur hafa breyst frá síðustu atkvæðagreiðslu vegna ákvörðunar Breta um að segja sig úr Evrópusambandinu. Í þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands frá Bretlandi í september 2014 samþykktu 55,3 prósent kjósenda að vera áfram í sambandinu. Síðan þá hafa Bretar ákveðið í þjóðaratkvæðagreiðslu að segja sig úr Evrópusambandinu sem Skotar vilja hins vegar almennt vera hluti af. Á landsfundi Skoska þjóðarflokksins í dag gagnrýndi Nicola Sturgeon leiðtogi flokksins og forsætisráðherra Skotlands hvernig Íhaldsflokkurinn héldi á útgöngumálinu, eða Brexit. „Hamslaus hægri vængur flokksins hefur notað það sem skálkaskjól fyrir útlendingahræðsluna sem hefur lengi lúrt undir yfirborðinu en er nú öllum augljós. Þeir nota niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem afsökun til að yfirgefa ESB með hraði án þess að hafa til þess umboð og eru staðráðnir að keyra úrsögnina í gegn án tillits til skaðvænlegra afleiðinga þess,“ segir Sturgeon. Þessi stefna væri rekin án tillits til skoskra hagsmuna og því muni fulltrúar Skoska þjóðarflokksins á breska þinginu greiða atkvæði á móti útgöngunni á næsta ári og hvetja aðra þingmenn til að gera það einnig. Úrsögn úr Evrópusambandinu skaðaði efnahagslífið. „Útganga úr ESB með hraði og brotthvarf af sameiginlega markaðnum mun hafa hörmulegar afleiðingar. Fjármálaráðuneytið metur það svo að kostnaðurinn fyrir breskan efnahag nemi 66 milljörðum punda. Um 80 þúsund störf gætu tapast hér í Skotlandi,laun gætu lækkað um tvö þúsund pund og hægjast mun á hagvexti,“ segir Sturgeon. Þegar forsætisráðherrann var í Reykjavík í síðustu viku sagði hún ekki liggja fyrir hvort fram færi ný þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæðis Skotlands. Hins vegar hefðu rökin fyrir sjálfstæði breyst frá því árið 2014. „Aðstæðurnar eru aðrar nú. Það fylgir því mikil óvissa að vera hluti af Stóra-Bretlandi. Ef til vill væri best fyrir Skotland til að tryggja öryggi og stöðugleika með því að verða sjálfstætt ríki. Það er góð og gild spurning,“ sagði forsætisráðherrann í Reykjavík. En í dag tók hún síðan af allan vafa í þessum efnum. „Ég get staðfest nú að frumvarp til laga um þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði verður birt til kynningar og athugasemda í næstu viku,“ sagði Sturgeon við mikinn fögnuð landsfundargesta.
Brexit Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira