Forsætisráðherra metur arðsemi sjávarútvegs ofar frjálsri samkeppni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. október 2016 07:00 Rætt var um samkeppnisumhverfi í sjávarútvegi á fundi SFÚ og FA. Mynd/FA Fimm af þeim sjö flokkum sem njóta mests fylgis í aðdraganda alþingiskosninga vilja að markaðsverð verði notað sem skiptaverð alls bolfisksafla á Íslandi í stað viðmiðunarverðs Verðlagsstofu skiptaverðs sem er nokkru lægra. Þessu lýstu fulltrúar flokkanna Viðreisnar, Pírata, Bjartrar framtíðar, Samfylkingar og Vinstri grænna á fundi sem Félag atvinnurekenda (FA) og Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda (SFÚ) héldu í gær. Páll Magnússon, fulltrúi Sjálfstæðisflokks, og Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og fulltrúi Framsóknarflokks, sögðust andvígir þeirri hugmynd. Sigurður Ingi sagði það ekki hlutverk ríkisins að grípa inn í kjaraviðræður sjómanna við útgerðir og Páll Magnússon sagði að svar sitt væri einfaldlega nei. Skiptaverð væri ákveðið í samningum útgerðar við sjómenn. Páll og Sigurður Ingi sögðu jafnframt að varlega ætti að fara í breytingar í átt að frjálsri samkeppni sökum þess hve arðbær sjávarútvegur er í núverandi ástandi.Össur Skarphéðinsson, þingmaður.vísir/vilhelm„Píratar eru með samþykkta stefnu um að það sé alltaf markaðsverð á öllum fiski,“ sagði Alfa Eymarsdóttir, fulltrúi Pírata. Benedikt Jóhannesson, fulltrúi Viðreisnar, tók í sama streng og sagði að taka ætti upp markaðstengt verð. Það gerðu Björn Valur Gíslason, fulltrúi Vinstri grænna, og Össur Skarphéðinsson, fulltrúi Samfylkingar, einnig. Björt Ólafsdóttir, fulltrúi Bjartrar framtíðar, sagði flokkinn hafa mikinn áhuga á upptöku markaðsverðs sem skiptaverðs.Björt Ólafsdóttir, þingmaður.vísir/anton brinkÍ upphafi fundar hélt Ólafur Arnarson, starfsmaður stjórnar SFÚ, ræðu þar sem hann fór yfir áherslur FA og SFÚ í sjávarútvegsmálum og vandaði forsætisráðherra ekki kveðjurnar fyrir störf hans í sjávarútvegsráðuneytinu meginþorra kjörtímabils. Sagði Ólafur að þrátt fyrir að afurðir SFÚ skiluðu hæstu verði væru fyrirtækin neydd til að kaupa sínar afurðir á allt að helmingi hærra verði en vinnslur lóðrétt samþættra útgerða, það er fyrirtækja sem bæði veiða og verka. Benti hann á að umræddar útgerðir hefðu á síðustu árum hafið að kaupa einnig fisk á fiskmarkaði, allt að helming alls þorsks, og skapað þannig skort. „Íslenskir fiskmarkaðir eru orðnir skortmarkaðir með himinháu verði,“ sagði Ólafur. Hann sagði Samkeppniseftirlitið ítrekað hafa bent ríkinu á nauðsynlegar umbætur í samkeppnisumhverfi sjávarútvegs og nefndi meðal annars álit eftirlitsins frá árinu 2012 þar sem þeim tilmælum var beint til sjávarútvegsráðherra að koma í veg fyrir samkeppnishindranir.Ólafur ArnarssonÓlafur sagði ríkisstjórnarflokkana jafnframt hafna markaðslausnum og heilbrigðri samkeppni. Sagði hann þá Sigurð Inga hafa svikið loforð sem hann gaf á sams konar fundi fyrir síðustu kosningar þar sem hann lýsti vilja sínum til að tryggja að stærri hluti afla færi á markað sem og að vinna að því að hrinda tilmælum Samkeppniseftirlitsins í framkvæmd. Aðspurð um tilmæli Samkeppniseftirlitsins sögðust sömu fimm flokkar hlynntir því að hrinda þeim í framkvæmd. Ríkisstjórnarflokkarnir slógu hins vegar varnagla við því að hlíta tilmælum Samkeppniseftirlitsins og sagði Sigurður Ingi að ekki mætti gera breytingar sem kollvörpuðu kerfinu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Sjá meira
Fimm af þeim sjö flokkum sem njóta mests fylgis í aðdraganda alþingiskosninga vilja að markaðsverð verði notað sem skiptaverð alls bolfisksafla á Íslandi í stað viðmiðunarverðs Verðlagsstofu skiptaverðs sem er nokkru lægra. Þessu lýstu fulltrúar flokkanna Viðreisnar, Pírata, Bjartrar framtíðar, Samfylkingar og Vinstri grænna á fundi sem Félag atvinnurekenda (FA) og Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda (SFÚ) héldu í gær. Páll Magnússon, fulltrúi Sjálfstæðisflokks, og Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og fulltrúi Framsóknarflokks, sögðust andvígir þeirri hugmynd. Sigurður Ingi sagði það ekki hlutverk ríkisins að grípa inn í kjaraviðræður sjómanna við útgerðir og Páll Magnússon sagði að svar sitt væri einfaldlega nei. Skiptaverð væri ákveðið í samningum útgerðar við sjómenn. Páll og Sigurður Ingi sögðu jafnframt að varlega ætti að fara í breytingar í átt að frjálsri samkeppni sökum þess hve arðbær sjávarútvegur er í núverandi ástandi.Össur Skarphéðinsson, þingmaður.vísir/vilhelm„Píratar eru með samþykkta stefnu um að það sé alltaf markaðsverð á öllum fiski,“ sagði Alfa Eymarsdóttir, fulltrúi Pírata. Benedikt Jóhannesson, fulltrúi Viðreisnar, tók í sama streng og sagði að taka ætti upp markaðstengt verð. Það gerðu Björn Valur Gíslason, fulltrúi Vinstri grænna, og Össur Skarphéðinsson, fulltrúi Samfylkingar, einnig. Björt Ólafsdóttir, fulltrúi Bjartrar framtíðar, sagði flokkinn hafa mikinn áhuga á upptöku markaðsverðs sem skiptaverðs.Björt Ólafsdóttir, þingmaður.vísir/anton brinkÍ upphafi fundar hélt Ólafur Arnarson, starfsmaður stjórnar SFÚ, ræðu þar sem hann fór yfir áherslur FA og SFÚ í sjávarútvegsmálum og vandaði forsætisráðherra ekki kveðjurnar fyrir störf hans í sjávarútvegsráðuneytinu meginþorra kjörtímabils. Sagði Ólafur að þrátt fyrir að afurðir SFÚ skiluðu hæstu verði væru fyrirtækin neydd til að kaupa sínar afurðir á allt að helmingi hærra verði en vinnslur lóðrétt samþættra útgerða, það er fyrirtækja sem bæði veiða og verka. Benti hann á að umræddar útgerðir hefðu á síðustu árum hafið að kaupa einnig fisk á fiskmarkaði, allt að helming alls þorsks, og skapað þannig skort. „Íslenskir fiskmarkaðir eru orðnir skortmarkaðir með himinháu verði,“ sagði Ólafur. Hann sagði Samkeppniseftirlitið ítrekað hafa bent ríkinu á nauðsynlegar umbætur í samkeppnisumhverfi sjávarútvegs og nefndi meðal annars álit eftirlitsins frá árinu 2012 þar sem þeim tilmælum var beint til sjávarútvegsráðherra að koma í veg fyrir samkeppnishindranir.Ólafur ArnarssonÓlafur sagði ríkisstjórnarflokkana jafnframt hafna markaðslausnum og heilbrigðri samkeppni. Sagði hann þá Sigurð Inga hafa svikið loforð sem hann gaf á sams konar fundi fyrir síðustu kosningar þar sem hann lýsti vilja sínum til að tryggja að stærri hluti afla færi á markað sem og að vinna að því að hrinda tilmælum Samkeppniseftirlitsins í framkvæmd. Aðspurð um tilmæli Samkeppniseftirlitsins sögðust sömu fimm flokkar hlynntir því að hrinda þeim í framkvæmd. Ríkisstjórnarflokkarnir slógu hins vegar varnagla við því að hlíta tilmælum Samkeppniseftirlitsins og sagði Sigurður Ingi að ekki mætti gera breytingar sem kollvörpuðu kerfinu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Sjá meira