Kjörstöðum lokað og talning atkvæða hafin Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. október 2016 22:15 Frá talningu atkvæða í Ráðhúsi Reykjavíkur. vísir/jói k Kjörstaðir lokuðu nú klukkan 22 og er talning atkvæða hafin. Klukkan 21 höfðu 58.474 kosið í Reykjavík sem er örlítið meira en á sama tíma í alþingiskosningunum 2013. Kjörsókn á landinu öllu hefur verið svipuð eða örlítið lakari á landinu öllu en 2013 en þá höfðu aldrei færri kosið í þingkosningum. Kosningarnar nú eru þær 22. frá stofnun lýðveldisins árið 1944. Tólf flokkar eru í framboði en ef marka má kannanir munu sjö flokkar ná mönnum inn á þing. Þar af er einn nýr flokkur, Viðreisn. Skoðanakönnun Gallup deginum fyrir kjördag hefur sögulega gefið nokkuð góða mynd af því hvernig kosningarnar fara. Í könnun fyrirtækisins í gær mældist Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur eða með 27 prósent fylgi. Píratar voru næststærstir með 18 prósent fylgi. Vinstri græn komu í þriðja sæti með 16,5 prósent og þar á eftir fylgdi Framsóknarflokkurinn með 9,3 prósent. Viðreisn mældist með tæp 9 prósent, Samfylkingin 7,4 prósent og Björt framtíð með 6,8 prósent.Innsigli kjörstjórnar í Reykjavík.vísir/jói kFrá talningu atkvæða í Brekkuskóla á Akureyri.vísir/svenni Kosningar 2016 Tengdar fréttir Þjóðin klár fyrir kosningavöku: Kominn með þvaglegg og ætlar ekki að missa af einni mínútu Fyrstu kjörstaðir landsins voru opnaðir klukkan níu í morgun og hefur dagurinn verið annasamur á kjörstöðum um land allt. 29. október 2016 20:15 Í beinni: Landsmenn ganga til kosninga Vísir greinir frá öllu því sem gerist á kjördag um leið og það gerist. 29. október 2016 07:30 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Kjörstaðir lokuðu nú klukkan 22 og er talning atkvæða hafin. Klukkan 21 höfðu 58.474 kosið í Reykjavík sem er örlítið meira en á sama tíma í alþingiskosningunum 2013. Kjörsókn á landinu öllu hefur verið svipuð eða örlítið lakari á landinu öllu en 2013 en þá höfðu aldrei færri kosið í þingkosningum. Kosningarnar nú eru þær 22. frá stofnun lýðveldisins árið 1944. Tólf flokkar eru í framboði en ef marka má kannanir munu sjö flokkar ná mönnum inn á þing. Þar af er einn nýr flokkur, Viðreisn. Skoðanakönnun Gallup deginum fyrir kjördag hefur sögulega gefið nokkuð góða mynd af því hvernig kosningarnar fara. Í könnun fyrirtækisins í gær mældist Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur eða með 27 prósent fylgi. Píratar voru næststærstir með 18 prósent fylgi. Vinstri græn komu í þriðja sæti með 16,5 prósent og þar á eftir fylgdi Framsóknarflokkurinn með 9,3 prósent. Viðreisn mældist með tæp 9 prósent, Samfylkingin 7,4 prósent og Björt framtíð með 6,8 prósent.Innsigli kjörstjórnar í Reykjavík.vísir/jói kFrá talningu atkvæða í Brekkuskóla á Akureyri.vísir/svenni
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Þjóðin klár fyrir kosningavöku: Kominn með þvaglegg og ætlar ekki að missa af einni mínútu Fyrstu kjörstaðir landsins voru opnaðir klukkan níu í morgun og hefur dagurinn verið annasamur á kjörstöðum um land allt. 29. október 2016 20:15 Í beinni: Landsmenn ganga til kosninga Vísir greinir frá öllu því sem gerist á kjördag um leið og það gerist. 29. október 2016 07:30 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Þjóðin klár fyrir kosningavöku: Kominn með þvaglegg og ætlar ekki að missa af einni mínútu Fyrstu kjörstaðir landsins voru opnaðir klukkan níu í morgun og hefur dagurinn verið annasamur á kjörstöðum um land allt. 29. október 2016 20:15
Í beinni: Landsmenn ganga til kosninga Vísir greinir frá öllu því sem gerist á kjördag um leið og það gerist. 29. október 2016 07:30