Mikið flakk á kjósendum á síðustu metrunum Heimir Már Pétursson skrifar 27. október 2016 19:30 Núverandi stjórnarandstöðuflokkar gætu ekki myndað meirihluta á Alþingi samkvæmt nýjustu könnun Stöðvar 2, Fréttablaðsins og Vísis. Þeir fengju 30 þingmenn en 32 þarf til að mynda lágmarks meirihluta á Alþingi. Meirihluti núverandi stjórnarflokka er einnig fallinn samkvæmt könnuninni. Framsóknarflokkurinn mælist nú með 9,9 prósent fylgi tapar miklu frá síðustu kosningum og færi úr 19 þingmönnum í 8. Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með 27,3 prósent sem er nánast sama fylgið og í kosningunum 2013 og fengi 18 þingmenn. Samfylkingin tapaði miklu fylgi í kosningunum 2013 og tapar enn meiru nú , með 5,7 prósent tapar sex þingmönnum og kæmi aðeins 4 mönnum á þing. Vinstri græn vinna mikið á og mælast nú með 16,4 prósent og fengju 11 þingmenn en eru nú með 7. Björt framtíð er tæpum tveimur prósentustigum undir kjörfylgi sínu og er nú með 6,3 prósent, tapar 2 þingmönnum og fengi fjóra þingmenn. Allt stefnir í sigur hjá Pírötum þótt fylgið hafi dalað frá því það var mest í könnunum. Þeir mælast nú með 18,4 prósent og fengju 12 þingmenn, bættu við sig 9. Viðreisn er með svipað fylgi og í síðustu könnun okkar eða 10,5 prósent og fengi 7 menn á þing.Þingmannafjöldi miðað við nýjustu könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var 25. og 26. október.Hvorki stjórnarflokkarnir né núverandi stjórnarandstöðuflokkar gætu myndað meirihluta Ef þetta yrðu úrslit kosninganna á laugardag myndi samsetning þingflokka breytast mikið á Alþingi. Stjórnarflokkarnir færu sameiginlega úr 38 þingmönnum í 26 og stjórnin þar með fallinn. En stjórnarandstaðan færi úr 25 þingmönnum í 37 þingmenn að þingmönnum Viðreisnar meðtöldum. Þetta þýðir að núverandi stjórnarandstöðuflokkar gætu ekki myndað meirihluta með sína 30 þingmenn og þyrftu því á Viðreisn að halda í fimm flokka stjórn eða eitthvað annað stjórnarmynstur þyrfti til að ná að fara yfir 32 þingmanna meirihluta á Alþingi. Í þessari könnun koma einnig fram fróðlegar upplýsingar um frá hverjum og til hverra fylgið er að fara miðað við síðustu kosningar árið 2013. En úrtakið var óvenju stórt, eða 2.006 manns á kosningaaldri, 1.564 svöruðu, en 642 neituðu að svara og var svarhlutfallið því 70,9 prósent. Á meðfylgjandi myndum má annars vegar sjá niðurstöðu könnunarinnar miðað við fylgi flokkanna í síðustu kosningum og hins vegar hvernig kjósendur flokkanna í kosningunum 2013 ætla að kjósa á laugardaginn. Fletta má í gegnum myndirnar hér að neðan með því að smella á myndina. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn með afgerandi forystu Sjálfstæðisflokkurinn er með tæplega fimm prósentustiga forskot á Pírata í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Þingmaður Samfylkingar segir flokkinn ekki geta tekið þátt í stjórn með óbreytt fylgi. 26. október 2016 00:15 Samfylkingin og Björt framtíð gætu dottið út af þingi 26. október 2016 19:30 Sjálfstæðisflokkurinn stærstur og Samfylkingin minnst samkvæmt nýrri könnun MMR Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti stjórnmálaflokkur landsins samkvæmt nýrri könnun MMR á fylgi flokka sem gerð var dagana 19. til 26. október. 26. október 2016 12:50 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu Sjá meira
Núverandi stjórnarandstöðuflokkar gætu ekki myndað meirihluta á Alþingi samkvæmt nýjustu könnun Stöðvar 2, Fréttablaðsins og Vísis. Þeir fengju 30 þingmenn en 32 þarf til að mynda lágmarks meirihluta á Alþingi. Meirihluti núverandi stjórnarflokka er einnig fallinn samkvæmt könnuninni. Framsóknarflokkurinn mælist nú með 9,9 prósent fylgi tapar miklu frá síðustu kosningum og færi úr 19 þingmönnum í 8. Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með 27,3 prósent sem er nánast sama fylgið og í kosningunum 2013 og fengi 18 þingmenn. Samfylkingin tapaði miklu fylgi í kosningunum 2013 og tapar enn meiru nú , með 5,7 prósent tapar sex þingmönnum og kæmi aðeins 4 mönnum á þing. Vinstri græn vinna mikið á og mælast nú með 16,4 prósent og fengju 11 þingmenn en eru nú með 7. Björt framtíð er tæpum tveimur prósentustigum undir kjörfylgi sínu og er nú með 6,3 prósent, tapar 2 þingmönnum og fengi fjóra þingmenn. Allt stefnir í sigur hjá Pírötum þótt fylgið hafi dalað frá því það var mest í könnunum. Þeir mælast nú með 18,4 prósent og fengju 12 þingmenn, bættu við sig 9. Viðreisn er með svipað fylgi og í síðustu könnun okkar eða 10,5 prósent og fengi 7 menn á þing.Þingmannafjöldi miðað við nýjustu könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var 25. og 26. október.Hvorki stjórnarflokkarnir né núverandi stjórnarandstöðuflokkar gætu myndað meirihluta Ef þetta yrðu úrslit kosninganna á laugardag myndi samsetning þingflokka breytast mikið á Alþingi. Stjórnarflokkarnir færu sameiginlega úr 38 þingmönnum í 26 og stjórnin þar með fallinn. En stjórnarandstaðan færi úr 25 þingmönnum í 37 þingmenn að þingmönnum Viðreisnar meðtöldum. Þetta þýðir að núverandi stjórnarandstöðuflokkar gætu ekki myndað meirihluta með sína 30 þingmenn og þyrftu því á Viðreisn að halda í fimm flokka stjórn eða eitthvað annað stjórnarmynstur þyrfti til að ná að fara yfir 32 þingmanna meirihluta á Alþingi. Í þessari könnun koma einnig fram fróðlegar upplýsingar um frá hverjum og til hverra fylgið er að fara miðað við síðustu kosningar árið 2013. En úrtakið var óvenju stórt, eða 2.006 manns á kosningaaldri, 1.564 svöruðu, en 642 neituðu að svara og var svarhlutfallið því 70,9 prósent. Á meðfylgjandi myndum má annars vegar sjá niðurstöðu könnunarinnar miðað við fylgi flokkanna í síðustu kosningum og hins vegar hvernig kjósendur flokkanna í kosningunum 2013 ætla að kjósa á laugardaginn. Fletta má í gegnum myndirnar hér að neðan með því að smella á myndina.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn með afgerandi forystu Sjálfstæðisflokkurinn er með tæplega fimm prósentustiga forskot á Pírata í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Þingmaður Samfylkingar segir flokkinn ekki geta tekið þátt í stjórn með óbreytt fylgi. 26. október 2016 00:15 Samfylkingin og Björt framtíð gætu dottið út af þingi 26. október 2016 19:30 Sjálfstæðisflokkurinn stærstur og Samfylkingin minnst samkvæmt nýrri könnun MMR Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti stjórnmálaflokkur landsins samkvæmt nýrri könnun MMR á fylgi flokka sem gerð var dagana 19. til 26. október. 26. október 2016 12:50 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu Sjá meira
Sjálfstæðismenn með afgerandi forystu Sjálfstæðisflokkurinn er með tæplega fimm prósentustiga forskot á Pírata í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Þingmaður Samfylkingar segir flokkinn ekki geta tekið þátt í stjórn með óbreytt fylgi. 26. október 2016 00:15
Sjálfstæðisflokkurinn stærstur og Samfylkingin minnst samkvæmt nýrri könnun MMR Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti stjórnmálaflokkur landsins samkvæmt nýrri könnun MMR á fylgi flokka sem gerð var dagana 19. til 26. október. 26. október 2016 12:50