Tvö af stærstu liðum heims vilja fá Dag Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. október 2016 18:30 Dagur Sigurðsson gæti tekið við Veszprém eða PSG. vísir/getty Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landsliðsins í handbolta, er með tilboð í höndunum frá tveimur stærstu liðum heims; Veszprém í Ungverjalandi og Paris Saint-Germain í Frakklandi, samkvæmt heimildum íþróttadeildar.Eins og Vísir greindi frá í dag gæti Dagur Sigurðsson hætt með þýska landsliðið næsta sumar en þetta kom fram í þýskum fjölmiðlum í dag. Hann tók við þýska liðinu fyrir tveimur árum og gerði það í ár að Evrópumeisturum auk þess sem hann vann brons á Ólympíuleikunum í Ríó. Dagur sagði í einkaviðtali við íþróttadeild fyrir helgi að hann væri í viðræðum við þýska sambandið um samningsmál sín. Hann er samningsbundinn til 2020 en klásúla er í samningnum þess efnis að báðir aðilar gátu sest að samningaborðinu í haust. „Það er í ferli. Hvort ég sjái það fyrir mér að vera þarna næstu 2-3 árin er erfitt að segja. Þegar vel gengur er kroppað í mann úr ýmsum áttum. Það getur alveg farið í allar áttir,“ sagði Dagur við íþróttadeild.Aron Pálmarsson gæti aftur fengið íslenskan þjálfara.vísir/gettyXabi eða Noka þurfa að víkja Það eru engin smálið sem eru að kroppa í Dag og eru búin að gera honum samningstilboð, samkvæmt heimildum íþróttadeildar. Veszprém hefur í áratugi verið eitt af bestu liðum Evrópu. Það er búið að vinna ungversku úrvalsdeildina tíu ár í röð og 24 sinnum alls. Þá komst það í úrslitaleik Meistaradeildarinnar bæði í ár og í fyrra en tapaði í bæði skiptin. Aron Pálmarsson, landsliðsmaður Íslands, er á mála hjá Vezprém en hann var valinn besti leikmaður úrslitahelgarinnar í Meistaradeildinni í maí þrátt fyrir tap liðsins. Þjálfari Veszprém er Spánverjinn Xavi Sabate sem einnig þjálfar ungverska landsliðið. Paris Saint-Germain varð nýlega stórveldi í evrópskum handbolta þegar sömu fjárfestar og eiga fótboltalið borgarinnar byrjuðu að dæla peningum í það. Það hefur unnið frönsku 1. deildina þrisvar sinnum á síðustu fjórum leiktíðum en á enn eftir að spila til úrslita í Meistaradeildinni. Þjálfari PSG er hinn 66 ára gamli Noka Serdarusic sem áður þjálfaði Kiel með frábærum árangri í fimmtán ár. Hann tók við Parísarliðinu í fyrra en tókst ekki að vinna Meistaradeildina sem er skýrt markmið liðsins. Dagur mun alltaf klára heimsmeistaramótið með Þýskalandi í Frakklandi í janúar en eftir það gæti hann tekið við öðru hvoru þessara stórliða næsta sumar. Handbolti Tengdar fréttir Þýskir fjölmiðlar: Dagur gæti hætt næsta sumar Viðræður um áframhaldandi samstarf fram yfir Ólympíuleikana 2020 eru í gangi. En Dagur gæti gengið frá borði næsta sumar. 26. október 2016 09:30 Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Sjá meira
Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landsliðsins í handbolta, er með tilboð í höndunum frá tveimur stærstu liðum heims; Veszprém í Ungverjalandi og Paris Saint-Germain í Frakklandi, samkvæmt heimildum íþróttadeildar.Eins og Vísir greindi frá í dag gæti Dagur Sigurðsson hætt með þýska landsliðið næsta sumar en þetta kom fram í þýskum fjölmiðlum í dag. Hann tók við þýska liðinu fyrir tveimur árum og gerði það í ár að Evrópumeisturum auk þess sem hann vann brons á Ólympíuleikunum í Ríó. Dagur sagði í einkaviðtali við íþróttadeild fyrir helgi að hann væri í viðræðum við þýska sambandið um samningsmál sín. Hann er samningsbundinn til 2020 en klásúla er í samningnum þess efnis að báðir aðilar gátu sest að samningaborðinu í haust. „Það er í ferli. Hvort ég sjái það fyrir mér að vera þarna næstu 2-3 árin er erfitt að segja. Þegar vel gengur er kroppað í mann úr ýmsum áttum. Það getur alveg farið í allar áttir,“ sagði Dagur við íþróttadeild.Aron Pálmarsson gæti aftur fengið íslenskan þjálfara.vísir/gettyXabi eða Noka þurfa að víkja Það eru engin smálið sem eru að kroppa í Dag og eru búin að gera honum samningstilboð, samkvæmt heimildum íþróttadeildar. Veszprém hefur í áratugi verið eitt af bestu liðum Evrópu. Það er búið að vinna ungversku úrvalsdeildina tíu ár í röð og 24 sinnum alls. Þá komst það í úrslitaleik Meistaradeildarinnar bæði í ár og í fyrra en tapaði í bæði skiptin. Aron Pálmarsson, landsliðsmaður Íslands, er á mála hjá Vezprém en hann var valinn besti leikmaður úrslitahelgarinnar í Meistaradeildinni í maí þrátt fyrir tap liðsins. Þjálfari Veszprém er Spánverjinn Xavi Sabate sem einnig þjálfar ungverska landsliðið. Paris Saint-Germain varð nýlega stórveldi í evrópskum handbolta þegar sömu fjárfestar og eiga fótboltalið borgarinnar byrjuðu að dæla peningum í það. Það hefur unnið frönsku 1. deildina þrisvar sinnum á síðustu fjórum leiktíðum en á enn eftir að spila til úrslita í Meistaradeildinni. Þjálfari PSG er hinn 66 ára gamli Noka Serdarusic sem áður þjálfaði Kiel með frábærum árangri í fimmtán ár. Hann tók við Parísarliðinu í fyrra en tókst ekki að vinna Meistaradeildina sem er skýrt markmið liðsins. Dagur mun alltaf klára heimsmeistaramótið með Þýskalandi í Frakklandi í janúar en eftir það gæti hann tekið við öðru hvoru þessara stórliða næsta sumar.
Handbolti Tengdar fréttir Þýskir fjölmiðlar: Dagur gæti hætt næsta sumar Viðræður um áframhaldandi samstarf fram yfir Ólympíuleikana 2020 eru í gangi. En Dagur gæti gengið frá borði næsta sumar. 26. október 2016 09:30 Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Sjá meira
Þýskir fjölmiðlar: Dagur gæti hætt næsta sumar Viðræður um áframhaldandi samstarf fram yfir Ólympíuleikana 2020 eru í gangi. En Dagur gæti gengið frá borði næsta sumar. 26. október 2016 09:30