Suðvesturkjördæmi: Segir stöðugan gjaldmiðil stuðla að betra húsnæðiskerfi Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. október 2016 07:00 Eitt af sex sveitarfélögum í Suðvesturkjördæmi er Hafnarfjörður. Formaður bæjarráðs vill að hugað sé að atvinnulífi og þekkingarstörfum í kjördæminu. Það sé líka brýnt að tryggja samgöngur milli sveitarfélaga. vísir/daníel Suðvesturkjördæmi er fjölmennasta kjördæmið á landinu. Á kjörskrá eru rúmlega 68 þúsund manns. Kjördæmið hefur lengi verið eitt sterkasta vígi Sjálfstæðisflokksins og á flokkurinn núna fimm af þrettán þingmönnum kjördæmisins. Sveitarfélögin í kjördæminu eru Hafnarfjörður, Garðabær, Kópavogur, Seltjarnarnes, Mosfellsbær og Kjósarhreppur. Í fimm af þessum sex sveitarfélögum á Sjálfstæðisflokkurinn aðild að meirihlutastjórn eða meirihlutinn er skipaður Sjálfstæðismönnum eingöngu. Flestir þeir sem Fréttablaðið hefur rætt við í Norðvestur-, Norðaustur- og Suðurkjördæmi segjast vilja sjá atvinnumál og samgöngumál sem helstu áhersluatriði kosningabaráttunnar. Mikil áhersla virðist einnig lögð á það í Suðvesturkjördæmi.Kjósarhreppur er minnsta sveitarfélagið í Suðvesturkjördæmi. Guðný G. Ívarsdóttir sveitarstjóri segir áhersluna í sveitarfélaginu vera á lagningu hitaveitu og verið sé að ljósleiðaravæða í leiðinni. „Svo brenna vegamálin á okkur,“ segir hún. Nú sé verið að vinna við Kjósarskarðsveg, sem íbúar í Kjósinni hafi barist fyrir lengi. „Það er byrjað að leggja á hann bundið slitlag og vonast eftir að það verði klárað. Síðan er það að klára Eyrarfjallsveginn, að setja á hann bundið slitlag,“ segir Guðný. Hún segir það einnig orðið knýjandi að breikka brú þar sem þjóðvegur fer yfir Laxá í Kjós. „Á síðustu árum hefur orðið mikil aukning á ferðamönnum í Kjósinni. Ferðamenn standa á einbreiðri Laxárbrúnni og virða fyrir sé Laxfoss og umhverfið. Brúin, eins og hún er nú, er mikil slysagildra.“ Guðlaug Kristjánsdóttir, fyrrverandi formaður Bandalags háskólamanna, hefur verið bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar og formaður bæjarráðs í Hafnarfirði frá vorinu 2014. Hún nefnir málefni ungs fólks þegar hún er spurð hvaða málefni brenni helst á henni fyrir þessar kosningar. Í fyrsta lagi sé þar vert að hugsa um fæðingarorlofið. „Það þarf að gera það bærilegra og loka bilinu milli fæðingarorlofs og leikskóla,“ segir hún. Ríki og sveitarfélög þurfi að vinna saman að fjármögnun þess. „Húsnæðismálin tala beint við unga fólkið líka og þar þurfum við stöðugan gjaldmiðil og heilbrigðara vaxtaumhverfi af því að það er grunnurinn að öllu í sambandi við húsnæðismál, hvort sem það eru lánin eða byggingarkostnaður eða hvað sem það nú er,“ segir hún. Guðlaug segir líka brýnt að huga að atvinnulífi og þekkingarstörfum í Kraganum. „Það þarf að leggja áherslu á nýsköpun og þróun í atvinnumálum,“ segir hún. Þá nefnir hún samgöngur, enda sé stórhöfuðborgarsvæðið eitt atvinnusvæði. „Það þarf að vinna áfram borgarlínuna þannig að Hafnfirðingar, til dæmis, séu fljótir að komast á milli bæja.“ Greiðari umferð hafi jákvæð áhrif á allt daglegt líf og fjölskyldulíf. „Eina trúverðuga leiðin til þess að létta á samgöngum eru almenningssamgöngurnar. Og við í Hafnarfirði þurfum öruggar vegtengingar við Reykjanesbrautina, eins og hjá Krýsuvíkurveginum.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Sjá meira
Suðvesturkjördæmi er fjölmennasta kjördæmið á landinu. Á kjörskrá eru rúmlega 68 þúsund manns. Kjördæmið hefur lengi verið eitt sterkasta vígi Sjálfstæðisflokksins og á flokkurinn núna fimm af þrettán þingmönnum kjördæmisins. Sveitarfélögin í kjördæminu eru Hafnarfjörður, Garðabær, Kópavogur, Seltjarnarnes, Mosfellsbær og Kjósarhreppur. Í fimm af þessum sex sveitarfélögum á Sjálfstæðisflokkurinn aðild að meirihlutastjórn eða meirihlutinn er skipaður Sjálfstæðismönnum eingöngu. Flestir þeir sem Fréttablaðið hefur rætt við í Norðvestur-, Norðaustur- og Suðurkjördæmi segjast vilja sjá atvinnumál og samgöngumál sem helstu áhersluatriði kosningabaráttunnar. Mikil áhersla virðist einnig lögð á það í Suðvesturkjördæmi.Kjósarhreppur er minnsta sveitarfélagið í Suðvesturkjördæmi. Guðný G. Ívarsdóttir sveitarstjóri segir áhersluna í sveitarfélaginu vera á lagningu hitaveitu og verið sé að ljósleiðaravæða í leiðinni. „Svo brenna vegamálin á okkur,“ segir hún. Nú sé verið að vinna við Kjósarskarðsveg, sem íbúar í Kjósinni hafi barist fyrir lengi. „Það er byrjað að leggja á hann bundið slitlag og vonast eftir að það verði klárað. Síðan er það að klára Eyrarfjallsveginn, að setja á hann bundið slitlag,“ segir Guðný. Hún segir það einnig orðið knýjandi að breikka brú þar sem þjóðvegur fer yfir Laxá í Kjós. „Á síðustu árum hefur orðið mikil aukning á ferðamönnum í Kjósinni. Ferðamenn standa á einbreiðri Laxárbrúnni og virða fyrir sé Laxfoss og umhverfið. Brúin, eins og hún er nú, er mikil slysagildra.“ Guðlaug Kristjánsdóttir, fyrrverandi formaður Bandalags háskólamanna, hefur verið bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar og formaður bæjarráðs í Hafnarfirði frá vorinu 2014. Hún nefnir málefni ungs fólks þegar hún er spurð hvaða málefni brenni helst á henni fyrir þessar kosningar. Í fyrsta lagi sé þar vert að hugsa um fæðingarorlofið. „Það þarf að gera það bærilegra og loka bilinu milli fæðingarorlofs og leikskóla,“ segir hún. Ríki og sveitarfélög þurfi að vinna saman að fjármögnun þess. „Húsnæðismálin tala beint við unga fólkið líka og þar þurfum við stöðugan gjaldmiðil og heilbrigðara vaxtaumhverfi af því að það er grunnurinn að öllu í sambandi við húsnæðismál, hvort sem það eru lánin eða byggingarkostnaður eða hvað sem það nú er,“ segir hún. Guðlaug segir líka brýnt að huga að atvinnulífi og þekkingarstörfum í Kraganum. „Það þarf að leggja áherslu á nýsköpun og þróun í atvinnumálum,“ segir hún. Þá nefnir hún samgöngur, enda sé stórhöfuðborgarsvæðið eitt atvinnusvæði. „Það þarf að vinna áfram borgarlínuna þannig að Hafnfirðingar, til dæmis, séu fljótir að komast á milli bæja.“ Greiðari umferð hafi jákvæð áhrif á allt daglegt líf og fjölskyldulíf. „Eina trúverðuga leiðin til þess að létta á samgöngum eru almenningssamgöngurnar. Og við í Hafnarfirði þurfum öruggar vegtengingar við Reykjanesbrautina, eins og hjá Krýsuvíkurveginum.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Sjá meira