Opinn fundur um bíllausan lífstíl: „Verstu stundir vikunnar eiga sér stað inni í bíl“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 25. október 2016 17:00 Björn Teitsson er formaður Samtaka um bíllausan lífstíl. Vísir/Pjetur Samtök um bíllausan lífstíl boða til kosningafundar með fulltrúum stjórnmálaflokka sem bjóða fram í komandi alþingiskosningum. Fundurinn verður haldinn í kvöld klukkan átta í Gym & Tonic sal Kex Hostel við Skúlagötu. Björn Teitsson, formaður Samtaka um bíllausan lífstíl, segir að fjölbreyttari samgöngumátar opni margar dyr og skipti meira máli en fólk geri sér almennt grein fyrir. „Fyrir fjölskyldur og einstaklinga skiptir máli að spara sér tíma og pening, sem liggur í augum úti. Fólk sem kannast við að vera fast í umferð er yfirleitt sammála um að verstu stundir vikunnar eiga sér stað inni í bíl,” segir Björn í samtali við Vísi. Hann segir jafnframt að kostirnir við bíllausan lífstíl séu óteljandi fyrir ríki og sveitarfélög. „Með hverjum þeim sem hættir að reiða sig á einkabílinn minnkar hættan á umferðarslysum. Álagið á vegakerfið minnkar og umferðartafir verða færri. Fólk hefur um leið úr meira ráðstöfunarfé að spila sem getur farið í hagkerfið á annan hátt. Hjólandi og gangandi njóta aukinna lífsgæða og heilsu. Þannig mætti áfram telja. Eins og staðan er í dag er nýtni einkabílsins vægast sagt ömurleg, í hverjum einkabíl eru að jafnaði 1,1 til 1,3 – sem sagt bílstjóri er yfirleitt einn í bíl.“Bíllaus lífstíll ofarlega á baugi Björn segir að þessi málefni séu ofarlega á baugi burtséð hvort fólk átti sig á því eða ekki. Hann segir jafnframt að mikilvægasta umhverfis- og utanríkismál Íslands sé að uppfylla ákvæði Parísarsamningsins, og með fjölbreyttari samgöngum sé hægt að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem einkabílar valda. „Með því að byggja þétt og bjóða upp á húsnæði nálægt atvinnu eða skóla er hægt að draga úr umferð og takmarka þörf á einkabílnum. Ferðafólki hefur fjölgað gífurlega á undanförnum hálfa áratug en fjárfestingar í samgöngum hafa staðið í stað. Án þess að gera lítið úr þeirri þörf, þá er hægt að spara gífurlegar fjárhæðir á hverju ári með fjárfestingu í fjölbreyttari samgöngumátum. Hvatakerfi fyrir hjólandi og endurbætur á strætó, sérstaklega á landsbyggðinni, eru þar augljósir kostir. Nú, eða léttlest. Það væri geggjað. Svo eru sjálfkeyrandi bílar skammt undan og ljóst að löggjafarvaldið þarf að veita þeim athygli.“ Ljóst er að samgöngumál eru ofarlega á baugi í hugum kjósenda fyrir kosningar, sértaklega í Reykjavík. Margir telja að bæta þurfi umferðarmannvirki og að almenningssamgöngum sé gert of hátt undir höfði. Aðrir telja að öfugt sé, og að almenningssamgöngur skipti máli fyrir fleiri en fólk gerir sér grein fyrir.Áhugi stjórnmálamanna mismikill Björn segir að stjórnmálaflokkanir hafi yfirleitt stefnu í þeim málaflokkum sem snerta bíllausan lífstíl, svo sem umhverfismálum, samgöngumálum, húsnæðis-, efnahags- og heilbrigðismálum. Hann segir jafnframt að áhugi stjórnmálamanna á málaflokknum sé mismikill. „Á skalanum Bob Dylan vs. Nóbelsverðlaunin til Sævar Helgi Bragason vs. Norðurljósin er áhuginn allt þar á milli ef talað er um manneskjur í stjórnmálum. En fleiri en færri sýna þessu áhuga og það fólk sem sýnir málefninu áhuga á annað borð er fljótt að sannfærast. Þetta er líka svo sjálfsagt mál og auðvelt að heillast. Margt stjórnmálafólk tekur þátt í umræðum um bíllausan lífsstíl á opinberum vettvangi og einnig vettvangi hópsins.“ Opinn kosningafundur Samtaka um bíllausan lífstíl verður eins og áður segir í kvöld klukkan átta á Kex Hostel. Á Facebook síðu viðburðarins er þeirri spurningu velt upp hvað flokkarnir ætli að gera til að stuðla að bíllausum lífstíl. Björn segist ekki búast við því að flugvallardeilan verði leyst á fundinum en hann vilji heyra afstöðu flokkanna til þeirra málefna sem snerta bíllausan lífstíl. „Ekki síst hvort til sé heildarhugsun eða stefna sem snýr að því að fjölga samgöngumátum til að stefna að auknum lífsgæðum. Þar inni spilar margt, fjárfesting í innviðum, þétting byggðar og markmið í takmörkunum á losun gróðurhúsalofttegunda, svo fátt eitt sé nefnt. Svo hlakka ég til að heyra hvernig fulltrúar flokkana komu sér á staðinn. Svarið við því sést hvort það verði bjór í hönd. Það er feitur kostur bíllausa lífsstílsins. Þarft ekki að hafa áhyggjur af því að skilja bíl eftir og ná í hann daginn eftir.“ Fulltrúar sem hafa staðfest mætingu á fundinn eru Óttarr Proppé fyrir hönd Bjartrar Framtíðar, Eva Baldursdóttir fyrir Samfylkingu, Pawel Bartoszek fyrir Viðreisn, Svandís Svavarsdóttir fyrir Vinstri græn, Guðlaugur Þór Þórðarson fyrir Sjálfstæðisflokk og Jón Þór Ólafsson fyrir Pírata. Framsóknarflokkurinn hefur ekki staðfest hver situr fyrir svörum fyrir þeirra hönd. Kosningar 2016 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Fleiri fréttir Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Sjá meira
Samtök um bíllausan lífstíl boða til kosningafundar með fulltrúum stjórnmálaflokka sem bjóða fram í komandi alþingiskosningum. Fundurinn verður haldinn í kvöld klukkan átta í Gym & Tonic sal Kex Hostel við Skúlagötu. Björn Teitsson, formaður Samtaka um bíllausan lífstíl, segir að fjölbreyttari samgöngumátar opni margar dyr og skipti meira máli en fólk geri sér almennt grein fyrir. „Fyrir fjölskyldur og einstaklinga skiptir máli að spara sér tíma og pening, sem liggur í augum úti. Fólk sem kannast við að vera fast í umferð er yfirleitt sammála um að verstu stundir vikunnar eiga sér stað inni í bíl,” segir Björn í samtali við Vísi. Hann segir jafnframt að kostirnir við bíllausan lífstíl séu óteljandi fyrir ríki og sveitarfélög. „Með hverjum þeim sem hættir að reiða sig á einkabílinn minnkar hættan á umferðarslysum. Álagið á vegakerfið minnkar og umferðartafir verða færri. Fólk hefur um leið úr meira ráðstöfunarfé að spila sem getur farið í hagkerfið á annan hátt. Hjólandi og gangandi njóta aukinna lífsgæða og heilsu. Þannig mætti áfram telja. Eins og staðan er í dag er nýtni einkabílsins vægast sagt ömurleg, í hverjum einkabíl eru að jafnaði 1,1 til 1,3 – sem sagt bílstjóri er yfirleitt einn í bíl.“Bíllaus lífstíll ofarlega á baugi Björn segir að þessi málefni séu ofarlega á baugi burtséð hvort fólk átti sig á því eða ekki. Hann segir jafnframt að mikilvægasta umhverfis- og utanríkismál Íslands sé að uppfylla ákvæði Parísarsamningsins, og með fjölbreyttari samgöngum sé hægt að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem einkabílar valda. „Með því að byggja þétt og bjóða upp á húsnæði nálægt atvinnu eða skóla er hægt að draga úr umferð og takmarka þörf á einkabílnum. Ferðafólki hefur fjölgað gífurlega á undanförnum hálfa áratug en fjárfestingar í samgöngum hafa staðið í stað. Án þess að gera lítið úr þeirri þörf, þá er hægt að spara gífurlegar fjárhæðir á hverju ári með fjárfestingu í fjölbreyttari samgöngumátum. Hvatakerfi fyrir hjólandi og endurbætur á strætó, sérstaklega á landsbyggðinni, eru þar augljósir kostir. Nú, eða léttlest. Það væri geggjað. Svo eru sjálfkeyrandi bílar skammt undan og ljóst að löggjafarvaldið þarf að veita þeim athygli.“ Ljóst er að samgöngumál eru ofarlega á baugi í hugum kjósenda fyrir kosningar, sértaklega í Reykjavík. Margir telja að bæta þurfi umferðarmannvirki og að almenningssamgöngum sé gert of hátt undir höfði. Aðrir telja að öfugt sé, og að almenningssamgöngur skipti máli fyrir fleiri en fólk gerir sér grein fyrir.Áhugi stjórnmálamanna mismikill Björn segir að stjórnmálaflokkanir hafi yfirleitt stefnu í þeim málaflokkum sem snerta bíllausan lífstíl, svo sem umhverfismálum, samgöngumálum, húsnæðis-, efnahags- og heilbrigðismálum. Hann segir jafnframt að áhugi stjórnmálamanna á málaflokknum sé mismikill. „Á skalanum Bob Dylan vs. Nóbelsverðlaunin til Sævar Helgi Bragason vs. Norðurljósin er áhuginn allt þar á milli ef talað er um manneskjur í stjórnmálum. En fleiri en færri sýna þessu áhuga og það fólk sem sýnir málefninu áhuga á annað borð er fljótt að sannfærast. Þetta er líka svo sjálfsagt mál og auðvelt að heillast. Margt stjórnmálafólk tekur þátt í umræðum um bíllausan lífsstíl á opinberum vettvangi og einnig vettvangi hópsins.“ Opinn kosningafundur Samtaka um bíllausan lífstíl verður eins og áður segir í kvöld klukkan átta á Kex Hostel. Á Facebook síðu viðburðarins er þeirri spurningu velt upp hvað flokkarnir ætli að gera til að stuðla að bíllausum lífstíl. Björn segist ekki búast við því að flugvallardeilan verði leyst á fundinum en hann vilji heyra afstöðu flokkanna til þeirra málefna sem snerta bíllausan lífstíl. „Ekki síst hvort til sé heildarhugsun eða stefna sem snýr að því að fjölga samgöngumátum til að stefna að auknum lífsgæðum. Þar inni spilar margt, fjárfesting í innviðum, þétting byggðar og markmið í takmörkunum á losun gróðurhúsalofttegunda, svo fátt eitt sé nefnt. Svo hlakka ég til að heyra hvernig fulltrúar flokkana komu sér á staðinn. Svarið við því sést hvort það verði bjór í hönd. Það er feitur kostur bíllausa lífsstílsins. Þarft ekki að hafa áhyggjur af því að skilja bíl eftir og ná í hann daginn eftir.“ Fulltrúar sem hafa staðfest mætingu á fundinn eru Óttarr Proppé fyrir hönd Bjartrar Framtíðar, Eva Baldursdóttir fyrir Samfylkingu, Pawel Bartoszek fyrir Viðreisn, Svandís Svavarsdóttir fyrir Vinstri græn, Guðlaugur Þór Þórðarson fyrir Sjálfstæðisflokk og Jón Þór Ólafsson fyrir Pírata. Framsóknarflokkurinn hefur ekki staðfest hver situr fyrir svörum fyrir þeirra hönd.
Kosningar 2016 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Fleiri fréttir Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Sjá meira