Sjálfstæðisflokknum rústað Grétar H. Óskarsson skrifar 25. október 2016 00:00 Það er ekki öllum gefið að stjórna og leiða stjórnmálaflokk til góðra verka og uppskera aukið fylgi og frekari frama í þjóðlífinu. Leiðtogar Sjálfstæðisflokksins hafa illu heilli eina ferðina enn brugðist vonum vorum, hverjar svo sem væntingar okkar óbreyttra flokksfélaga voru eftir hrunið. Formaður Sjálfstæðisflokksins gekk jafnvel svo langt á fundi flokksmanna í Valhöll að kannast ekki við neitt hrun, þetta hafi bara verið efnahagslægð. Það fór óhugur um fleiri en mig sem sátu undir þessum ummælum. Flestir í salnum hafa án efa tapað stórum fjárhæðum í hruninu og það var forkastanlegt af formanni flokksins að tala niður til okkar og staðhæfa að ekkert hrun hafi orðið. Ein fáránlegasta framganga fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins var að standa fyrir hækkun virðisaukaskatts á mat og bækur. Þar með fékk stjórnarandstaðan ókeypis beitt vopn í hendur til árása á ríkisstjórnina og fjármálaráðherra sérstaklega. Afleiðingarnar létu heldur ekki á sér standa, fylgi Sjálfstæðisflokksins í skoðanakönnunum hríðféll. En hver var tilgangurinn með þessum skattlagningum á mat og bækur? Að auka tekjur í ríkissjóð? Að stýra neyslu almennings til hins betra? Tekjuaukning ríkissjóðs hefur vart verið mælanleg og varla getur það hafa verið ætlun fjármálaráðherra að þvinga þjóðina til þess að borða og lesa minna. Hver var þá tilgangurinn með þessum skattahækkunum? Einnig má spyrja hver var tilgangurinn með að fella niður sykurskattinn? Var það af heilsufarslegum ástæðum til þess að stuðla að offitu og skemmdum tönnum eða af einhverjum duldum orsökum sem almenningur getur hvort sem er ekki skilið? Eftir hrunið var nauðsynlegt að skera niður útgjöld á mörgum sviðum. Nú þegar ræst hefur úr aftur hlýtur það að vera sett í forgang að bæta í þar sem þörfin er brýnust. Áttatíu þúsund manns skrifuðu undir áskorun til ríkisstjórnarinnar um að auka fjárveitingar til heilbrigðiskerfisins, en samkvæmt orðum fjármálaráðherra þá vitum við landsmenn ekki hvað er okkur fyrir bestu. Forgangurinn skal vera þriggja milljarða tekjuafgangur og sjúklingar mega eiga sig og bíða á löngum biðlistum og viðeigandi lyf skulu þeir ekki fá. Og svo voru það kjaramál ellilífeyrisþega, öryrkja og annars „undirmálsfólks“ í þjóðfélaginu: „Fyrir u.þ.b. ári lét Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra íslenska ríkisins, þau boð út ganga að ellilífeyrisþegar skyldu ekki fá bætt eftirlaun sín afturvirkt til átta mánaða eins og aðrir láglaunahópar. En í framhaldinu fengu allir launþegar afturvirkar greiðslur og t.d. ráðherrar tíu mánuði afturvirka, sem gerði hvorki meira né minna en vel á aðra milljón króna. Var stefnuyfirlýsing ríksistjórnarinnar bull og kjaftæði?“ (Hjörleifur Hallgrímsson, MBL 2/4/16) Einnig má spyrja hvar er siðferðisvitund og sjálfsvirðing þeirra stjórnmálamanna sem valist hafa til þess að stjórna landi okkar. „Siðferðisbrestur stjórnmálamanna sem eiga aflandsfélög og eignir í erlendum gjaldeyri felst ekki í eignarhaldinu eða auðlegðinni. Siðferðisbresturinn felst í skilaboðum innanlands um hvað sé almenningi fyrir bestu. Enda er þetta fólk allt krónusinnar í orði en evrusinnar á borði. Það er ekki víst að það þjóni langtímahagsmunum íslensku þjóðarinnar að fara í myntsamstarf um evru. Þvert á móti bendir margt til þess í augnablikinu að ókostirnir sem fylgi slíku séu fleiri en kostirnir. Hins vegar gerum við þá einföldu kröfu til stjórnmálamanna sem tala fyrir ágæti krónunnar að þeir fylgi eigin trúarboðskap. Allt annað er hræsni.“ (Þorbjörn Þórðarson, Fréttablaðið 2/4/16) Hvenær fáum við sjálfstæðismenn flokksforystu sem getur lyft flokknum aftur upp á þann stall sem hann forðum hafði sem langstærsti flokkur landsins og flokkur allra stétta? Höfundur hefur verið flokksbundinn í Sjálfstæðisflokknum í hálfa öld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Það er ekki öllum gefið að stjórna og leiða stjórnmálaflokk til góðra verka og uppskera aukið fylgi og frekari frama í þjóðlífinu. Leiðtogar Sjálfstæðisflokksins hafa illu heilli eina ferðina enn brugðist vonum vorum, hverjar svo sem væntingar okkar óbreyttra flokksfélaga voru eftir hrunið. Formaður Sjálfstæðisflokksins gekk jafnvel svo langt á fundi flokksmanna í Valhöll að kannast ekki við neitt hrun, þetta hafi bara verið efnahagslægð. Það fór óhugur um fleiri en mig sem sátu undir þessum ummælum. Flestir í salnum hafa án efa tapað stórum fjárhæðum í hruninu og það var forkastanlegt af formanni flokksins að tala niður til okkar og staðhæfa að ekkert hrun hafi orðið. Ein fáránlegasta framganga fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins var að standa fyrir hækkun virðisaukaskatts á mat og bækur. Þar með fékk stjórnarandstaðan ókeypis beitt vopn í hendur til árása á ríkisstjórnina og fjármálaráðherra sérstaklega. Afleiðingarnar létu heldur ekki á sér standa, fylgi Sjálfstæðisflokksins í skoðanakönnunum hríðféll. En hver var tilgangurinn með þessum skattlagningum á mat og bækur? Að auka tekjur í ríkissjóð? Að stýra neyslu almennings til hins betra? Tekjuaukning ríkissjóðs hefur vart verið mælanleg og varla getur það hafa verið ætlun fjármálaráðherra að þvinga þjóðina til þess að borða og lesa minna. Hver var þá tilgangurinn með þessum skattahækkunum? Einnig má spyrja hver var tilgangurinn með að fella niður sykurskattinn? Var það af heilsufarslegum ástæðum til þess að stuðla að offitu og skemmdum tönnum eða af einhverjum duldum orsökum sem almenningur getur hvort sem er ekki skilið? Eftir hrunið var nauðsynlegt að skera niður útgjöld á mörgum sviðum. Nú þegar ræst hefur úr aftur hlýtur það að vera sett í forgang að bæta í þar sem þörfin er brýnust. Áttatíu þúsund manns skrifuðu undir áskorun til ríkisstjórnarinnar um að auka fjárveitingar til heilbrigðiskerfisins, en samkvæmt orðum fjármálaráðherra þá vitum við landsmenn ekki hvað er okkur fyrir bestu. Forgangurinn skal vera þriggja milljarða tekjuafgangur og sjúklingar mega eiga sig og bíða á löngum biðlistum og viðeigandi lyf skulu þeir ekki fá. Og svo voru það kjaramál ellilífeyrisþega, öryrkja og annars „undirmálsfólks“ í þjóðfélaginu: „Fyrir u.þ.b. ári lét Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra íslenska ríkisins, þau boð út ganga að ellilífeyrisþegar skyldu ekki fá bætt eftirlaun sín afturvirkt til átta mánaða eins og aðrir láglaunahópar. En í framhaldinu fengu allir launþegar afturvirkar greiðslur og t.d. ráðherrar tíu mánuði afturvirka, sem gerði hvorki meira né minna en vel á aðra milljón króna. Var stefnuyfirlýsing ríksistjórnarinnar bull og kjaftæði?“ (Hjörleifur Hallgrímsson, MBL 2/4/16) Einnig má spyrja hvar er siðferðisvitund og sjálfsvirðing þeirra stjórnmálamanna sem valist hafa til þess að stjórna landi okkar. „Siðferðisbrestur stjórnmálamanna sem eiga aflandsfélög og eignir í erlendum gjaldeyri felst ekki í eignarhaldinu eða auðlegðinni. Siðferðisbresturinn felst í skilaboðum innanlands um hvað sé almenningi fyrir bestu. Enda er þetta fólk allt krónusinnar í orði en evrusinnar á borði. Það er ekki víst að það þjóni langtímahagsmunum íslensku þjóðarinnar að fara í myntsamstarf um evru. Þvert á móti bendir margt til þess í augnablikinu að ókostirnir sem fylgi slíku séu fleiri en kostirnir. Hins vegar gerum við þá einföldu kröfu til stjórnmálamanna sem tala fyrir ágæti krónunnar að þeir fylgi eigin trúarboðskap. Allt annað er hræsni.“ (Þorbjörn Þórðarson, Fréttablaðið 2/4/16) Hvenær fáum við sjálfstæðismenn flokksforystu sem getur lyft flokknum aftur upp á þann stall sem hann forðum hafði sem langstærsti flokkur landsins og flokkur allra stétta? Höfundur hefur verið flokksbundinn í Sjálfstæðisflokknum í hálfa öld.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar