Gamla snyrtitaskan, vinstrimennskan og framtíðin sem við viljum (langflest) Davíð Stefánsson skrifar 24. október 2016 13:30 Alltaf þegar ég kem úr sturtu verð ég svolítið hissa. Ég teygi mig í handklæðið, þurrka mér og teygi mig svo í snyrtitöskuna mína. Þar blasir þetta við:Nú er ég enginn aðdáandi bankakerfisins. Í raun tel ég að eðli peninga og vald fjármálastofnana séu grunnrótin að flestum þeim vanda sem steðjar að heiminum í dag. En ég ætla ekki að skrifa um það; ég ætla að skrifa um þessa snyrtitösku – í bili. Það sem ég furða mig á þegar ég kem úr sturtu er af hverju þessi snyrtitaska frá Búnaðarbankanum er enn í mínum fórum. Hún er ekki frábærlega falleg. Hún er ekki einu sinni mjög praktísk í laginu og rennilásinn getur verið svolítið pirrandi. En það er eitthvað þarna – einhver nostalgía – sem tengir okkur saman. Í kvöld rann upp fyrir mér ljós. Þessi snyrtitaska minnir mig á gamla tíma (samt er ég ekki mjög gamall). Hún minnir mig á þann tíma þegar bankar nutu nánast fullkomins trausts af hálfu flestra Íslendinga.Einu sinni var traust Já, þannig var það nefnilega einu sinni – bankarnir voru stofnanir sem pössuðu upp á peningana okkar. Að fara í bankann var eins og að fara til heimilislæknis sem þú treystir vel eða til stöndugs frænda sem þú vissir að var hlýtt til þín. Þetta hljómar rómantískt, það var það að vissu leyti. Samt er óþarfi að gera málið of rósrautt – margt var undarlegt við „gamla“ fyrirkomulagið, t.d. var afar erfitt að fá lán og stundum var það alveg háð geðþótta hvers bankastjóra fyrir sig. Í öllu falli þá man ég vel eftir Búnaðarbankanum – þar fékk ég minn fyrsta launareikning sirka árið 1987 þegar ég var fyrst kerrustrákur, svo pokafyllir og svo lagerstrákur hjá Hagkaup í Kringlunni. Ég man líka eftir því þegar Búnaðarbankinn breyttist í Kaupþing. Svo liðu ótrúlega fá ár, bankinn var ekki lengur grænleitur og mjúkur heldur dökkblár og harður – og eftir enn færri ár hafði bankinn búið til sitt eigið „newspeak“ eða „new-feel“ eða „new-eitthvað“ – það var svokallað „kaupthinking“. Svo hrundi allt. Og já – við megum ennþá segja „hér varð hrun“. Því þótt ótrúlega langt sé liðið frá þessum atburðum erum við ennþá að krafla okkur út úr mesta ruglinu. Átta árum síðar. Það tekur tíma að vinna úr áfalli – það þekkja allir sem það hafa reynt. Ást mín á snyrtitöskunni á sér því þessa skýringu: Hún uppfyllir nokkurn veginn þær kröfur sem ég geri til snyrtitaska og hún minnir mig á tíma þar sem traustið var ennþá fyrir hendi. Þetta traust sem langar að öðlast aftur. Mig langar að geta treyst bönkum. Mig langar að geta treyst Alþingi.Wintris – dropinn sem fyllti mælinn Við erum að fara inn í snemmbærar kosningar eftir nokkra daga vegna þess að traustið var tekið af okkur. Ekki trúa þeim sem reynir að gera lítið úr þessari staðreynd – við erum að fara inn í kosningar vegna þess að stór hluti þjóðarinnar ærðist, réttilega, í mars þegar Wintris-málið varð fyrsta frétt um allan heim. Næsta laugardag fer fram uppgjör við þennan blóðuga tíma sem liðinn er frá hruninu. Okkur gefst einstakt tækifæri til að setja aftur til hliðar þá stjórnmálaflokka sem eru beintengdir inn í fjármálaöflin sem öllu stýra á bakvið tjöldin.Gamall ótti gleymist seint Ég er stoltur vinstri grænn. Við erum svo lánsöm að eiga okkur frábæran, heiðarlegan, þenkjandi og mannlegan formann, Katrínu Jakobsdóttur. Og ég hef lesið margar skoðanakannanir sem sýna að meginþorri þjóðarinnar treystir henni – nú síðast var talan rétt tæplega 60%. Samt mælist flokkur minn og Katrínar – Vinstri græn – aldrei með meira en 20% í könnunum (ég verð auðvitað glaður yfir þessu fylgi, en samt alltaf jafn hissa á að það sé ekki meira … ). Ástæðan er auðvitað sú að margir eru skíthræddir við að kjósa til vinstri. Þeir halda að hér verði allt skattlagt í döðlur (Steingrímur Joð er ennþá kallaður Skattmann í vissum kreðsum), hátekjufólkið óttast að tekjuskattur rjúki upp úr öllu valdi og millitekjufólkið óttast um sín verðmætu lífsgæði. En það er ekkert að óttast. Meira að segja flest hátekjufólk veit að sanngjörn skattlagning er eðlileg. Innst inni vitum við öll að það er samfélagið sem lifandi heild sem skapar auðinn – ekki fáeinir auðmenn og –konur. Ég tók þess vegna saman svör við nokkrum atriðum sem ég held að komi í veg fyrir að sumt félagshyggjufólk víða um land kjósi vinstri græn. Listinn er alls ekki tæmandi; við erum ekki fullkomin hreyfing en við gerum okkar besta: • Vinstri græn hafa ekkert með einhvern bölvaðan kommúnisma að gera – við viljum einfaldlega að auður samfélagsins skiptist niður á sanngjarnan hátt og að enginn Íslendingur líði skort. Við erum ekki kommúnistaflokkur. Við viljum bara sanngjarnt og heiðarlegt samfélag þar sem jöfnuður er sjálfsagt viðmið. • Vinstri græn eru löngu hætt að vera bara Steingrímur Joð – og nei, hann stýrir ekki öllu úr baksætinu (þeir sem halda þessu fram hafa greinilega ekki kynnst því hörkutóli sem er Kata Jak). • Vinstri græn gerðu fullt af mistökum í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur – en það er ástæða en ekki afsökun þegar við segjum að sú ríkisstjórn hafi stýrt þjóðinni í gegnum fordæmalausa þolraun, bæði í efnahagslegum og siðferðilegum skilningi. Það er ekkert að óttast Það er ekkert að óttast þarna vinstra megin. Eins og tíðarandinn er þurfum við nauðsynlega að fá öflugt mótvægi við bankakerfið, frekjukapítalismann og verktakaræðið. Við þurfum að endurvekja traust og breyta vinnubrögðunum á Alþingi. Við þurfum VG fyrir heilbrigt samfélag – við þurfum Kötu Jak með skýra sýn og mannlega nálgun á samvinnustjórnmál margra flokka. * * * Einn daginn mun ég henda út þessari gömlu snyrtitösku. Á endanum verða breytingar óhjákvæmilegar. Á sama hátt vona ég innilega að landsmenn allir hafi spurninguna um traust og endurnýjun með sér í kjörklefann næsta laugardag. Því að fyrst og fremst er það traustið innan stjórnmálanna sem þarf að endurreisa.„Hverjum treystir þú?“ Þetta er ekki aðalspurningin. Þetta er eina spurningin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Hörgdal Stefánsson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Alltaf þegar ég kem úr sturtu verð ég svolítið hissa. Ég teygi mig í handklæðið, þurrka mér og teygi mig svo í snyrtitöskuna mína. Þar blasir þetta við:Nú er ég enginn aðdáandi bankakerfisins. Í raun tel ég að eðli peninga og vald fjármálastofnana séu grunnrótin að flestum þeim vanda sem steðjar að heiminum í dag. En ég ætla ekki að skrifa um það; ég ætla að skrifa um þessa snyrtitösku – í bili. Það sem ég furða mig á þegar ég kem úr sturtu er af hverju þessi snyrtitaska frá Búnaðarbankanum er enn í mínum fórum. Hún er ekki frábærlega falleg. Hún er ekki einu sinni mjög praktísk í laginu og rennilásinn getur verið svolítið pirrandi. En það er eitthvað þarna – einhver nostalgía – sem tengir okkur saman. Í kvöld rann upp fyrir mér ljós. Þessi snyrtitaska minnir mig á gamla tíma (samt er ég ekki mjög gamall). Hún minnir mig á þann tíma þegar bankar nutu nánast fullkomins trausts af hálfu flestra Íslendinga.Einu sinni var traust Já, þannig var það nefnilega einu sinni – bankarnir voru stofnanir sem pössuðu upp á peningana okkar. Að fara í bankann var eins og að fara til heimilislæknis sem þú treystir vel eða til stöndugs frænda sem þú vissir að var hlýtt til þín. Þetta hljómar rómantískt, það var það að vissu leyti. Samt er óþarfi að gera málið of rósrautt – margt var undarlegt við „gamla“ fyrirkomulagið, t.d. var afar erfitt að fá lán og stundum var það alveg háð geðþótta hvers bankastjóra fyrir sig. Í öllu falli þá man ég vel eftir Búnaðarbankanum – þar fékk ég minn fyrsta launareikning sirka árið 1987 þegar ég var fyrst kerrustrákur, svo pokafyllir og svo lagerstrákur hjá Hagkaup í Kringlunni. Ég man líka eftir því þegar Búnaðarbankinn breyttist í Kaupþing. Svo liðu ótrúlega fá ár, bankinn var ekki lengur grænleitur og mjúkur heldur dökkblár og harður – og eftir enn færri ár hafði bankinn búið til sitt eigið „newspeak“ eða „new-feel“ eða „new-eitthvað“ – það var svokallað „kaupthinking“. Svo hrundi allt. Og já – við megum ennþá segja „hér varð hrun“. Því þótt ótrúlega langt sé liðið frá þessum atburðum erum við ennþá að krafla okkur út úr mesta ruglinu. Átta árum síðar. Það tekur tíma að vinna úr áfalli – það þekkja allir sem það hafa reynt. Ást mín á snyrtitöskunni á sér því þessa skýringu: Hún uppfyllir nokkurn veginn þær kröfur sem ég geri til snyrtitaska og hún minnir mig á tíma þar sem traustið var ennþá fyrir hendi. Þetta traust sem langar að öðlast aftur. Mig langar að geta treyst bönkum. Mig langar að geta treyst Alþingi.Wintris – dropinn sem fyllti mælinn Við erum að fara inn í snemmbærar kosningar eftir nokkra daga vegna þess að traustið var tekið af okkur. Ekki trúa þeim sem reynir að gera lítið úr þessari staðreynd – við erum að fara inn í kosningar vegna þess að stór hluti þjóðarinnar ærðist, réttilega, í mars þegar Wintris-málið varð fyrsta frétt um allan heim. Næsta laugardag fer fram uppgjör við þennan blóðuga tíma sem liðinn er frá hruninu. Okkur gefst einstakt tækifæri til að setja aftur til hliðar þá stjórnmálaflokka sem eru beintengdir inn í fjármálaöflin sem öllu stýra á bakvið tjöldin.Gamall ótti gleymist seint Ég er stoltur vinstri grænn. Við erum svo lánsöm að eiga okkur frábæran, heiðarlegan, þenkjandi og mannlegan formann, Katrínu Jakobsdóttur. Og ég hef lesið margar skoðanakannanir sem sýna að meginþorri þjóðarinnar treystir henni – nú síðast var talan rétt tæplega 60%. Samt mælist flokkur minn og Katrínar – Vinstri græn – aldrei með meira en 20% í könnunum (ég verð auðvitað glaður yfir þessu fylgi, en samt alltaf jafn hissa á að það sé ekki meira … ). Ástæðan er auðvitað sú að margir eru skíthræddir við að kjósa til vinstri. Þeir halda að hér verði allt skattlagt í döðlur (Steingrímur Joð er ennþá kallaður Skattmann í vissum kreðsum), hátekjufólkið óttast að tekjuskattur rjúki upp úr öllu valdi og millitekjufólkið óttast um sín verðmætu lífsgæði. En það er ekkert að óttast. Meira að segja flest hátekjufólk veit að sanngjörn skattlagning er eðlileg. Innst inni vitum við öll að það er samfélagið sem lifandi heild sem skapar auðinn – ekki fáeinir auðmenn og –konur. Ég tók þess vegna saman svör við nokkrum atriðum sem ég held að komi í veg fyrir að sumt félagshyggjufólk víða um land kjósi vinstri græn. Listinn er alls ekki tæmandi; við erum ekki fullkomin hreyfing en við gerum okkar besta: • Vinstri græn hafa ekkert með einhvern bölvaðan kommúnisma að gera – við viljum einfaldlega að auður samfélagsins skiptist niður á sanngjarnan hátt og að enginn Íslendingur líði skort. Við erum ekki kommúnistaflokkur. Við viljum bara sanngjarnt og heiðarlegt samfélag þar sem jöfnuður er sjálfsagt viðmið. • Vinstri græn eru löngu hætt að vera bara Steingrímur Joð – og nei, hann stýrir ekki öllu úr baksætinu (þeir sem halda þessu fram hafa greinilega ekki kynnst því hörkutóli sem er Kata Jak). • Vinstri græn gerðu fullt af mistökum í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur – en það er ástæða en ekki afsökun þegar við segjum að sú ríkisstjórn hafi stýrt þjóðinni í gegnum fordæmalausa þolraun, bæði í efnahagslegum og siðferðilegum skilningi. Það er ekkert að óttast Það er ekkert að óttast þarna vinstra megin. Eins og tíðarandinn er þurfum við nauðsynlega að fá öflugt mótvægi við bankakerfið, frekjukapítalismann og verktakaræðið. Við þurfum að endurvekja traust og breyta vinnubrögðunum á Alþingi. Við þurfum VG fyrir heilbrigt samfélag – við þurfum Kötu Jak með skýra sýn og mannlega nálgun á samvinnustjórnmál margra flokka. * * * Einn daginn mun ég henda út þessari gömlu snyrtitösku. Á endanum verða breytingar óhjákvæmilegar. Á sama hátt vona ég innilega að landsmenn allir hafi spurninguna um traust og endurnýjun með sér í kjörklefann næsta laugardag. Því að fyrst og fremst er það traustið innan stjórnmálanna sem þarf að endurreisa.„Hverjum treystir þú?“ Þetta er ekki aðalspurningin. Þetta er eina spurningin.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun