Björgvin Páll kominn heim og samdi við Hauka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2016 08:27 Björgvin Páll Gústavsson. Vísir/Getty Íslenski landsliðsmarkvörðurinn í handbolta Björgvin Páll Gústavsson er búinn að ákveða að koma heim og hefur gengið frá samningi við Íslandsmeistara Hauka. Björgvin Páll segir frá þessu á fésbókarsíðu sinni í dag og þá er einnig frétt um nýjan markvörð Haukaliðsins inn á heimasíðu félagsins. Björgvin Páll hefur spilað með þýska liðinu Bergischer HC frá árinu 2013. „Þetta kemur kannski mörgum á óvart að ég skuli á þessum tímapunkta á ferlinum taka þennan slag að koma heim og leika á Íslandi en ástæðan fyrir því er einföld. Mig langar það!,“ skrifa Björgvin Páll Gústavsson á fésbókinni og bætir við: „Ég spurði sjálfan mig að einfaldri spurningu „Hvað myndir þú vilja gera ef að peningar skiptu engu máli?“. Alltaf komst ég að þeirri niðurstöðu að mig langar að fara til Íslands, mig langar að njóta þess meira að spila handbolta, mig langar að hjálpa íslenskum markmönnum að verða betri, mig langar að æfa á mínum forsendum og fyrir mig, mig langar að verða betri markmaður, mig langar að vinna með boltanum í markaðsstörfum, mig langar að ala upp stelpuna mína á Íslandi, mig langar að sjá fjölskylduna mína og vini oftar og mig langar að búa á Íslandi,“ skrifar Björgvin Páll. Björgvin Páll skrifaði undir tveggja ára samning við Hauka en hann mun einnig vera aðstoðarþjálfari Gunnars Magnússonar. Gunnar staðfesti það við íþróttadeild 365 í morgun. Björgvin Páll Gústavsson er 31 árs gamall en hann hefur spilað sem atvinnumaður undanfarin níu ár, bæði í Sviss og Þýskalandi. Hann hefur verið aðalmarkvörður íslenska landsliðsins undanfarin átta ár og var lykilmaður þegar Ísland vann silfrið á ÓL í Peking 2008 og bronsið á EM í Austurríki 2010. Íslenski handboltinn Handbolti Olís-deild karla Tengdar fréttir Björgvin Páll: Hef þekkt Gunna þjálfara frá því að ég var smápjakkur Björgvin Páll Gústavsson ætlar að spila með Haukum í Olís-deildinni næsta vetur og snýr því til baka í íslensku deildina eftir níu ára fjarveru. Björgvin Páll fór vel yfir ástæðurnar á fésbókarsíðu sinni í morgun. 24. október 2016 08:40 Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Íslenski landsliðsmarkvörðurinn í handbolta Björgvin Páll Gústavsson er búinn að ákveða að koma heim og hefur gengið frá samningi við Íslandsmeistara Hauka. Björgvin Páll segir frá þessu á fésbókarsíðu sinni í dag og þá er einnig frétt um nýjan markvörð Haukaliðsins inn á heimasíðu félagsins. Björgvin Páll hefur spilað með þýska liðinu Bergischer HC frá árinu 2013. „Þetta kemur kannski mörgum á óvart að ég skuli á þessum tímapunkta á ferlinum taka þennan slag að koma heim og leika á Íslandi en ástæðan fyrir því er einföld. Mig langar það!,“ skrifa Björgvin Páll Gústavsson á fésbókinni og bætir við: „Ég spurði sjálfan mig að einfaldri spurningu „Hvað myndir þú vilja gera ef að peningar skiptu engu máli?“. Alltaf komst ég að þeirri niðurstöðu að mig langar að fara til Íslands, mig langar að njóta þess meira að spila handbolta, mig langar að hjálpa íslenskum markmönnum að verða betri, mig langar að æfa á mínum forsendum og fyrir mig, mig langar að verða betri markmaður, mig langar að vinna með boltanum í markaðsstörfum, mig langar að ala upp stelpuna mína á Íslandi, mig langar að sjá fjölskylduna mína og vini oftar og mig langar að búa á Íslandi,“ skrifar Björgvin Páll. Björgvin Páll skrifaði undir tveggja ára samning við Hauka en hann mun einnig vera aðstoðarþjálfari Gunnars Magnússonar. Gunnar staðfesti það við íþróttadeild 365 í morgun. Björgvin Páll Gústavsson er 31 árs gamall en hann hefur spilað sem atvinnumaður undanfarin níu ár, bæði í Sviss og Þýskalandi. Hann hefur verið aðalmarkvörður íslenska landsliðsins undanfarin átta ár og var lykilmaður þegar Ísland vann silfrið á ÓL í Peking 2008 og bronsið á EM í Austurríki 2010.
Íslenski handboltinn Handbolti Olís-deild karla Tengdar fréttir Björgvin Páll: Hef þekkt Gunna þjálfara frá því að ég var smápjakkur Björgvin Páll Gústavsson ætlar að spila með Haukum í Olís-deildinni næsta vetur og snýr því til baka í íslensku deildina eftir níu ára fjarveru. Björgvin Páll fór vel yfir ástæðurnar á fésbókarsíðu sinni í morgun. 24. október 2016 08:40 Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Björgvin Páll: Hef þekkt Gunna þjálfara frá því að ég var smápjakkur Björgvin Páll Gústavsson ætlar að spila með Haukum í Olís-deildinni næsta vetur og snýr því til baka í íslensku deildina eftir níu ára fjarveru. Björgvin Páll fór vel yfir ástæðurnar á fésbókarsíðu sinni í morgun. 24. október 2016 08:40
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita