Listamenn leigðu sér pláss þó veggi og hurðir vantaði Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. október 2016 10:15 Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra myndlistarmanna. Vísir/GVA Vinnustofur listamanna verða opnar á Seljavegi 32 síðdegis í dag, veitingar á borðum, ávörp, útgáfa og tónlist í tilefni af tíu ára afmæli húsakynnanna undir merkjum SÍM. Ingibjörg Gunnlaugsdóttir er framkvæmdastjóri Sambands íslenskra myndlistarmanna. Hún segir það hafa verið mikið gæfuspor að taka húsið á Seljavegi á leigu fyrir tíu árum og fjölga þar með vinnustofum fyrir félagsmenn um 50 á einu bretti. „Áður vorum við með rými fyrir ellefu listamenn á Korpúlfsstöðum en félagsmenn um 600 og það gefur augaleið að mikill skortur var á vinnuaðstöðu. Nú erum við með vinnustofur á höfuðborgarsvæðinu fyrir um 170 manns.“ Ingibjörg rifjar upp hvernig ballið byrjaði. „Við fengum símtal frá sjókortagerð Landhelgisgæslunnar sem var að flytja af Seljaveginum og bauð okkur að eignast merkilega myndavél sem við fórum að skoða. Vélin vó nokkur tonn og var risastór, okkur leist vel á hana en enn betur á húsið, fjórar hæðir, fullt af herbergjum og hægt að stúka niður stór rými. Við vorum svo heppin að fá hljómgrunn hjá ráðuneytinu svo við gátum tekið það á leigu. Það hefur skipt gríðarlegu máli fyrir starfsemina.“ Samtökin áttu engan pening. „SÍM er náttúrlega bara grasrótarsamtök. Allir urðu að leggjast á eitt, starfsmenn, makar og aðrir fjölskyldumeðlimir við að mála, setja upp milliveggi og ljós. Listamenn leigðu sér pláss þó að veggi og hurðir vantaði og urðu að borga strax. Svo héldu þeir uppboð á verkum sínum og þar safnaðist fé svo ætlunarverkið hafðist með sameinuðu átaki. Við ætlum að fagna því í dag að reksturinn hefur gengið vel í 10 ár.“ Stærsta gestaíbúð á Norðurlöndunum fyrir erlenda listamenn er á Seljaveginum, þar geta ellefu til fimmtán dvalið í einu og Ingibjörg segir það pláss hafa verið fullbókað árið um kring alveg frá byrjun. „Við auglýsum tvisvar á ári, getum tekið á móti 150 á ári en þurfum að hafna um 200. Listafólkið kemur alls staðar að úr heiminum og hefur haft jákvæð áhrif á íslensku listasenuna, að ekki sé talað um landkynninguna.“ Lífið Menning Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Vinnustofur listamanna verða opnar á Seljavegi 32 síðdegis í dag, veitingar á borðum, ávörp, útgáfa og tónlist í tilefni af tíu ára afmæli húsakynnanna undir merkjum SÍM. Ingibjörg Gunnlaugsdóttir er framkvæmdastjóri Sambands íslenskra myndlistarmanna. Hún segir það hafa verið mikið gæfuspor að taka húsið á Seljavegi á leigu fyrir tíu árum og fjölga þar með vinnustofum fyrir félagsmenn um 50 á einu bretti. „Áður vorum við með rými fyrir ellefu listamenn á Korpúlfsstöðum en félagsmenn um 600 og það gefur augaleið að mikill skortur var á vinnuaðstöðu. Nú erum við með vinnustofur á höfuðborgarsvæðinu fyrir um 170 manns.“ Ingibjörg rifjar upp hvernig ballið byrjaði. „Við fengum símtal frá sjókortagerð Landhelgisgæslunnar sem var að flytja af Seljaveginum og bauð okkur að eignast merkilega myndavél sem við fórum að skoða. Vélin vó nokkur tonn og var risastór, okkur leist vel á hana en enn betur á húsið, fjórar hæðir, fullt af herbergjum og hægt að stúka niður stór rými. Við vorum svo heppin að fá hljómgrunn hjá ráðuneytinu svo við gátum tekið það á leigu. Það hefur skipt gríðarlegu máli fyrir starfsemina.“ Samtökin áttu engan pening. „SÍM er náttúrlega bara grasrótarsamtök. Allir urðu að leggjast á eitt, starfsmenn, makar og aðrir fjölskyldumeðlimir við að mála, setja upp milliveggi og ljós. Listamenn leigðu sér pláss þó að veggi og hurðir vantaði og urðu að borga strax. Svo héldu þeir uppboð á verkum sínum og þar safnaðist fé svo ætlunarverkið hafðist með sameinuðu átaki. Við ætlum að fagna því í dag að reksturinn hefur gengið vel í 10 ár.“ Stærsta gestaíbúð á Norðurlöndunum fyrir erlenda listamenn er á Seljaveginum, þar geta ellefu til fimmtán dvalið í einu og Ingibjörg segir það pláss hafa verið fullbókað árið um kring alveg frá byrjun. „Við auglýsum tvisvar á ári, getum tekið á móti 150 á ári en þurfum að hafna um 200. Listafólkið kemur alls staðar að úr heiminum og hefur haft jákvæð áhrif á íslensku listasenuna, að ekki sé talað um landkynninguna.“
Lífið Menning Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira