Þegar ég verð gamall Kjartan Þór Ingason skrifar 21. október 2016 15:22 Málefni unga fólksins hafa verið mikið í sviðsljósinu undanfarnar vikur enda kosningar rétt handan við hornið. Það fyrsta sem flestum dettur í hug þegar málefnum ungra kjósenda er veifað á loft er eflaust húsnæðisvandinn, Lánasjóður íslenskra námsmanna og fæðingarorlofssjóður enda allt brýn málefni sem tengjast veruleika margra á aldrinum 18 til 35 ára. Í mínum huga vantar þó inn í þessa upptalningu eitt stærsta hagsmunamál ungs fólks, lífeyrisjóðakerfið. Ef til vill finnst einhverjum skjóta skökku við að eitt helsta hagsmunamál unga fólksins sé kerfi sem einstaklingar á eftirlaunaaldri reiði sig á. Athyglisvert er þó að á sama tíma og þetta viðhorf er ríkjandi í umræðunni er talað um mikilvægi þess að þeir sem ungir eru að árum setji sér markmið og hugi vel að sinni framtíð. Á þessum tímapunkti sé ég ekki fram á að njóta verðskuldaðra þæginda á mínum efri árum, þegar ég hef lokið við að leggja mitt af mörkum við að byggja upp samfélagið. Í núverandi kerfi sé ég fram á að heildartekjur mínar verði langt undir lágmarkslaunum og að mér yrði refsað fyrir að starfa lengur í fullu- eða hlutastarfi (ef ég kýs það sjálfur og heilsan leyfir). Ef ég verð gamall í núverandi kerfi er eins gott að ég verði ekki einstæður, því þá yrði hætta á að mér yrði ómögulegt að borga hvort tveggja leigu- og lyfjakostnað. Í sannleika sagt vil ég síður þurfa að velja þarna á milli. Stjórnmálaaflið Viðreisn telur þennan veruleika ekki mannsæmandi endastöð fyrir fólk sem hefur stritað áratugum saman í þágu samfélagsins. Við viljum einfalda lífeyriskerfið og tryggja að heildartekjur verði aldrei lægri en sem nemur lágmarkslaunum hverju sinni. Með því að draga úr tekjutengingu getum við gefið fólki raunverulegt tækifæri til að bæta kjör sín, án þess að ríkið seilist með beinum hætti í vasa lífeyrisþega. Það er kominn tími til að hætta að tala um lífeyri eins og ölmusu og byrja að tala um lífeyrisgreiðslur sem laun, enda hefur þessi hópur svo sannarlega unnið fyrir þessum launum þótt þau séu greidd út síðar á lífsleiðinni. Ég vil ekki þurfa að eyða seinustu árum mínum í stöðuga baráttu fyrir sjálfsögðum réttindum, vitandi það að enginn muni taka hanskann upp fyrir mig. Ég ætla því ekki sitja og þegja um stöðu eldri borgara þar til lífsklukkan mín slær 65 heldur huga að framtíðinni, stuðla að viðreisn lífeyriskerfisins og fara hrukkóttur og áhyggjulaus inn í efri árin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Þór Ingason Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Málefni unga fólksins hafa verið mikið í sviðsljósinu undanfarnar vikur enda kosningar rétt handan við hornið. Það fyrsta sem flestum dettur í hug þegar málefnum ungra kjósenda er veifað á loft er eflaust húsnæðisvandinn, Lánasjóður íslenskra námsmanna og fæðingarorlofssjóður enda allt brýn málefni sem tengjast veruleika margra á aldrinum 18 til 35 ára. Í mínum huga vantar þó inn í þessa upptalningu eitt stærsta hagsmunamál ungs fólks, lífeyrisjóðakerfið. Ef til vill finnst einhverjum skjóta skökku við að eitt helsta hagsmunamál unga fólksins sé kerfi sem einstaklingar á eftirlaunaaldri reiði sig á. Athyglisvert er þó að á sama tíma og þetta viðhorf er ríkjandi í umræðunni er talað um mikilvægi þess að þeir sem ungir eru að árum setji sér markmið og hugi vel að sinni framtíð. Á þessum tímapunkti sé ég ekki fram á að njóta verðskuldaðra þæginda á mínum efri árum, þegar ég hef lokið við að leggja mitt af mörkum við að byggja upp samfélagið. Í núverandi kerfi sé ég fram á að heildartekjur mínar verði langt undir lágmarkslaunum og að mér yrði refsað fyrir að starfa lengur í fullu- eða hlutastarfi (ef ég kýs það sjálfur og heilsan leyfir). Ef ég verð gamall í núverandi kerfi er eins gott að ég verði ekki einstæður, því þá yrði hætta á að mér yrði ómögulegt að borga hvort tveggja leigu- og lyfjakostnað. Í sannleika sagt vil ég síður þurfa að velja þarna á milli. Stjórnmálaaflið Viðreisn telur þennan veruleika ekki mannsæmandi endastöð fyrir fólk sem hefur stritað áratugum saman í þágu samfélagsins. Við viljum einfalda lífeyriskerfið og tryggja að heildartekjur verði aldrei lægri en sem nemur lágmarkslaunum hverju sinni. Með því að draga úr tekjutengingu getum við gefið fólki raunverulegt tækifæri til að bæta kjör sín, án þess að ríkið seilist með beinum hætti í vasa lífeyrisþega. Það er kominn tími til að hætta að tala um lífeyri eins og ölmusu og byrja að tala um lífeyrisgreiðslur sem laun, enda hefur þessi hópur svo sannarlega unnið fyrir þessum launum þótt þau séu greidd út síðar á lífsleiðinni. Ég vil ekki þurfa að eyða seinustu árum mínum í stöðuga baráttu fyrir sjálfsögðum réttindum, vitandi það að enginn muni taka hanskann upp fyrir mig. Ég ætla því ekki sitja og þegja um stöðu eldri borgara þar til lífsklukkan mín slær 65 heldur huga að framtíðinni, stuðla að viðreisn lífeyriskerfisins og fara hrukkóttur og áhyggjulaus inn í efri árin.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar