Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Tindastóll 68-82 | Stólarnir í stuði Kristinn Geir Friðriksson í Hertz-hellinum í Breiðholti skrifar 20. október 2016 22:15 Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls. vísir/anton Tindastóll vann sterkan sigur á ÍR er liðin mættust í Breiðholtinu í kvöld. Það verður seint sagt að um gæðaleik hafi verið að ræða en ÍR mætti til leiks án þriggja lykilmanna og því snemma ljóst að um mjög erfiðan leik yrði að ræða fyrir heimamenn. Tindastóll sýndi mátt sinn og megin í upphafi og náði undirtökunum strax. ÍR gafst þó aldrei upp og var aldrei mjög langt undan í fyrri hálfleik, sem endaði þó 34-44 eftir góða varnarrispu gestanna. Við upphaf seinni náðu heimamenn svo sínum besta kafla og náðu að minnka muninn í fimm stig en þá náðu Stólar rispu sem batt enda á vonir heimamanna um að halda sér í seilingarfjarlægð. Fjórði hluti var svo aðeins formsatriði og Tindastóll fagnaði auðveldum sigri 68-82. Chris Caird og Pétur Birgisson voru mjög góðir og Mamadou Samb átti spretti en liðsvörn Tindastóls var beinið á bak við sigurinn. Hjá ÍR áttu Sveinbjörn Claessen, Vilhjálmur Theodór Jónsson, Matthew Hunter Trausti Eiríksson og Hjalti Friðriksson en liðsheildin sérlega döpur á að horfa og ljóst að ÍR án Matthías Orra Sigurðarssonar, Stefáns Karels Torfasonar og Kristins Marínóssonar er ekki burðugt lið til að berjast við þá bestu. Hjá ÍR áttu Sveinbjörn Claessen, Vilhjálmur Theodór Jónsson, Trausti Eiríksson og Hjalti Friðriksson en liðsheildin sérlega döpur á að horfa og ljóst að ÍR án Matthías Orra Sigurðarssonar, Stefáns Karels Torfasonar og Kristins Marínóssonar er ekki burðugt lið til að berjast við þá bestu.Borce: Þurftum að breyta öllu á síðustu stundu Aðspurður um nálgun hans á leiknum í kvöld í ljósi þess að þrír lykilmenn þess voru veikir og meiddir sagði þjálfari ÍR, Borce Ilievski. „Við þurftum að breyta öllu á síðustu metrunum því ég frétti bara í morgun að Matthías Sigurðarsson væri veikur. Þetta var mjög slæmt fyrir okkur, sérstaklega í vörninni gegn Pétri [Birgissyni] sem núna er orðinn leiðtogi liðsins og hefur sýnt gríðarlega framfarir. Við vissum að við myndum eiga í vandræðum með hann.“ Pétur Birgisson stjórnaði leik Tindastóls prýðilega á köflum og skoraði sjálfur mikið ásamt því að gefa fimm stoðsendingar. Borce var langt frá því að vera sáttur við varnarleik sinna manna og einnig fannst honum leikmenn ekki ná að fylgja leikplaninu í grunninn og að þetta hafi verið banabiti liðsins. „Við reyndum einnig að fókusa á Chris Caird og Mamadou Samb. Þetta virkaði svo ekki neitt því við fylgdum ekki leikplaninu, sem fór í raun í vaskinn. Chris var of oft opinn í fyrri hálfleik, sem voru okkar mistök, og ég sagði við leikmenn í hálfleik að við þyrftum að vera mun einbeittari þrátt fyrir að við værum án lykilmanna. Við gerðum of mörg mistök í vörninni og við þurfum að bæta það verulega fyrir næsta leik,“ sagði Borce.Costa: Vildum spila á háu tempói Tindastóll hélt heimamönnum í 34 stigum í báðum hálfleikjum og Diego Costa, þjálfari Stólanna, setti Pape Seck í byrjunarliðið í stað Mamadou Samb til þess að auka hraðann í leik sinna manna. „Á móti þessu liði þurftum við að setja pressu á boltann og hlaupa hraðaupphlaupin því ÍR eru með vel skipulagt lið sem leitar vel að opna manninum og við vildum vera mjög aggressívir og spila á háu tempói. Seck er hreyfanlegri en Samb og því betri kosturinn í þetta sinn,“ sagði Costa. Costa vildi ekki alveg viðurkenna að hann væri mjög ánægður með leik sinna manna þrátt fyrir sigurinn. „Við erum með ungt lið og ég hef alltaf sagt að við verðum betri með hverjum deginum og þannig verður það áfram held ég.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Skýrsla Kidda Gun: Tindastóll með öll tromp gegn ÍR Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik ÍR og Tindastóls í Dominos-deild karla í körfubolta. 20. október 2016 23:36 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Sjá meira
Tindastóll vann sterkan sigur á ÍR er liðin mættust í Breiðholtinu í kvöld. Það verður seint sagt að um gæðaleik hafi verið að ræða en ÍR mætti til leiks án þriggja lykilmanna og því snemma ljóst að um mjög erfiðan leik yrði að ræða fyrir heimamenn. Tindastóll sýndi mátt sinn og megin í upphafi og náði undirtökunum strax. ÍR gafst þó aldrei upp og var aldrei mjög langt undan í fyrri hálfleik, sem endaði þó 34-44 eftir góða varnarrispu gestanna. Við upphaf seinni náðu heimamenn svo sínum besta kafla og náðu að minnka muninn í fimm stig en þá náðu Stólar rispu sem batt enda á vonir heimamanna um að halda sér í seilingarfjarlægð. Fjórði hluti var svo aðeins formsatriði og Tindastóll fagnaði auðveldum sigri 68-82. Chris Caird og Pétur Birgisson voru mjög góðir og Mamadou Samb átti spretti en liðsvörn Tindastóls var beinið á bak við sigurinn. Hjá ÍR áttu Sveinbjörn Claessen, Vilhjálmur Theodór Jónsson, Matthew Hunter Trausti Eiríksson og Hjalti Friðriksson en liðsheildin sérlega döpur á að horfa og ljóst að ÍR án Matthías Orra Sigurðarssonar, Stefáns Karels Torfasonar og Kristins Marínóssonar er ekki burðugt lið til að berjast við þá bestu. Hjá ÍR áttu Sveinbjörn Claessen, Vilhjálmur Theodór Jónsson, Trausti Eiríksson og Hjalti Friðriksson en liðsheildin sérlega döpur á að horfa og ljóst að ÍR án Matthías Orra Sigurðarssonar, Stefáns Karels Torfasonar og Kristins Marínóssonar er ekki burðugt lið til að berjast við þá bestu.Borce: Þurftum að breyta öllu á síðustu stundu Aðspurður um nálgun hans á leiknum í kvöld í ljósi þess að þrír lykilmenn þess voru veikir og meiddir sagði þjálfari ÍR, Borce Ilievski. „Við þurftum að breyta öllu á síðustu metrunum því ég frétti bara í morgun að Matthías Sigurðarsson væri veikur. Þetta var mjög slæmt fyrir okkur, sérstaklega í vörninni gegn Pétri [Birgissyni] sem núna er orðinn leiðtogi liðsins og hefur sýnt gríðarlega framfarir. Við vissum að við myndum eiga í vandræðum með hann.“ Pétur Birgisson stjórnaði leik Tindastóls prýðilega á köflum og skoraði sjálfur mikið ásamt því að gefa fimm stoðsendingar. Borce var langt frá því að vera sáttur við varnarleik sinna manna og einnig fannst honum leikmenn ekki ná að fylgja leikplaninu í grunninn og að þetta hafi verið banabiti liðsins. „Við reyndum einnig að fókusa á Chris Caird og Mamadou Samb. Þetta virkaði svo ekki neitt því við fylgdum ekki leikplaninu, sem fór í raun í vaskinn. Chris var of oft opinn í fyrri hálfleik, sem voru okkar mistök, og ég sagði við leikmenn í hálfleik að við þyrftum að vera mun einbeittari þrátt fyrir að við værum án lykilmanna. Við gerðum of mörg mistök í vörninni og við þurfum að bæta það verulega fyrir næsta leik,“ sagði Borce.Costa: Vildum spila á háu tempói Tindastóll hélt heimamönnum í 34 stigum í báðum hálfleikjum og Diego Costa, þjálfari Stólanna, setti Pape Seck í byrjunarliðið í stað Mamadou Samb til þess að auka hraðann í leik sinna manna. „Á móti þessu liði þurftum við að setja pressu á boltann og hlaupa hraðaupphlaupin því ÍR eru með vel skipulagt lið sem leitar vel að opna manninum og við vildum vera mjög aggressívir og spila á háu tempói. Seck er hreyfanlegri en Samb og því betri kosturinn í þetta sinn,“ sagði Costa. Costa vildi ekki alveg viðurkenna að hann væri mjög ánægður með leik sinna manna þrátt fyrir sigurinn. „Við erum með ungt lið og ég hef alltaf sagt að við verðum betri með hverjum deginum og þannig verður það áfram held ég.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Skýrsla Kidda Gun: Tindastóll með öll tromp gegn ÍR Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik ÍR og Tindastóls í Dominos-deild karla í körfubolta. 20. október 2016 23:36 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Sjá meira
Skýrsla Kidda Gun: Tindastóll með öll tromp gegn ÍR Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik ÍR og Tindastóls í Dominos-deild karla í körfubolta. 20. október 2016 23:36
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn