Óttarr um símtalið við Bjarna: „Við rétt heyrðumst bara til að spekúlera í hvernig landið lægi“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. október 2016 09:47 Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar. vísir/anton brink Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir að það hafi verið dálítið gaman að vakna upp við forsíðu Fréttablaðsins í dag þar sem sjá má hann og Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins takast í hendur fyrir leiðtogaumræður á RÚV í gærkvöldi. „Það vantar myndirnar af okkur að heilsa öllum hinum,“ sagði Óttarr léttur í bragði í Bítinu á Bylgjunni í morgun en á forsíðu Fréttablaðsins er greint frá því að Óttarr og Bjarni hafi rætt saman í síma í gær um mögulega ríkisstjórn flokkanna þeirra og Viðreisnar. Spurður út í símtalið í morgun sagði Óttarr: „Við rétt heyrðumst bara til að spekúlera í hvernig landið lægi.“ Óttarr sagði að myndin á forsíðunni í dag gæfi til kynna ð Björt framtíð gæti mögulega verið í einhvers konar oddastöðu. „Þessir frjálslyndu miðjuflokkar eru kannski í ákveðinni oddastöðu því það sem gerist í þessum kosningum og mér finnst merkilegt er að kjósendur segja „Við viljum hrista upp í þessu.“ [...] Það kemur upp úr kössunum dálítið flókin staða, nokkrir stórir en enginn áberandi og ekkert svona sjálfgefið. Ég held að það sé að mörgu leyti hollt og þroskandi fyrir lýðræðið okkar að við þurfum að hafa fyrir því að finna stjórnarmynstur sem virkar og ná saman,“ sagði Óttarr.En er hægt að hrista upp í þessu með Sjálfstæðisflokknum? „Ja, það er aftur spurningin. Við upplifðum það á þessu kjörtímabili sem var að líða að ríkisstjórnin hafði mjög sterkan meirihluta og hafði tilhneigingu til að gera hlutina dálítið ein og án þess að vinna með öðrum flokkum í stjórnarandstöðunni. [...] Ég veit að þetta á ekki við um öll mál vegna þess að það voru undantekningar á þessum vinnubrögðum en þetta var svona tendensinn. Málefnalega var svo mjög langt á milli okkar og sjálfstæðismanna, en það er sagt að pólitík á að vera list hins mögulega þannig hún á að vera list möguleika manna til að ræða sig saman um flókin málefni þó þeir séu kannski ekki sammála til að byrja með.“ Eygló Harðardóttir var með Óttarri í hljóðveri Bylgjunnar í morgun og má hlusta á spjall þeirra í spilaranum hér að neðan. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Ræddu saman í síma í gær Formenn Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks hafa rætt saman óformlega um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf með Viðreisn. Forseti Íslands hefur boðað alla formenn flokkanna sem náðu á þing á sinn fund í dag. 31. október 2016 07:00 Stjórnarkreppa eða Engeyjarstjórn í kortunum Benedikt Jóhannesson með alla ása á hendi sér en staða hans er þröng og þrengist ef eitthvað er með yfirlýsingum hans. 30. október 2016 16:39 Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar líklegust Píratar hafa útilokað að fara í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Vinstri græn segja ekki sennilegt að þeir geri það heldur. Líklegast er að mynduð verði ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. 30. október 2016 19:00 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir að það hafi verið dálítið gaman að vakna upp við forsíðu Fréttablaðsins í dag þar sem sjá má hann og Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins takast í hendur fyrir leiðtogaumræður á RÚV í gærkvöldi. „Það vantar myndirnar af okkur að heilsa öllum hinum,“ sagði Óttarr léttur í bragði í Bítinu á Bylgjunni í morgun en á forsíðu Fréttablaðsins er greint frá því að Óttarr og Bjarni hafi rætt saman í síma í gær um mögulega ríkisstjórn flokkanna þeirra og Viðreisnar. Spurður út í símtalið í morgun sagði Óttarr: „Við rétt heyrðumst bara til að spekúlera í hvernig landið lægi.“ Óttarr sagði að myndin á forsíðunni í dag gæfi til kynna ð Björt framtíð gæti mögulega verið í einhvers konar oddastöðu. „Þessir frjálslyndu miðjuflokkar eru kannski í ákveðinni oddastöðu því það sem gerist í þessum kosningum og mér finnst merkilegt er að kjósendur segja „Við viljum hrista upp í þessu.“ [...] Það kemur upp úr kössunum dálítið flókin staða, nokkrir stórir en enginn áberandi og ekkert svona sjálfgefið. Ég held að það sé að mörgu leyti hollt og þroskandi fyrir lýðræðið okkar að við þurfum að hafa fyrir því að finna stjórnarmynstur sem virkar og ná saman,“ sagði Óttarr.En er hægt að hrista upp í þessu með Sjálfstæðisflokknum? „Ja, það er aftur spurningin. Við upplifðum það á þessu kjörtímabili sem var að líða að ríkisstjórnin hafði mjög sterkan meirihluta og hafði tilhneigingu til að gera hlutina dálítið ein og án þess að vinna með öðrum flokkum í stjórnarandstöðunni. [...] Ég veit að þetta á ekki við um öll mál vegna þess að það voru undantekningar á þessum vinnubrögðum en þetta var svona tendensinn. Málefnalega var svo mjög langt á milli okkar og sjálfstæðismanna, en það er sagt að pólitík á að vera list hins mögulega þannig hún á að vera list möguleika manna til að ræða sig saman um flókin málefni þó þeir séu kannski ekki sammála til að byrja með.“ Eygló Harðardóttir var með Óttarri í hljóðveri Bylgjunnar í morgun og má hlusta á spjall þeirra í spilaranum hér að neðan.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Ræddu saman í síma í gær Formenn Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks hafa rætt saman óformlega um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf með Viðreisn. Forseti Íslands hefur boðað alla formenn flokkanna sem náðu á þing á sinn fund í dag. 31. október 2016 07:00 Stjórnarkreppa eða Engeyjarstjórn í kortunum Benedikt Jóhannesson með alla ása á hendi sér en staða hans er þröng og þrengist ef eitthvað er með yfirlýsingum hans. 30. október 2016 16:39 Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar líklegust Píratar hafa útilokað að fara í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Vinstri græn segja ekki sennilegt að þeir geri það heldur. Líklegast er að mynduð verði ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. 30. október 2016 19:00 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Ræddu saman í síma í gær Formenn Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks hafa rætt saman óformlega um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf með Viðreisn. Forseti Íslands hefur boðað alla formenn flokkanna sem náðu á þing á sinn fund í dag. 31. október 2016 07:00
Stjórnarkreppa eða Engeyjarstjórn í kortunum Benedikt Jóhannesson með alla ása á hendi sér en staða hans er þröng og þrengist ef eitthvað er með yfirlýsingum hans. 30. október 2016 16:39
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar líklegust Píratar hafa útilokað að fara í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Vinstri græn segja ekki sennilegt að þeir geri það heldur. Líklegast er að mynduð verði ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. 30. október 2016 19:00