Helgi segir kjósendur ekki hafa verið að hafna málflutningi Íslensku þjóðfylkingarinnar Atli Ísleifsson skrifar 30. október 2016 00:41 Helgi Helgason, formaður Íslenku þjóðfylkingarinnar. Vísir Helgi Helgason, formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar, segir að liðsmenn flokksins hefðu auðvitað viljað að kosningarnar hefðu komið betur út fyrir flokkinn, þegar hann er spurður út í viðbrögð við fyrstu tölum. „Við erum hins vegar ekkert að gefast upp og ætlum að halda áfram. Flokkurinn er ekkert dauður þó að þetta hafi gerst núna,“ segir Helgi. Flokkurinn bauð einungis fram í Suðurkjördæmi og Norðvesturkjördæmi. Samkvæmt fyrstu tölum hlaut flokkurinn 0,8 prósent fylgi í Suðurkjördæmi og 0,2 prósent í Norðvesturkjördæmi. Hann segir ástæðu slæms gengis flokksins vera „þessi brotsjór sem reið yfir [flokkinn] af fólki sem var þar inni á eigin egói en ekki af hugsjón.Sjá einnig: Oddvitar í Íslensku þjóðfylkingunni hættir „Það gerði það að verkum að við náðum ekki að bjóða fram í öllum kjördæmum. Það er fyrst og fremst það sem stuðlar að því að við fáum kannski ekki góða útkomu í þeim kjördæmum sem við bjóðum fram í.“Voru kjósendur bara ekki að hafna ykkar málflutningi, þar sem ekki tókst að safna nægum undirskriftum og fáið ekki meira fylgi en raun ber vitni í þeim kjördæmum þar sem þið buðuð fram?„Nei, alls ekki. Þessar undirskriftir sem okkur vantaði upp á í Reykjavík, voru bara ekkert í húsi hjá okkur. Þær voru í höndum þessa fólks sem af einhverjum ástæðum ákvað að ganga hér út.“ Hann segist vel geta ímyndað sér að flokkurinn bjóði fram í næstu sveitarstjórnarkosningum. Við ætlum að endurskipuleggja flokkinn og halda áfram. Við erum með ágætis skrifstofuaðstöðu sem við munum áfram vera í og halda baráttunni áfram. Ég bendi á að Sannir Finnar – margir vilja líkja okkur við aðra flokka á Norðurlöndum sem hafa verið með sambærilegan málflutning í útlendingamálum – þeir voru fimmtán ár að ná sér á strik.“Hyggst þú starfa áfram sem formaður?„Það verður bara að koma í ljós. Nú ætlum við að sofa á þessu og fara svo í að endurskipuleggja flokkinn. Hvort að ég verði hér áfram formaður, það er aukaatriði. Aðalatriðið eru hugsjónirnar sem við höfum verið að berjast fyrir,“ segir Helgi. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Viðbrögð Oddnýjar við fyrstu tölum: Skulum ekki dæma út frá fyrstu tölum Oddný Harðardóttir viðurkenndi að kosningabaráttan hefði reynst flokknum erfið en að flokksmenn hafi staðið saman og ekki glatað baráttugleðinni. 29. október 2016 23:08 Benedikt eftir fyrstu tölur: „Getum ekki verið annað en ánægð með þessar tölur“ Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir það vekja athygli að Sjálfstæðisflokkurinn fái talsvert meira en hann var að mælast með í könnunum, og Píratar minna. 29. október 2016 23:46 Sérstakt ánægjuefni að Ari Trausti sé inni "Samkvæmt fyrstu tölum sjáum við að ríkisstjórnin virðist vera fallin,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. 29. október 2016 23:07 Sigurður Ingi segir tölur undir væntingum Formaður Framsóknarflokksins segir fyrstu tölur undir væntingum en skárri en kannanir bentu til. 29. október 2016 23:15 Bjarni Ben um fyrstu tölur: „Kemur gleðilega á óvart“ Það var létt yfir Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins þegar fréttastofa náði tali af honum á kosningavöku flokksins á Grand Hótel eftir að fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi bárust. 29. október 2016 23:03 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Helgi Helgason, formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar, segir að liðsmenn flokksins hefðu auðvitað viljað að kosningarnar hefðu komið betur út fyrir flokkinn, þegar hann er spurður út í viðbrögð við fyrstu tölum. „Við erum hins vegar ekkert að gefast upp og ætlum að halda áfram. Flokkurinn er ekkert dauður þó að þetta hafi gerst núna,“ segir Helgi. Flokkurinn bauð einungis fram í Suðurkjördæmi og Norðvesturkjördæmi. Samkvæmt fyrstu tölum hlaut flokkurinn 0,8 prósent fylgi í Suðurkjördæmi og 0,2 prósent í Norðvesturkjördæmi. Hann segir ástæðu slæms gengis flokksins vera „þessi brotsjór sem reið yfir [flokkinn] af fólki sem var þar inni á eigin egói en ekki af hugsjón.Sjá einnig: Oddvitar í Íslensku þjóðfylkingunni hættir „Það gerði það að verkum að við náðum ekki að bjóða fram í öllum kjördæmum. Það er fyrst og fremst það sem stuðlar að því að við fáum kannski ekki góða útkomu í þeim kjördæmum sem við bjóðum fram í.“Voru kjósendur bara ekki að hafna ykkar málflutningi, þar sem ekki tókst að safna nægum undirskriftum og fáið ekki meira fylgi en raun ber vitni í þeim kjördæmum þar sem þið buðuð fram?„Nei, alls ekki. Þessar undirskriftir sem okkur vantaði upp á í Reykjavík, voru bara ekkert í húsi hjá okkur. Þær voru í höndum þessa fólks sem af einhverjum ástæðum ákvað að ganga hér út.“ Hann segist vel geta ímyndað sér að flokkurinn bjóði fram í næstu sveitarstjórnarkosningum. Við ætlum að endurskipuleggja flokkinn og halda áfram. Við erum með ágætis skrifstofuaðstöðu sem við munum áfram vera í og halda baráttunni áfram. Ég bendi á að Sannir Finnar – margir vilja líkja okkur við aðra flokka á Norðurlöndum sem hafa verið með sambærilegan málflutning í útlendingamálum – þeir voru fimmtán ár að ná sér á strik.“Hyggst þú starfa áfram sem formaður?„Það verður bara að koma í ljós. Nú ætlum við að sofa á þessu og fara svo í að endurskipuleggja flokkinn. Hvort að ég verði hér áfram formaður, það er aukaatriði. Aðalatriðið eru hugsjónirnar sem við höfum verið að berjast fyrir,“ segir Helgi.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Viðbrögð Oddnýjar við fyrstu tölum: Skulum ekki dæma út frá fyrstu tölum Oddný Harðardóttir viðurkenndi að kosningabaráttan hefði reynst flokknum erfið en að flokksmenn hafi staðið saman og ekki glatað baráttugleðinni. 29. október 2016 23:08 Benedikt eftir fyrstu tölur: „Getum ekki verið annað en ánægð með þessar tölur“ Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir það vekja athygli að Sjálfstæðisflokkurinn fái talsvert meira en hann var að mælast með í könnunum, og Píratar minna. 29. október 2016 23:46 Sérstakt ánægjuefni að Ari Trausti sé inni "Samkvæmt fyrstu tölum sjáum við að ríkisstjórnin virðist vera fallin,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. 29. október 2016 23:07 Sigurður Ingi segir tölur undir væntingum Formaður Framsóknarflokksins segir fyrstu tölur undir væntingum en skárri en kannanir bentu til. 29. október 2016 23:15 Bjarni Ben um fyrstu tölur: „Kemur gleðilega á óvart“ Það var létt yfir Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins þegar fréttastofa náði tali af honum á kosningavöku flokksins á Grand Hótel eftir að fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi bárust. 29. október 2016 23:03 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Viðbrögð Oddnýjar við fyrstu tölum: Skulum ekki dæma út frá fyrstu tölum Oddný Harðardóttir viðurkenndi að kosningabaráttan hefði reynst flokknum erfið en að flokksmenn hafi staðið saman og ekki glatað baráttugleðinni. 29. október 2016 23:08
Benedikt eftir fyrstu tölur: „Getum ekki verið annað en ánægð með þessar tölur“ Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir það vekja athygli að Sjálfstæðisflokkurinn fái talsvert meira en hann var að mælast með í könnunum, og Píratar minna. 29. október 2016 23:46
Sérstakt ánægjuefni að Ari Trausti sé inni "Samkvæmt fyrstu tölum sjáum við að ríkisstjórnin virðist vera fallin,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. 29. október 2016 23:07
Sigurður Ingi segir tölur undir væntingum Formaður Framsóknarflokksins segir fyrstu tölur undir væntingum en skárri en kannanir bentu til. 29. október 2016 23:15
Bjarni Ben um fyrstu tölur: „Kemur gleðilega á óvart“ Það var létt yfir Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins þegar fréttastofa náði tali af honum á kosningavöku flokksins á Grand Hótel eftir að fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi bárust. 29. október 2016 23:03