Putin býst við þíðu í samskiptum við Bandaríkin Heimir Már Pétursson skrifar 9. nóvember 2016 19:30 Vladimir Putin Rússlandsforseti vonar að samskipti Rússa og Bandaríkjamanna komist í eðlilegt horf eftir kosningu Donalds Trump. Utanríkisráðherra Íslands segir að kjör hans sé í hennar huga ákall tiltekinna hópa í Bandaríkjunum um kerfisbreytingar. Putin forseti notaði tækifærið þegar hann tók á móti trúnaðrbréfum nýrra sendiherra í Moskvu í dag til að óska Donald Trump til hamingju með sigurinn í nótt. „Við heyrðum málfluting hans í kosningabaráttunni fyrir embætti forseta sem miðaði að því að koma samskiptum Rússlands og Bandaríkjanna aftur í eðlilegt horf,“ sagði Putin. Hins vegar væru stirð samskipti ríkjanna ekki Rússum að kenna en þeir væru reiðubúnir að leggja sitt að mörkum til að koma á eðlilegum samskiptum milli ríkjanna. Hann minntist hins vegar ekki einu orði á innlimum Krímskaga eða afskipti Rússa af innanríkismálum Úkraínu. Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir samskipti Bandaríkjamanna og Íslendinga mikilvæg og þau séu fjölbreytt bæði á viðskiptasviðinu en ekki hvað síst í öryggis- og varnarmálum. Utanríkisráðherra leggur áherslu á að svo verði áfram.Það hefur verið talað um að hann hafi verið helst til of vinalegur við Putin. Heldur þú að samskipti stórveldanna breytist eitthvað við komu hans í Hvíta húsið? „Ég held að við getum gert ráð fyrir því. Það verður einhver þíða. Hann hefur gefið það mjög sterklega til kynna. En svo auðvitað eigum við eftir að sjá hvort það verður einhver munur á frambjóðandnum Trump og forsetanum Trump, segir Lilja. Hún túlki þessi úrslit sem ákall um kerfisbreytingar í Bandaríkjunum. „Og að bandarískir kjósendur telji að hann sé líklegastur til að koma þeim á.“Hvers konar kerfisbreytingar? „Ég held að það sé ákveðinn hópur, til að mynda neðri millistéttin og millistéttin sem hefur átt undir högg að sækja og er kannski að óska eftir ákveðnum breytingum. Ég hef ekki farið alveg grundigt yfir það er svolítið mín tilfinning að þetta sé ákall um ákveðnar kerfisbreytingar,“ segir utanríkisráðherra. Ban Ki-moon framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna óskaði Trump til hamingju með kosningasigurinn í dag en minnti jafnframt á hlutverk Bandaríkjanna í samfélagi þjóðanna. „Sameinuðu þjóðirnar munu reiða sig á réttmæta stjórn sem miðar að því að styrkja alþjóðlega samvinnu sem og að leitast við að vinna að sameiginlegum hugsjónum, berjast gegn loftslagsbreytingum, efla mannréttind, stuðla að gagnkvæmum skilningi og hrinda í framkvæmd markmiðum um sjálfbæra þróun svo allir fái lifað í friði, við hagsæld og með reisn,“ sagði Ban Ki-moon nú síðdegis. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Fleiri fréttir Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Sjá meira
Vladimir Putin Rússlandsforseti vonar að samskipti Rússa og Bandaríkjamanna komist í eðlilegt horf eftir kosningu Donalds Trump. Utanríkisráðherra Íslands segir að kjör hans sé í hennar huga ákall tiltekinna hópa í Bandaríkjunum um kerfisbreytingar. Putin forseti notaði tækifærið þegar hann tók á móti trúnaðrbréfum nýrra sendiherra í Moskvu í dag til að óska Donald Trump til hamingju með sigurinn í nótt. „Við heyrðum málfluting hans í kosningabaráttunni fyrir embætti forseta sem miðaði að því að koma samskiptum Rússlands og Bandaríkjanna aftur í eðlilegt horf,“ sagði Putin. Hins vegar væru stirð samskipti ríkjanna ekki Rússum að kenna en þeir væru reiðubúnir að leggja sitt að mörkum til að koma á eðlilegum samskiptum milli ríkjanna. Hann minntist hins vegar ekki einu orði á innlimum Krímskaga eða afskipti Rússa af innanríkismálum Úkraínu. Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir samskipti Bandaríkjamanna og Íslendinga mikilvæg og þau séu fjölbreytt bæði á viðskiptasviðinu en ekki hvað síst í öryggis- og varnarmálum. Utanríkisráðherra leggur áherslu á að svo verði áfram.Það hefur verið talað um að hann hafi verið helst til of vinalegur við Putin. Heldur þú að samskipti stórveldanna breytist eitthvað við komu hans í Hvíta húsið? „Ég held að við getum gert ráð fyrir því. Það verður einhver þíða. Hann hefur gefið það mjög sterklega til kynna. En svo auðvitað eigum við eftir að sjá hvort það verður einhver munur á frambjóðandnum Trump og forsetanum Trump, segir Lilja. Hún túlki þessi úrslit sem ákall um kerfisbreytingar í Bandaríkjunum. „Og að bandarískir kjósendur telji að hann sé líklegastur til að koma þeim á.“Hvers konar kerfisbreytingar? „Ég held að það sé ákveðinn hópur, til að mynda neðri millistéttin og millistéttin sem hefur átt undir högg að sækja og er kannski að óska eftir ákveðnum breytingum. Ég hef ekki farið alveg grundigt yfir það er svolítið mín tilfinning að þetta sé ákall um ákveðnar kerfisbreytingar,“ segir utanríkisráðherra. Ban Ki-moon framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna óskaði Trump til hamingju með kosningasigurinn í dag en minnti jafnframt á hlutverk Bandaríkjanna í samfélagi þjóðanna. „Sameinuðu þjóðirnar munu reiða sig á réttmæta stjórn sem miðar að því að styrkja alþjóðlega samvinnu sem og að leitast við að vinna að sameiginlegum hugsjónum, berjast gegn loftslagsbreytingum, efla mannréttind, stuðla að gagnkvæmum skilningi og hrinda í framkvæmd markmiðum um sjálfbæra þróun svo allir fái lifað í friði, við hagsæld og með reisn,“ sagði Ban Ki-moon nú síðdegis.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Fleiri fréttir Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Sjá meira