Benedikt um mögulegar stjórnarmyndunarviðræður: Bjarni er í bílstjórasætinu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 7. nóvember 2016 21:37 Benedikt Jóhannesson og Óttarr Proppé hafa myndað bandalag í stjórnarmyndunarviðræðunum. vísir/Anton Brink „Það var nú svosem kannski ekki margt nýtt sem kom fram á fundinum. Þetta var bara svona spjall um hver væru aðal málefni flokkanna og svoleiðis. Sem svo sem hefur verið farið yfir áður en það var ágætt að fara yfir það aftur bara,“ segir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, í samtali við Vísi. Benedikt fundaði í kvöld með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, og Óttari Proppé, formanni Bjartrar framtíðar. Fundur þremenninganna stóð í rúman klukkutíma en ekki eru neinar formlegar stjórnarmyndunarviðræður hafnar. Aðspurður segir Benedikt ekki eiga von á tíðindum um formlegar viðræður. „Ég á nú ekki beinlínis von á því, en þetta svosem liggur hjá Bjarna, hann er í bílstjórasætinu.“Ólíklegt verður að telja að þau þessi, sem nú leiða tvo stærstu stjórnmálaflokka landsins, starfi saman í ríkisstjórn.visir/anton brinkSamstarfið einskorðast ekki við Sjálfstæðisflokk Athygli hefur vakið að Benedikt og Óttarr hafa alltaf verið saman á fundum með Bjarna um stjórnarmyndunarviðræður, en fyrir kosningar hafði Óttarr lýst yfir vilja til samstarfs með Pírötum, Vinstri grænum og Samfylkingunni. „Við erum búnir að lýsa því yfir, við Óttarr, að við ætlum að hafa samleið í þessum viðræðum,“ segir Benedikt og bætir við að það samstarf einskorðist ekki við stjórn með Sjálfstæðisflokki. „Ég held að það svosem tengist nú ekki Sjálfstæðisflokknum, það tengist bara okkar stefnumálum.“ Aðspurður segir Benedikt að fundurinn hafi verið ákveðið framhald af viðræðum síðustu viku. „Já það má segja það, það hafi verið þannig, það var reynt að skýra mál betur. Samskiptin eru fín en það er ekki þar með sagt að menn séu sammála um allt, en það var nú vitað fyrirfram.“ Innan Sjálfstæðisflokks hafa menn verið að horfa til Vinstri grænna en flokkarnir tveir hafa samtals þrjátíu og einn þingmann og þyrftu því að bæta við einum flokki hið minnsta. Katrín Jakobsdóttir hefur hins vegar ítrekað sagt að hún vilji fyrst láta reyna á samstarf til vinstri fái hún umboð til stjórnarmyndunar. Ekki hefur náðst í Óttarr Proppé, Bjarna Benediktsson eða Katrínu Jakobsdóttur þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttastofu í kvöld. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Elliði vill fara í stjórn með VG Elliði Vignisson telur vert að skoða ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna með aðkomu Viðreisnar eða Bjartrar framtíðar. 31. október 2016 11:48 Eðlilegt að Bjarni skili stjórnarmyndunarumboðinu ef honum tekst ekki að mynda meirihluta Dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að fréttir af stjórnarmyndunarviðræðum ættu að berast á allra næstu dögum. 7. nóvember 2016 19:25 Bjarni fundaði með Óttari og Benedikt í kvöld Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins fundaði með Óttari Proppé formanni Bjartrar framtíðar og Benedikt Jóhannessyni formanni Viðreisnar fyrr í kvöld. 7. nóvember 2016 20:05 Baldur telur Bjarna dreyma um samstarf við Katrínu Stjórnmálafræðingurinn Baldur Þórhallsson er með athyglisverða greiningu á stöðu mála við stjórnarmyndun þegar vika er liðin frá kjördegi. 5. nóvember 2016 20:58 Óttarr: Ekki byrjað að ræða hver ætti að leiða fjögurra flokka stjórn Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir að fundur þeirra Benedikts Jóhannessonar formanns Viðreisnar með Katrínu Jakobsdóttur formanni Vinstri grænna í vikunni hafi verið almennur þar sem þau hafi verið að reyna að horfa í möguleikana sem úrslit kosninganna bjóða upp á. 4. nóvember 2016 11:44 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Sjá meira
„Það var nú svosem kannski ekki margt nýtt sem kom fram á fundinum. Þetta var bara svona spjall um hver væru aðal málefni flokkanna og svoleiðis. Sem svo sem hefur verið farið yfir áður en það var ágætt að fara yfir það aftur bara,“ segir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, í samtali við Vísi. Benedikt fundaði í kvöld með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, og Óttari Proppé, formanni Bjartrar framtíðar. Fundur þremenninganna stóð í rúman klukkutíma en ekki eru neinar formlegar stjórnarmyndunarviðræður hafnar. Aðspurður segir Benedikt ekki eiga von á tíðindum um formlegar viðræður. „Ég á nú ekki beinlínis von á því, en þetta svosem liggur hjá Bjarna, hann er í bílstjórasætinu.“Ólíklegt verður að telja að þau þessi, sem nú leiða tvo stærstu stjórnmálaflokka landsins, starfi saman í ríkisstjórn.visir/anton brinkSamstarfið einskorðast ekki við Sjálfstæðisflokk Athygli hefur vakið að Benedikt og Óttarr hafa alltaf verið saman á fundum með Bjarna um stjórnarmyndunarviðræður, en fyrir kosningar hafði Óttarr lýst yfir vilja til samstarfs með Pírötum, Vinstri grænum og Samfylkingunni. „Við erum búnir að lýsa því yfir, við Óttarr, að við ætlum að hafa samleið í þessum viðræðum,“ segir Benedikt og bætir við að það samstarf einskorðist ekki við stjórn með Sjálfstæðisflokki. „Ég held að það svosem tengist nú ekki Sjálfstæðisflokknum, það tengist bara okkar stefnumálum.“ Aðspurður segir Benedikt að fundurinn hafi verið ákveðið framhald af viðræðum síðustu viku. „Já það má segja það, það hafi verið þannig, það var reynt að skýra mál betur. Samskiptin eru fín en það er ekki þar með sagt að menn séu sammála um allt, en það var nú vitað fyrirfram.“ Innan Sjálfstæðisflokks hafa menn verið að horfa til Vinstri grænna en flokkarnir tveir hafa samtals þrjátíu og einn þingmann og þyrftu því að bæta við einum flokki hið minnsta. Katrín Jakobsdóttir hefur hins vegar ítrekað sagt að hún vilji fyrst láta reyna á samstarf til vinstri fái hún umboð til stjórnarmyndunar. Ekki hefur náðst í Óttarr Proppé, Bjarna Benediktsson eða Katrínu Jakobsdóttur þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttastofu í kvöld.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Elliði vill fara í stjórn með VG Elliði Vignisson telur vert að skoða ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna með aðkomu Viðreisnar eða Bjartrar framtíðar. 31. október 2016 11:48 Eðlilegt að Bjarni skili stjórnarmyndunarumboðinu ef honum tekst ekki að mynda meirihluta Dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að fréttir af stjórnarmyndunarviðræðum ættu að berast á allra næstu dögum. 7. nóvember 2016 19:25 Bjarni fundaði með Óttari og Benedikt í kvöld Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins fundaði með Óttari Proppé formanni Bjartrar framtíðar og Benedikt Jóhannessyni formanni Viðreisnar fyrr í kvöld. 7. nóvember 2016 20:05 Baldur telur Bjarna dreyma um samstarf við Katrínu Stjórnmálafræðingurinn Baldur Þórhallsson er með athyglisverða greiningu á stöðu mála við stjórnarmyndun þegar vika er liðin frá kjördegi. 5. nóvember 2016 20:58 Óttarr: Ekki byrjað að ræða hver ætti að leiða fjögurra flokka stjórn Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir að fundur þeirra Benedikts Jóhannessonar formanns Viðreisnar með Katrínu Jakobsdóttur formanni Vinstri grænna í vikunni hafi verið almennur þar sem þau hafi verið að reyna að horfa í möguleikana sem úrslit kosninganna bjóða upp á. 4. nóvember 2016 11:44 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Sjá meira
Elliði vill fara í stjórn með VG Elliði Vignisson telur vert að skoða ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna með aðkomu Viðreisnar eða Bjartrar framtíðar. 31. október 2016 11:48
Eðlilegt að Bjarni skili stjórnarmyndunarumboðinu ef honum tekst ekki að mynda meirihluta Dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að fréttir af stjórnarmyndunarviðræðum ættu að berast á allra næstu dögum. 7. nóvember 2016 19:25
Bjarni fundaði með Óttari og Benedikt í kvöld Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins fundaði með Óttari Proppé formanni Bjartrar framtíðar og Benedikt Jóhannessyni formanni Viðreisnar fyrr í kvöld. 7. nóvember 2016 20:05
Baldur telur Bjarna dreyma um samstarf við Katrínu Stjórnmálafræðingurinn Baldur Þórhallsson er með athyglisverða greiningu á stöðu mála við stjórnarmyndun þegar vika er liðin frá kjördegi. 5. nóvember 2016 20:58
Óttarr: Ekki byrjað að ræða hver ætti að leiða fjögurra flokka stjórn Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir að fundur þeirra Benedikts Jóhannessonar formanns Viðreisnar með Katrínu Jakobsdóttur formanni Vinstri grænna í vikunni hafi verið almennur þar sem þau hafi verið að reyna að horfa í möguleikana sem úrslit kosninganna bjóða upp á. 4. nóvember 2016 11:44