Þetta verður þolinmæðisverk Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. nóvember 2016 06:00 Geir messar yfir sínum mönnum í Tékkaleiknum. vísir/ernir „Þetta var áhugavert ferðalag og engin skemmtun. Að þurfa að taka rútu í fimm klukkutíma eftir að hafa verið í tveimur flugum er ekki beint ákjósanlegt,“ segir Geir Sveinsson landsliðsþjálfari eftir komuna til Sumy í Úkraínu. „Í sjálfu sér á þetta ekkert að vera leyfilegt að mínu mati. Þessir leikir eiga að vera spilaðir nálægt alþjóðaflugvöllum. Þær voru ansi margar holurnar á þessum sveitavegum þannig að menn náðu nú ekki beint mikilli hvíld í rútunni.“ Til að bæta gráu ofan á svart þá skiluðu ekki allar töskur sér til Úkraínu. Það tafði brottför frá flugvellinum í Úkraínu um einn og hálfan tíma. Meðal annars vantaði búninga og bolta en það átti að skila sér í tíma fyrir leikinn í dag sem hefst klukkan 16.00. Heilsufarið á leikmannahópnum eftir sigurinn gegn Tékkum er nokkuð gott og aðeins einn leikmaður að glíma við meiðsli. „Gunnar Steinn Jónsson er spurningamerki og þess vegna kom Janus Daði Smárason með okkur út. Ég held að allir aðrir í hópnum eigi klárlega að geta spilað.“Verðugt verkefni Úkraína er búið með einn leik í riðlinum rétt eins og Ísland. Úkraínumenn spiluðu í Makedóníu á miðvikudag og máttu sætta sig við sex marka tap, 27-21, eftir að hafa verið þrem mörkum undir, 13-10, í hálfleik. „Ég sagði fyrir forkeppnina að þeir væru svolítið óskrifað blað. Á pappírnum ættu þeir að vera sísta liðið í riðlinum. Nú er ég búinn að skoða leik þeirra gegn Makedóníu og alveg ljóst að þetta er hörkulið,“ segir þjálfarinn og varar við því að fólk sé að gera lítið úr andstæðingnum. „Það var ekki fyrr en síðustu fimm mínúturnar sem Makedónía náði að hrista þá af sér og klára leikinn. Þetta eru ungir, stórir og kröftugir strákar. Það er mikil hæð í þessu liði. Þeir spila alþjóðlegan bolta og gerðu þetta virkilega vel gegn Makedóníu. Þetta er því mjög verðugt verkefni.“Vörnin hreyfanlegri Landsliðsþjálfarinn segir að liðið þurfi að breyta ákveðnum áherslum í leik sínum frá því í leiknum gegn Tékkum og þá sérstaklega í vörninni. „Við þurfum að vera hreyfanlegri í varnarleiknum. Hér erum við að glíma við stærri og öflugri skyttur. Við verðum að ganga út í þessa leikmenn. Í sóknarleiknum þurfum við síðan að vera mjög agaðir og hreyfa þessa stóru leikmenn hjá þeim. Þetta verður þolinmæðisverk,“ segir Geir en hann hafði aðeins gærdaginn til þess að undirbúa liðið fyrir leikinn. Hvað lagði hann áherslu á þar? „Við verðum að prófa ákveðnar leiðir í sókninni sem við teljum að gætu virkað gegn þessu liði. Við reynum að byggja ofan á það sem við vorum að gera gegn Tékkunum. Við komum með eitthvað nýtt sem við notuðum ekki heima. Svo þurfum við að halda varnarleiknum stöðugum og reyna að ná fram örlítið betri samvinnu á milli varnar og markvarðar.“Markmiðið klárt Þó svo Geir beri mikla virðingu fyrir andstæðingnum þá er ekkert launungarmál að hann er kominn til Úkraínu til að sækja tvö stig. „Það er ekkert annað í stöðunni. Við ætlum okkur alltaf tvö stig og markmiðið hér úti er klárt. Það er að sækja tvo punkta.“ EM 2018 í handbolta Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Sjá meira
„Þetta var áhugavert ferðalag og engin skemmtun. Að þurfa að taka rútu í fimm klukkutíma eftir að hafa verið í tveimur flugum er ekki beint ákjósanlegt,“ segir Geir Sveinsson landsliðsþjálfari eftir komuna til Sumy í Úkraínu. „Í sjálfu sér á þetta ekkert að vera leyfilegt að mínu mati. Þessir leikir eiga að vera spilaðir nálægt alþjóðaflugvöllum. Þær voru ansi margar holurnar á þessum sveitavegum þannig að menn náðu nú ekki beint mikilli hvíld í rútunni.“ Til að bæta gráu ofan á svart þá skiluðu ekki allar töskur sér til Úkraínu. Það tafði brottför frá flugvellinum í Úkraínu um einn og hálfan tíma. Meðal annars vantaði búninga og bolta en það átti að skila sér í tíma fyrir leikinn í dag sem hefst klukkan 16.00. Heilsufarið á leikmannahópnum eftir sigurinn gegn Tékkum er nokkuð gott og aðeins einn leikmaður að glíma við meiðsli. „Gunnar Steinn Jónsson er spurningamerki og þess vegna kom Janus Daði Smárason með okkur út. Ég held að allir aðrir í hópnum eigi klárlega að geta spilað.“Verðugt verkefni Úkraína er búið með einn leik í riðlinum rétt eins og Ísland. Úkraínumenn spiluðu í Makedóníu á miðvikudag og máttu sætta sig við sex marka tap, 27-21, eftir að hafa verið þrem mörkum undir, 13-10, í hálfleik. „Ég sagði fyrir forkeppnina að þeir væru svolítið óskrifað blað. Á pappírnum ættu þeir að vera sísta liðið í riðlinum. Nú er ég búinn að skoða leik þeirra gegn Makedóníu og alveg ljóst að þetta er hörkulið,“ segir þjálfarinn og varar við því að fólk sé að gera lítið úr andstæðingnum. „Það var ekki fyrr en síðustu fimm mínúturnar sem Makedónía náði að hrista þá af sér og klára leikinn. Þetta eru ungir, stórir og kröftugir strákar. Það er mikil hæð í þessu liði. Þeir spila alþjóðlegan bolta og gerðu þetta virkilega vel gegn Makedóníu. Þetta er því mjög verðugt verkefni.“Vörnin hreyfanlegri Landsliðsþjálfarinn segir að liðið þurfi að breyta ákveðnum áherslum í leik sínum frá því í leiknum gegn Tékkum og þá sérstaklega í vörninni. „Við þurfum að vera hreyfanlegri í varnarleiknum. Hér erum við að glíma við stærri og öflugri skyttur. Við verðum að ganga út í þessa leikmenn. Í sóknarleiknum þurfum við síðan að vera mjög agaðir og hreyfa þessa stóru leikmenn hjá þeim. Þetta verður þolinmæðisverk,“ segir Geir en hann hafði aðeins gærdaginn til þess að undirbúa liðið fyrir leikinn. Hvað lagði hann áherslu á þar? „Við verðum að prófa ákveðnar leiðir í sókninni sem við teljum að gætu virkað gegn þessu liði. Við reynum að byggja ofan á það sem við vorum að gera gegn Tékkunum. Við komum með eitthvað nýtt sem við notuðum ekki heima. Svo þurfum við að halda varnarleiknum stöðugum og reyna að ná fram örlítið betri samvinnu á milli varnar og markvarðar.“Markmiðið klárt Þó svo Geir beri mikla virðingu fyrir andstæðingnum þá er ekkert launungarmál að hann er kominn til Úkraínu til að sækja tvö stig. „Það er ekkert annað í stöðunni. Við ætlum okkur alltaf tvö stig og markmiðið hér úti er klárt. Það er að sækja tvo punkta.“
EM 2018 í handbolta Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Sjá meira