Afganskir flóttamenn flykkjast aftur til heimalandsins Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 4. nóvember 2016 15:17 Margir Afganir segjast hafa orðið fyrir áreiti af hálfu pakistanskra stjórnvalda og á það þátt í því að margir skráðra afganskra flóttamanna neyðast til að yfirgefa landið Búist er við að 1,5 milljónir flóttamanna muni flytja til Afganistan þegar árinu lýkur en fólkið á það sameiginlegt að vera Afganir sem hafa flúið heimaland sitt á seinustu árum og áratugum. Afganistan er því að taka við meira af afgönskum flóttamönnum á þessu ári en Evrópa og Suður-Asía til samans. Þetta kemur fram í grein New York Times.Sumir þeirra munu koma frá Evrópu en samkomulag náðist á milli Evrópusambandsins og Afganistans í október um að afhenda aftur þá afgönsku flóttamenn sem ekki fengu landvistarleyfi. Stór hluti kemur einnig frá Íran og Pakistan. Sameinuðu þjóðirnar segja að Pakistan og Íran hýsi nú um 1,3 milljónir afganskra flóttamanna en þar að auki hafast um 700.000 óskráðra afganskra flóttamanna þar að. Verða fyrir áreiti Margir Afganir segjast hafa orðið fyrir áreiti af hálfu pakistanskra stjórnvalda og á það þátt í því að margir skráðra afganskra flóttamanna neyðast til að yfirgefa landið. Talsverður hluti þessara afgönsku flóttamanna hafa jafnvel dvalið í Pakistan í fleiri áratugi. Nú standa þeir hins vegar frammi fyrir því að þurfa að snúa aftur heim þar sem skilyrðin í nýju heimalöndunum séu orðin óbærileg og þeim gert erfitt fyrir af stjórnvöldum.Ströng tímamörk Stjórnvöld í Pakistan hafa einnig gefið óskráðum flóttamönnum þau fyrirmæli að þeir þurfi að afla sér löglegra skilríkja og pappíra á borð við landvistarleyfi og vegabréf. Þeir hafa til 15. nóvember næstkomandi en ef þeir hafa ekki náð að uppfylla þessi skilyrði fyrir þann tíma eiga þeir á hættu á því að verða handteknir eða vísað úr landi. Þessi þróun gæti valdið því að fleiri afganskir flóttamenn muni yfirgefa Pakistan á komandi vikum. Þeir geta flestir ekki farið aftur til gamla heimabæjar síns enda oft sem heimabærinn er illa farinn og stríðshrjáður.Gera stjórnvöldum erfitt fyrir Samkvæmt yfirvöldum í Afganistan gerir þessi mikli aðflutningur flóttamanna stjórnvöldum erfitt fyrir enda landið í erfiðri stöðu eftir mikil stríðsátök. Fjármagn vantar og hjálparsamtök ná ekki að halda utan um allan þennan fjölda sem streymir inn í landið. Samkvæmt afgönskum stjórnvöldum hefur stríðið í landinu leitt til mikilla brottfluttninga frá átakasvæðum landsins. Á síðustu tveimur mánuðum hafa 600.000 manns þurft að yfirgefa heimili sín og bætast því við þá 1,2 milljónir flóttamanna sem þegar voru í landinu. Þannig er flóttamannafjöldi þeirra sem dvalið hafa í landinu fljótlega kominn upp í 1,8 milljón manns. Við þetta bætist innflutningur 1,5 milljóna flóttamanna frá Evrópu, Pakistan og Íran. Það þýðir að þrjár milljónir flóttamanna, þeir sem sendir voru aftur til landsins og þeir sem aldrei fóru, dvelja nú innan landamæra Afganistans en það er mesti fjöldi sem hefur verið. Flóttamenn Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Búist er við að 1,5 milljónir flóttamanna muni flytja til Afganistan þegar árinu lýkur en fólkið á það sameiginlegt að vera Afganir sem hafa flúið heimaland sitt á seinustu árum og áratugum. Afganistan er því að taka við meira af afgönskum flóttamönnum á þessu ári en Evrópa og Suður-Asía til samans. Þetta kemur fram í grein New York Times.Sumir þeirra munu koma frá Evrópu en samkomulag náðist á milli Evrópusambandsins og Afganistans í október um að afhenda aftur þá afgönsku flóttamenn sem ekki fengu landvistarleyfi. Stór hluti kemur einnig frá Íran og Pakistan. Sameinuðu þjóðirnar segja að Pakistan og Íran hýsi nú um 1,3 milljónir afganskra flóttamanna en þar að auki hafast um 700.000 óskráðra afganskra flóttamanna þar að. Verða fyrir áreiti Margir Afganir segjast hafa orðið fyrir áreiti af hálfu pakistanskra stjórnvalda og á það þátt í því að margir skráðra afganskra flóttamanna neyðast til að yfirgefa landið. Talsverður hluti þessara afgönsku flóttamanna hafa jafnvel dvalið í Pakistan í fleiri áratugi. Nú standa þeir hins vegar frammi fyrir því að þurfa að snúa aftur heim þar sem skilyrðin í nýju heimalöndunum séu orðin óbærileg og þeim gert erfitt fyrir af stjórnvöldum.Ströng tímamörk Stjórnvöld í Pakistan hafa einnig gefið óskráðum flóttamönnum þau fyrirmæli að þeir þurfi að afla sér löglegra skilríkja og pappíra á borð við landvistarleyfi og vegabréf. Þeir hafa til 15. nóvember næstkomandi en ef þeir hafa ekki náð að uppfylla þessi skilyrði fyrir þann tíma eiga þeir á hættu á því að verða handteknir eða vísað úr landi. Þessi þróun gæti valdið því að fleiri afganskir flóttamenn muni yfirgefa Pakistan á komandi vikum. Þeir geta flestir ekki farið aftur til gamla heimabæjar síns enda oft sem heimabærinn er illa farinn og stríðshrjáður.Gera stjórnvöldum erfitt fyrir Samkvæmt yfirvöldum í Afganistan gerir þessi mikli aðflutningur flóttamanna stjórnvöldum erfitt fyrir enda landið í erfiðri stöðu eftir mikil stríðsátök. Fjármagn vantar og hjálparsamtök ná ekki að halda utan um allan þennan fjölda sem streymir inn í landið. Samkvæmt afgönskum stjórnvöldum hefur stríðið í landinu leitt til mikilla brottfluttninga frá átakasvæðum landsins. Á síðustu tveimur mánuðum hafa 600.000 manns þurft að yfirgefa heimili sín og bætast því við þá 1,2 milljónir flóttamanna sem þegar voru í landinu. Þannig er flóttamannafjöldi þeirra sem dvalið hafa í landinu fljótlega kominn upp í 1,8 milljón manns. Við þetta bætist innflutningur 1,5 milljóna flóttamanna frá Evrópu, Pakistan og Íran. Það þýðir að þrjár milljónir flóttamanna, þeir sem sendir voru aftur til landsins og þeir sem aldrei fóru, dvelja nú innan landamæra Afganistans en það er mesti fjöldi sem hefur verið.
Flóttamenn Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira