Góður kennari skiptir öllu máli Valdimar Víðisson skrifar 2. nóvember 2016 15:50 Á þessu ári hafa grunnskólakennarar fellt kjarasamning í tvígang. Fyrst í júní og svo aftur núna í haust. Stjórn FG (félags grunnskólakennara) ákvað því að heimsækja skóla til að heyra beint í kennurum. Gott framtak sem mun ábyggilega skila miklu í þá vinnu sem er framundan. Grunnskólakennarar voru því tiltölulega rólegir þar sem þessi vinna er í gangi. En hvað gerist svo? Jú, kjararáð ákveður að hækka laun æðstu embætismanna um mörg hundruð þúsund, ekki á ári, nei, á mánuði. Launahækkanirnar eru hærri heldur en meðalkennari er að fá útborgað um hver mánaðarmót. Þessi ákvörðun var því ákveðið kjaftshögg fyrir kennarastéttina sem er samningslaus og þarf að berjast fyrir hverju einasta prósenti í launahækkunum. Þar fyrir utan þurfa kennarar að skilgreina vinnutímann sinn og verkefni. Það þurfa þeir ekki að gera sem heyra undir kjararáð. Hver er sanngirnin í því? Eru þeir sem heyra undir kjararáð merkilegra og betra fólk en við hin? Grunnskólakennarar eru svo langt í frá öfundsverðir af sínum launum. Einhleypur kennari með börn á sínu framfæri þarf að vera í aukavinnu til að láta enda ná saman. Hver er sanngirnin í því? Starf grunnskólakennara er mjög gefandi og skemmtilegt starf. En það er mikið álagsstarf og áreitið er gífurlega mikið. Laun þeirra þurfa því að vera góð. Þetta er ekki spurning um að semja um vinnutíma, verkefni eða viðveru, þetta er spurning um að hækka launin og það umtalsvert. Viðsemjendur kennara benda á að það hafa orðið hækkanir undanfarin ár, það er vissulega rétt. En það gleymist að kennarar voru þá að selja eitthvað annað eins og t.d. afsláttartíma í kennslu. Umræðan í samfélaginu er ekki alltaf með kennurum. Starfið er talað niður og því miður eru það í sumum tilfellum kennarar sjálfir sem gera það. Því þarf að breyta. Grunnskólakennarar hafa fáa bandamenn þar sem umræðan er oft á þá leið að kennarar séu svo oft í fríi, fái mikið svigrúm og fleira í þeim dúr. Kennari í fullu starfi skilar af sér tæplega 43 klst. á viku í vinnu. Umframtíminn sem hann vinnur er þá til að vinna af sér jóla- og páskafrí. Veikindafjarvistir kennara hafa aukist undanfarin ár. Ég tel að það sé að einhverju leyti vegna mikils álags. Kennarar eru oft búnir á því. Búnir á því vegna álags, áreitis og einnig einfaldlega langþreyttir á sinni stöðu. Ég skora því á sveitarfélögin að skoða þetta frá grunni. Við þurfum sátta kennara. Kennara sem eru stoltir af sínu starfi og sáttir með sín laun. Það eru mun færri sem hefja kennaranám í dag heldur en fyrir nokkrum árum og því lítur út fyrir að það verði kennaraskortur í framtíðinni. Af hverju sækja svona fáir í námið? Jú, það borgar sig bara ekki að leggja á sig þetta háskólanám fyrir þessi laun. Það er bara þannig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valdimar Víðisson Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Á þessu ári hafa grunnskólakennarar fellt kjarasamning í tvígang. Fyrst í júní og svo aftur núna í haust. Stjórn FG (félags grunnskólakennara) ákvað því að heimsækja skóla til að heyra beint í kennurum. Gott framtak sem mun ábyggilega skila miklu í þá vinnu sem er framundan. Grunnskólakennarar voru því tiltölulega rólegir þar sem þessi vinna er í gangi. En hvað gerist svo? Jú, kjararáð ákveður að hækka laun æðstu embætismanna um mörg hundruð þúsund, ekki á ári, nei, á mánuði. Launahækkanirnar eru hærri heldur en meðalkennari er að fá útborgað um hver mánaðarmót. Þessi ákvörðun var því ákveðið kjaftshögg fyrir kennarastéttina sem er samningslaus og þarf að berjast fyrir hverju einasta prósenti í launahækkunum. Þar fyrir utan þurfa kennarar að skilgreina vinnutímann sinn og verkefni. Það þurfa þeir ekki að gera sem heyra undir kjararáð. Hver er sanngirnin í því? Eru þeir sem heyra undir kjararáð merkilegra og betra fólk en við hin? Grunnskólakennarar eru svo langt í frá öfundsverðir af sínum launum. Einhleypur kennari með börn á sínu framfæri þarf að vera í aukavinnu til að láta enda ná saman. Hver er sanngirnin í því? Starf grunnskólakennara er mjög gefandi og skemmtilegt starf. En það er mikið álagsstarf og áreitið er gífurlega mikið. Laun þeirra þurfa því að vera góð. Þetta er ekki spurning um að semja um vinnutíma, verkefni eða viðveru, þetta er spurning um að hækka launin og það umtalsvert. Viðsemjendur kennara benda á að það hafa orðið hækkanir undanfarin ár, það er vissulega rétt. En það gleymist að kennarar voru þá að selja eitthvað annað eins og t.d. afsláttartíma í kennslu. Umræðan í samfélaginu er ekki alltaf með kennurum. Starfið er talað niður og því miður eru það í sumum tilfellum kennarar sjálfir sem gera það. Því þarf að breyta. Grunnskólakennarar hafa fáa bandamenn þar sem umræðan er oft á þá leið að kennarar séu svo oft í fríi, fái mikið svigrúm og fleira í þeim dúr. Kennari í fullu starfi skilar af sér tæplega 43 klst. á viku í vinnu. Umframtíminn sem hann vinnur er þá til að vinna af sér jóla- og páskafrí. Veikindafjarvistir kennara hafa aukist undanfarin ár. Ég tel að það sé að einhverju leyti vegna mikils álags. Kennarar eru oft búnir á því. Búnir á því vegna álags, áreitis og einnig einfaldlega langþreyttir á sinni stöðu. Ég skora því á sveitarfélögin að skoða þetta frá grunni. Við þurfum sátta kennara. Kennara sem eru stoltir af sínu starfi og sáttir með sín laun. Það eru mun færri sem hefja kennaranám í dag heldur en fyrir nokkrum árum og því lítur út fyrir að það verði kennaraskortur í framtíðinni. Af hverju sækja svona fáir í námið? Jú, það borgar sig bara ekki að leggja á sig þetta háskólanám fyrir þessi laun. Það er bara þannig.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun