Bjarni um kjararáð: „Kemur vel til greina að Alþingi grípi inn í“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. nóvember 2016 12:04 Bjarni á Bessastöðum í dag. Vísir/Eyþór „Það kemur vel til greina að Alþingi grípi inni,“ sagði Bjarni Benediktsson, starfandi fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins um umdeilda ákvörðun kjararáðs um hækkun á launum þingmanna, ráðherra og forseta. Hækkunin hefur valdið titringi í samfélaginu og hafa stjórnmálamenn og hagsmunasamtök kallað eftir því að ákvörðunin verði endurskoðuð. „Í fyrsta lagi hef ég fullan skilning á því að fólki þykir þetta vera úr öllum takti miðað við kjaramál undanfarin misseri,“ sagði Bjarni á Bessastöðum þar sem hann var nýtekinn við stjórnarmyndunarumboði frá forseta Íslands. Hann segir að endurskoða þurfi hlutverk kjararáðs. „Komi til þess að þingið grípi inn í þessi mál reynum við að skapa grundvöll fyrir varanlega lausn. Ég hef beitt fyrir því að lögum um kjararáð verði breytt með róttækum hætti. Þar var ég fyrst og fremst að vísa til þess að það væri óþarflega margir undir kjararáði. Það þarf að setja lög um það til hvers kjararáð eigi að líta til þegar kjör þeirra eru ákveðin. Bjarni sagði að nauðsynlegt gæti reynst að þingið myndi grípa inn í ákvörðun kjararáðs sem tekin var síðastliðinn laugardag, sama dag og þingkosningarnar fóru fram. Bjarni segist ekki hafa vitað af ákvörðun kjararáðs fyrirfram. „Nei, þetta er ákvörðun sem alfarið er tekin af kjararáði. Ég vissi ekki hvað kjararáð myndi ákveða.“ Kjaramál Kjararáð Kosningar 2016 Tengdar fréttir Skýlaus krafa að hafna hækkunum kjararáðs Verkalýðsfélög og hagsmunasamtök gagnrýna harðlega ákvörðun kjararáðs um hækkun launa til æðstu embættismanna. Krafist er að ákvörðunin verði tekin til baka annars sé stöðugleikanum ógnað og upplausn ríki í þjóðfélaginu. 2. nóvember 2016 07:00 Fjöldi fyrrverandi þingmanna fær 44 prósent hærri eftirlaun Formaður Félags fyrrverandi alþingismanna segir "andstyggilegan svip“ á hækkun kjararáðs á launum þingmanna og ráðherra. Margir fyrrverandi þingmenn og ráðherrar fá samsvarandi hækkun á sín eftirlaun. 2. nóvember 2016 07:00 Forsetinn um launahækkun kjararáðs: „Ég bað ekki um þessa kauphækkun“ Guðni sagði að þangað til annað kæmi í ljós myndi hann láta þessa hækkun renna til góðra málefna. 2. nóvember 2016 11:29 Kostnaður ríkisins vegna launa þjóðkjörinna fulltrúa eykst um 41 prósent Ákvörðun kjararáðs á kjördag felur í sér um 0,25 prósenta hækkun á launakostnaði ríkisins. 2. nóvember 2016 11:17 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
„Það kemur vel til greina að Alþingi grípi inni,“ sagði Bjarni Benediktsson, starfandi fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins um umdeilda ákvörðun kjararáðs um hækkun á launum þingmanna, ráðherra og forseta. Hækkunin hefur valdið titringi í samfélaginu og hafa stjórnmálamenn og hagsmunasamtök kallað eftir því að ákvörðunin verði endurskoðuð. „Í fyrsta lagi hef ég fullan skilning á því að fólki þykir þetta vera úr öllum takti miðað við kjaramál undanfarin misseri,“ sagði Bjarni á Bessastöðum þar sem hann var nýtekinn við stjórnarmyndunarumboði frá forseta Íslands. Hann segir að endurskoða þurfi hlutverk kjararáðs. „Komi til þess að þingið grípi inn í þessi mál reynum við að skapa grundvöll fyrir varanlega lausn. Ég hef beitt fyrir því að lögum um kjararáð verði breytt með róttækum hætti. Þar var ég fyrst og fremst að vísa til þess að það væri óþarflega margir undir kjararáði. Það þarf að setja lög um það til hvers kjararáð eigi að líta til þegar kjör þeirra eru ákveðin. Bjarni sagði að nauðsynlegt gæti reynst að þingið myndi grípa inn í ákvörðun kjararáðs sem tekin var síðastliðinn laugardag, sama dag og þingkosningarnar fóru fram. Bjarni segist ekki hafa vitað af ákvörðun kjararáðs fyrirfram. „Nei, þetta er ákvörðun sem alfarið er tekin af kjararáði. Ég vissi ekki hvað kjararáð myndi ákveða.“
Kjaramál Kjararáð Kosningar 2016 Tengdar fréttir Skýlaus krafa að hafna hækkunum kjararáðs Verkalýðsfélög og hagsmunasamtök gagnrýna harðlega ákvörðun kjararáðs um hækkun launa til æðstu embættismanna. Krafist er að ákvörðunin verði tekin til baka annars sé stöðugleikanum ógnað og upplausn ríki í þjóðfélaginu. 2. nóvember 2016 07:00 Fjöldi fyrrverandi þingmanna fær 44 prósent hærri eftirlaun Formaður Félags fyrrverandi alþingismanna segir "andstyggilegan svip“ á hækkun kjararáðs á launum þingmanna og ráðherra. Margir fyrrverandi þingmenn og ráðherrar fá samsvarandi hækkun á sín eftirlaun. 2. nóvember 2016 07:00 Forsetinn um launahækkun kjararáðs: „Ég bað ekki um þessa kauphækkun“ Guðni sagði að þangað til annað kæmi í ljós myndi hann láta þessa hækkun renna til góðra málefna. 2. nóvember 2016 11:29 Kostnaður ríkisins vegna launa þjóðkjörinna fulltrúa eykst um 41 prósent Ákvörðun kjararáðs á kjördag felur í sér um 0,25 prósenta hækkun á launakostnaði ríkisins. 2. nóvember 2016 11:17 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Skýlaus krafa að hafna hækkunum kjararáðs Verkalýðsfélög og hagsmunasamtök gagnrýna harðlega ákvörðun kjararáðs um hækkun launa til æðstu embættismanna. Krafist er að ákvörðunin verði tekin til baka annars sé stöðugleikanum ógnað og upplausn ríki í þjóðfélaginu. 2. nóvember 2016 07:00
Fjöldi fyrrverandi þingmanna fær 44 prósent hærri eftirlaun Formaður Félags fyrrverandi alþingismanna segir "andstyggilegan svip“ á hækkun kjararáðs á launum þingmanna og ráðherra. Margir fyrrverandi þingmenn og ráðherrar fá samsvarandi hækkun á sín eftirlaun. 2. nóvember 2016 07:00
Forsetinn um launahækkun kjararáðs: „Ég bað ekki um þessa kauphækkun“ Guðni sagði að þangað til annað kæmi í ljós myndi hann láta þessa hækkun renna til góðra málefna. 2. nóvember 2016 11:29
Kostnaður ríkisins vegna launa þjóðkjörinna fulltrúa eykst um 41 prósent Ákvörðun kjararáðs á kjördag felur í sér um 0,25 prósenta hækkun á launakostnaði ríkisins. 2. nóvember 2016 11:17