Bjarni Benediktsson fær umboðið Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. nóvember 2016 11:23 Guðni á blaðamannafundinum. vísir/eyþór Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tilkynnti á blaðamannafundi nú fyrir skömmu að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, fái umboð til stjórnarmyndunar. Bjarna verður hins vegar gert að skila forseta skýrslu um framvindu mála í næstu viku, og tekin verður ákvörðun um framhaldið í kjölfarið.Þessi kostur vænlegastur til árangurs „Niðurstaðan núna er að fela formanni Sjálfstæðisflokks umboð til myndunar ríkisstjórnar sem njóti stuðnings meirihluta á Alþingi. Sjálfstæðisflokkur er stærstur flokka á þingi með tæplega 30 prósent stuðning í nýliðnum alþingiskosningum. Ljóst er í stöðunni að þessi kostur er vænlegastur til árangurs. Það er greinilegt síðustu daga að þetta er vænlegasta leiðin til myndunar ríkisstjórnar eins og sakir standa,“ sagði Guðni á fundinum. Guðni sagði að engar skýrar línur hefðu myndast þegar hann ræddi við forystufólk flokkanna á sunnudag. Hann hafi því talað við formenn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Viðreisnar á mánudag, en að Bjarni hafi verið vænlegasti kosturinn, enda Sjálfstæðisflokkur stærsti flokkurinn á þingi. „Það er greinilegt síðustu daga að þetta er vænlegasta leiðin til myndunar ríkisstjórnar eins og sakir standa. Umboð til stjórnarmyndunar þarf að vera byggt á traustum grunni og líkur á að afhending þess leiði til árangurs. Umboðinu er ekki ráðstafað eins og verðlaunagrip eða ráðstafað sjálfvirkt. Við miðuðum við það við formaður Sjálfsætðisflokks, sem ræddum saman fyrir stundu, að um helgina eða í næstu viku verði komið í ljós hvernig miði og að hann gefi mér skýrslu um það og við tökum svo ákvörðun í því framhaldi um næstu skref,“ bætti hann við.Afhending umboðsins formsatriði Guðni tók fram að þrátt fyrir að hefðin sé sú að forseti afhendi stjórnarmyndunarumboð, sé það ekki lögformleg athöfn. „Stundum er þetta formsatriði. Þá hefur það gerst að leiðtogar stjórnmálaflokka hafa komið sér saman um stjórnarmyndun. Stundum er þessi afhending stjórnarmyndunarumboðs upphaf flókins ferils þar sem niðurstaða liggur ekki fyrir,“ sagði hann. Kosningar 2016 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Fleiri fréttir Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tilkynnti á blaðamannafundi nú fyrir skömmu að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, fái umboð til stjórnarmyndunar. Bjarna verður hins vegar gert að skila forseta skýrslu um framvindu mála í næstu viku, og tekin verður ákvörðun um framhaldið í kjölfarið.Þessi kostur vænlegastur til árangurs „Niðurstaðan núna er að fela formanni Sjálfstæðisflokks umboð til myndunar ríkisstjórnar sem njóti stuðnings meirihluta á Alþingi. Sjálfstæðisflokkur er stærstur flokka á þingi með tæplega 30 prósent stuðning í nýliðnum alþingiskosningum. Ljóst er í stöðunni að þessi kostur er vænlegastur til árangurs. Það er greinilegt síðustu daga að þetta er vænlegasta leiðin til myndunar ríkisstjórnar eins og sakir standa,“ sagði Guðni á fundinum. Guðni sagði að engar skýrar línur hefðu myndast þegar hann ræddi við forystufólk flokkanna á sunnudag. Hann hafi því talað við formenn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Viðreisnar á mánudag, en að Bjarni hafi verið vænlegasti kosturinn, enda Sjálfstæðisflokkur stærsti flokkurinn á þingi. „Það er greinilegt síðustu daga að þetta er vænlegasta leiðin til myndunar ríkisstjórnar eins og sakir standa. Umboð til stjórnarmyndunar þarf að vera byggt á traustum grunni og líkur á að afhending þess leiði til árangurs. Umboðinu er ekki ráðstafað eins og verðlaunagrip eða ráðstafað sjálfvirkt. Við miðuðum við það við formaður Sjálfsætðisflokks, sem ræddum saman fyrir stundu, að um helgina eða í næstu viku verði komið í ljós hvernig miði og að hann gefi mér skýrslu um það og við tökum svo ákvörðun í því framhaldi um næstu skref,“ bætti hann við.Afhending umboðsins formsatriði Guðni tók fram að þrátt fyrir að hefðin sé sú að forseti afhendi stjórnarmyndunarumboð, sé það ekki lögformleg athöfn. „Stundum er þetta formsatriði. Þá hefur það gerst að leiðtogar stjórnmálaflokka hafa komið sér saman um stjórnarmyndun. Stundum er þessi afhending stjórnarmyndunarumboðs upphaf flókins ferils þar sem niðurstaða liggur ekki fyrir,“ sagði hann.
Kosningar 2016 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Fleiri fréttir Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Sjá meira