Kári: Dómgæslan eins og hún var fyrir 15-20 árum Smári Jökull Jónsson skrifar 19. nóvember 2016 15:21 Kári Garðarsson þjálfari Gróttu var gagnrýninn á dómarana eftir tapið gegn Stjörnunni í dag. Vísir/Ernir Kári Garðarsson þjálfari Gróttu var svekktur eftir að hans stúlkur biðu lægri hlut gegn Stjörnunni í Olís-deild kvenna í handknattleik. Grótta situr í 6.sæti deildarinnar eftir tapið. „Að sjálfsögðu er þetta sárt. Þetta var leikur þar sem við gátum tekið punkt eða jafnvel tvo punkta. Því miður féll þetta ekki fyrir okkur á lokakaflanum og þær náðu þessum eins marks sigri,“ sagði Kári þegar Vísir ræddi við hann að leik loknum. „Við förum með rosa mörg færi, klikkum á vítakasti og hraðaupphlaupum. Ég hefði viljað séð okkur nýta færin mun betur.“ Grótta byrjaði leikinn afar vel og komst í 6-2 forystu. Stjarnan kom hins vegar til baka og heimastúlkur áttu í erfiðleikum í sókninni. „Mér fannst ýmislegt ganga á á þeim tíma sem var mjög athyglisvert. Dómgæslan á þeim tímapunkti var eiginlega hlægileg. Ég á eiginlega ekki orð yfir því að það séu settir dómarar af þessu kaliberi á leik í efstu deild.“ „Þessi lið mættust í leikjum um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra sem dæmi má nefna og mér fannst ýmislegt sem hallaði á okkur í dómgæslunni,“ sagði Kári, afar ósáttur með þá Sigurgeir Sigurgeirsson og Ægi Örn Sigurgeirsson sem dæmdu leikinn í dag. „Þetta jafnast kannski út en þetta fór út í tóma steypu. Dómgæslan hérna í dag er eins og hún var fyrir 15-20 árum. Það eru brot sem eiga ekki að sjást, aukaköst dæmd þegar ekkert á að dæma og svo skrefaruglið. Ég hef bara ekki séð annað eins.“ Íslandsmeistaralið Gróttu hefur byrjaði mótið illa og er einungis með þrjá sigra úr tíu leikjum. Aðeins fjögur efstu lið deildarinnar fara í úrslitakeppnina og ljóst að Grótta þarf að taka sig á þegar deildin hefst á ný eftir áramót ætli þær sér að reyna að verja titilinn sem þær hafa unnið síðustu tvö árin. „Við verðum að bíða og sjá. Það hefur verið stígandi í þessu hjá okkur undanfarið og við náð tveimur sigrum í deild og einum í bikar. Nú tekur við leikjafrí fram í janúar og við þurfum að byggja okkur upp og koma enn grimmari til baka því það er stutt í að við förum að berjast þarna uppi.“ „Við erum enn að hugsa um að forða okkur frá þessu fallsæti, það er markmið númer eitt,“ sagði Kári Garðarsson þjálfari Gróttu að lokum og bætti við að hann ætti ekki von á að styrkja liðið fyrir átökin eftir áramótin. Íslenski handboltinn Innlendar Íþróttir Olís-deild kvenna Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Körfubolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Leik lokið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Körfubolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Sjá meira
Kári Garðarsson þjálfari Gróttu var svekktur eftir að hans stúlkur biðu lægri hlut gegn Stjörnunni í Olís-deild kvenna í handknattleik. Grótta situr í 6.sæti deildarinnar eftir tapið. „Að sjálfsögðu er þetta sárt. Þetta var leikur þar sem við gátum tekið punkt eða jafnvel tvo punkta. Því miður féll þetta ekki fyrir okkur á lokakaflanum og þær náðu þessum eins marks sigri,“ sagði Kári þegar Vísir ræddi við hann að leik loknum. „Við förum með rosa mörg færi, klikkum á vítakasti og hraðaupphlaupum. Ég hefði viljað séð okkur nýta færin mun betur.“ Grótta byrjaði leikinn afar vel og komst í 6-2 forystu. Stjarnan kom hins vegar til baka og heimastúlkur áttu í erfiðleikum í sókninni. „Mér fannst ýmislegt ganga á á þeim tíma sem var mjög athyglisvert. Dómgæslan á þeim tímapunkti var eiginlega hlægileg. Ég á eiginlega ekki orð yfir því að það séu settir dómarar af þessu kaliberi á leik í efstu deild.“ „Þessi lið mættust í leikjum um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra sem dæmi má nefna og mér fannst ýmislegt sem hallaði á okkur í dómgæslunni,“ sagði Kári, afar ósáttur með þá Sigurgeir Sigurgeirsson og Ægi Örn Sigurgeirsson sem dæmdu leikinn í dag. „Þetta jafnast kannski út en þetta fór út í tóma steypu. Dómgæslan hérna í dag er eins og hún var fyrir 15-20 árum. Það eru brot sem eiga ekki að sjást, aukaköst dæmd þegar ekkert á að dæma og svo skrefaruglið. Ég hef bara ekki séð annað eins.“ Íslandsmeistaralið Gróttu hefur byrjaði mótið illa og er einungis með þrjá sigra úr tíu leikjum. Aðeins fjögur efstu lið deildarinnar fara í úrslitakeppnina og ljóst að Grótta þarf að taka sig á þegar deildin hefst á ný eftir áramót ætli þær sér að reyna að verja titilinn sem þær hafa unnið síðustu tvö árin. „Við verðum að bíða og sjá. Það hefur verið stígandi í þessu hjá okkur undanfarið og við náð tveimur sigrum í deild og einum í bikar. Nú tekur við leikjafrí fram í janúar og við þurfum að byggja okkur upp og koma enn grimmari til baka því það er stutt í að við förum að berjast þarna uppi.“ „Við erum enn að hugsa um að forða okkur frá þessu fallsæti, það er markmið númer eitt,“ sagði Kári Garðarsson þjálfari Gróttu að lokum og bætti við að hann ætti ekki von á að styrkja liðið fyrir átökin eftir áramótin.
Íslenski handboltinn Innlendar Íþróttir Olís-deild kvenna Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Körfubolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Leik lokið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Körfubolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Sjá meira