Helga lyfti meira en 500 kílóum á HM | Tvíbætti Íslandsmetið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2016 15:00 Helga Guðmundsdóttir. Mynd/KRAFT/María Guðsteinsdóttir Helga Guðmundsdóttir keppti fyrst Íslendinga á heimsmeistaramótinu í kraftlyftingum sem stendur nú yfir í Orlando í Bandaríkjunum. Heimsmeistaramótið er sérstaklega sterkt að þessu sinni þar sem keppendur freista þess að ávinna sér rétt til þess að keppa á Heimsleikunum (World Games). Helga Guðmundsdóttir, sem keppir fyrir Lyftingafélag Hafnarfjarðar, er ein af þremur Íslendingum á mótinu en hinir eru Viktor Samúelsson í Kraftlyftingafélagi Akureyrar og Júlían J. K. Jóhannsson í Kraftlyftingadeild Ármanns. Helga var að keppa á sínu öðru heimsmeistaramóti en hún færði sig upp um þyngdarflokk og keppti nú í 72 kg flokknum. Helga stóð sig vel þrátt fyrir basl í byrjun en aðeins ellefu konur lyftu meira en hún. Mótið byrjaði erfiðlega hjá Helgu því hún fékk ekki gildar tvær fyrstu lyfturnar í hnébeygju þegar hún var að reyna við 185 kíló. Í þriðju tilraun gekk þó allt upp og hún náði að lyfta 185 kílóum. Helga mætti svo tvíefld til leiks í bekkpressuna sem gekk mjög vel hjá henni. Náði hún að tvíbæta eigið íslandsmet, en samtals bætti hún það um um 5 kg. Lyfti hún 132,5 kíló í annarri tilraun og gerði svo gott betur í síðustu lyftunni og náði að pressa upp 135 kíló. Í réttstöðulyftu náði Helga svo að lyfta 182,5 kílóum sem var jöfnun á hennar besta árangri Samanlagður árangur hennar var því 502,5 kg sem var persónuleg bæting og gaf henni 12. sætið í flokknum. Sigurvegari var Ana Rosa Castellain frá Brasilíu með 638 kg í samanlögðum árangri. Íþróttir Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Sjá meira
Helga Guðmundsdóttir keppti fyrst Íslendinga á heimsmeistaramótinu í kraftlyftingum sem stendur nú yfir í Orlando í Bandaríkjunum. Heimsmeistaramótið er sérstaklega sterkt að þessu sinni þar sem keppendur freista þess að ávinna sér rétt til þess að keppa á Heimsleikunum (World Games). Helga Guðmundsdóttir, sem keppir fyrir Lyftingafélag Hafnarfjarðar, er ein af þremur Íslendingum á mótinu en hinir eru Viktor Samúelsson í Kraftlyftingafélagi Akureyrar og Júlían J. K. Jóhannsson í Kraftlyftingadeild Ármanns. Helga var að keppa á sínu öðru heimsmeistaramóti en hún færði sig upp um þyngdarflokk og keppti nú í 72 kg flokknum. Helga stóð sig vel þrátt fyrir basl í byrjun en aðeins ellefu konur lyftu meira en hún. Mótið byrjaði erfiðlega hjá Helgu því hún fékk ekki gildar tvær fyrstu lyfturnar í hnébeygju þegar hún var að reyna við 185 kíló. Í þriðju tilraun gekk þó allt upp og hún náði að lyfta 185 kílóum. Helga mætti svo tvíefld til leiks í bekkpressuna sem gekk mjög vel hjá henni. Náði hún að tvíbæta eigið íslandsmet, en samtals bætti hún það um um 5 kg. Lyfti hún 132,5 kíló í annarri tilraun og gerði svo gott betur í síðustu lyftunni og náði að pressa upp 135 kíló. Í réttstöðulyftu náði Helga svo að lyfta 182,5 kílóum sem var jöfnun á hennar besta árangri Samanlagður árangur hennar var því 502,5 kg sem var persónuleg bæting og gaf henni 12. sætið í flokknum. Sigurvegari var Ana Rosa Castellain frá Brasilíu með 638 kg í samanlögðum árangri.
Íþróttir Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Sjá meira