"Computer says no“ Ólafur Rúnarsson skrifar 18. nóvember 2016 00:00 Nú hafa tónlistarskólakennarar verið samningslausir í meira en ár og ekkert bólar á því að nýr samningur sé á næsta leiti. Eftir fimm vikna verkfall árið 2014 var skrifað undir samning til eins árs, einhvers konar vopnahléssamning, og áttu viðræður að halda áfram samkvæmt viðræðuplani. Ekkert hefur því miður miðað í þessum viðræðum við sveitarfélögin.Hampa okkur á tyllidögum En við hverja erum við tónlistarskólakennarar að semja? Eru það ekki hinir kjörnu fulltrúar sem við kjósum á fjögurra ára fresti? Þeir sömu og hampa okkur á tyllidögum þegar við mætum á viðburði með söngvarann, lúðrasveitina, kammersveitina o.s.frv. í okkar samfélögum. Eða erum við að semja við óhagganlegt „kerfi embættismanna“, lesist Samband íslenskra sveitarfélaga? Er það ekki hentugt fyrir hina kjörnu fulltrúa að vísa ábyrgðinni yfir á eitthvert samband sem tekur að sér að vera vondi kallinn og snúa sér svo að þeim sem kusu þá og segjast hafa skilning á kröfum þeirra? Til hvers var þá verið að færa þessi málefni yfir í nærsamfélagið á sveitarstjórnarstigi? Eru hinir kjörnu fulltrúar okkar ekki kosnir til þess að útdeila og forgangsraða í þágu nærsamfélagsins?Ekkert sem þeir geta gert Á þessu ári hafa bæði Bretar og Bandaríkjamenn kosið að hafna hinu andlitslausa embættismannakerfi. Brexit og kosning DonaldsTrump er kall á breytingar og lýsir þreytu á kerfi sem fríar kjörna fulltrúa ábyrgð. Svörin sem við fáum frá hinum kjörnu fulltrúum eru á þá leið að það sé ekkert sem þeir geti gert. Erum við að stefna í sömu átt, er þetta framtíðin? Ætla hinir kjörnu fulltrúar okkar að skýla sér á bak við frasann „computer says no“?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brexit Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Nú hafa tónlistarskólakennarar verið samningslausir í meira en ár og ekkert bólar á því að nýr samningur sé á næsta leiti. Eftir fimm vikna verkfall árið 2014 var skrifað undir samning til eins árs, einhvers konar vopnahléssamning, og áttu viðræður að halda áfram samkvæmt viðræðuplani. Ekkert hefur því miður miðað í þessum viðræðum við sveitarfélögin.Hampa okkur á tyllidögum En við hverja erum við tónlistarskólakennarar að semja? Eru það ekki hinir kjörnu fulltrúar sem við kjósum á fjögurra ára fresti? Þeir sömu og hampa okkur á tyllidögum þegar við mætum á viðburði með söngvarann, lúðrasveitina, kammersveitina o.s.frv. í okkar samfélögum. Eða erum við að semja við óhagganlegt „kerfi embættismanna“, lesist Samband íslenskra sveitarfélaga? Er það ekki hentugt fyrir hina kjörnu fulltrúa að vísa ábyrgðinni yfir á eitthvert samband sem tekur að sér að vera vondi kallinn og snúa sér svo að þeim sem kusu þá og segjast hafa skilning á kröfum þeirra? Til hvers var þá verið að færa þessi málefni yfir í nærsamfélagið á sveitarstjórnarstigi? Eru hinir kjörnu fulltrúar okkar ekki kosnir til þess að útdeila og forgangsraða í þágu nærsamfélagsins?Ekkert sem þeir geta gert Á þessu ári hafa bæði Bretar og Bandaríkjamenn kosið að hafna hinu andlitslausa embættismannakerfi. Brexit og kosning DonaldsTrump er kall á breytingar og lýsir þreytu á kerfi sem fríar kjörna fulltrúa ábyrgð. Svörin sem við fáum frá hinum kjörnu fulltrúum eru á þá leið að það sé ekkert sem þeir geti gert. Erum við að stefna í sömu átt, er þetta framtíðin? Ætla hinir kjörnu fulltrúar okkar að skýla sér á bak við frasann „computer says no“?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar