Kennarar sætta sig við 600-700 þúsund krónur í mánaðarlaun Jóhann K. Jóhannsson skrifar 15. nóvember 2016 18:56 Kennarar telja eðlilegt að laun þeirra séu á bilinu sex til sjö hundruð þúsund krónur. Mikill hiti er í stéttinni vegna kjaramála og krefjast kennarar tafarlausra breytinga. Samstöðufundur grunnskólakennara var haldinn í troðfullu Háskólabíói í dag. Nemendur í sjöunda bekk Melaskóla urðu ekki mikið vör við það að kennarar ætluðu sér að ganga út frá störfum sínum í dag enda lauk kennslu skömmu áður en kennarar gengu fylktu liði frá skólanum og yfir í Háskólabíó þar sem grasrót kennara hafði boðað til samstöðufundar vegna kjarabaráttu þeirra. Troð fullt var út úr dyrum og þurfum margir að standa í anddyri Háskólabíós og fylgjast þar með ræðuhöldum. „Það er löngu kominn tími til þess að það sé hlustað á okkur. Að mark sé tekið á kröfum okkar í kjaramálum. Núna verður það að gerast. Hversu oft höfum við kennarar ekki látið beygja okkur þegar kjaramál okkar eru annars vegar. Við erum búin að selja allt nema kennarastólana undan okkur,“ sagði Sigrún Björk Cortes, kennari, í ræðu sinni á samstöðufundinum í dag. Fyrsti samningafundur kennara við sveitarfélögin hjá Ríkissáttasemjara var haldin í gær og næsti fundur er boðaður á morgun en ljóst er að samninganefndirnar fá ekki langan tíma til þess að leggja fram nýjan kjarasamning. En hvað ætli kennarar myndu sætta sig við í mánaðarlaun? „Ætli lágmarkslaun séu ekki allavega 600 þúsund...lágmarks,“ sagði Stefanía Ósk Þorsteinsdóttir, kennari við Lágafellskóla. „Ég vill fá nokkuð góða launahækkun til þess að geta haldið áfram,“ sagði Helga Sveinsdóttir, kennari við Rimaskóla. „Ég yrði alveg ágætlega sátt við 600-700 þúsund. Maður er núna rétt með helminginn af því,“ sagði Þórunn Grétarsdóttir, kennari við Öldutúnsskóla. Hópur kennara hélt svo af samstöðufundinum og yfir í Hagaskóla þar sem borgarstjórn var með fund og vildu þannig koma kröfum sínum betur á framfæri við borgarstjóra. Nýlega kynnti Reykjavíkurborg betri afkomu borgarinnar og spurningin er mun það skila sér í launaumslag kennara í Reykjavík?„Við bættum við peningum í skólanna í haust,“ sagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. En þeir skila sér ekki í launin? „Nei, nei, ekki nema það semjist og þess vegna höfum við og ég beint áskorunum bæði til forystu sambands íslenskra sveitarfélaga og kennara að það verði að nást saman. Ég held að allir átti sig á því að þessi staða sem er í skólanum er ekki góð fyrir skólastarfið þegar til lengri tíma er litið og við erum þess albúin hér í Reykjavík að hefja nýja sókn í skólamálum en á meðan þessi kjaramál eru óleyst að þá yfirskyggir það annað því miður, sagði Dagur. Tengdar fréttir Laun grunnskólakennara hafa hækkað minna en launavísitala Laun kennara hafa hækkað um 86,7 prósent á síðustu tíu árum en þó ekki jafn mikið og launavísitala. Boðað hefur verið til samstöðufundar í dag og kennarar hvattir til að leggja niður störf klukkan hálf þrjú. 15. nóvember 2016 06:45 Kennarar og sveitarfélögin mætt til samningafundar í Karphúsinu Kennarar hafa verið samningslausir frá því í júní. 14. nóvember 2016 13:51 „Höfum ekki langan tíma" Formaður Félags grunnskólakennara telur að deiluaðilar í kjaraviðræðum grunnskólakennara hafi ekki langan tíma til þess að ná nýjum kjarasamningi áður en boðað verði til verkfalls 13. nóvember 2016 18:15 Gerir ráð fyrir uppsögnum takist ekki samningar innan tveggja vikna Ragnar Þór Pétursson kennari segir styttast í að kennarar gefist upp. 14. nóvember 2016 18:57 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Kennarar telja eðlilegt að laun þeirra séu á bilinu sex til sjö hundruð þúsund krónur. Mikill hiti er í stéttinni vegna kjaramála og krefjast kennarar tafarlausra breytinga. Samstöðufundur grunnskólakennara var haldinn í troðfullu Háskólabíói í dag. Nemendur í sjöunda bekk Melaskóla urðu ekki mikið vör við það að kennarar ætluðu sér að ganga út frá störfum sínum í dag enda lauk kennslu skömmu áður en kennarar gengu fylktu liði frá skólanum og yfir í Háskólabíó þar sem grasrót kennara hafði boðað til samstöðufundar vegna kjarabaráttu þeirra. Troð fullt var út úr dyrum og þurfum margir að standa í anddyri Háskólabíós og fylgjast þar með ræðuhöldum. „Það er löngu kominn tími til þess að það sé hlustað á okkur. Að mark sé tekið á kröfum okkar í kjaramálum. Núna verður það að gerast. Hversu oft höfum við kennarar ekki látið beygja okkur þegar kjaramál okkar eru annars vegar. Við erum búin að selja allt nema kennarastólana undan okkur,“ sagði Sigrún Björk Cortes, kennari, í ræðu sinni á samstöðufundinum í dag. Fyrsti samningafundur kennara við sveitarfélögin hjá Ríkissáttasemjara var haldin í gær og næsti fundur er boðaður á morgun en ljóst er að samninganefndirnar fá ekki langan tíma til þess að leggja fram nýjan kjarasamning. En hvað ætli kennarar myndu sætta sig við í mánaðarlaun? „Ætli lágmarkslaun séu ekki allavega 600 þúsund...lágmarks,“ sagði Stefanía Ósk Þorsteinsdóttir, kennari við Lágafellskóla. „Ég vill fá nokkuð góða launahækkun til þess að geta haldið áfram,“ sagði Helga Sveinsdóttir, kennari við Rimaskóla. „Ég yrði alveg ágætlega sátt við 600-700 þúsund. Maður er núna rétt með helminginn af því,“ sagði Þórunn Grétarsdóttir, kennari við Öldutúnsskóla. Hópur kennara hélt svo af samstöðufundinum og yfir í Hagaskóla þar sem borgarstjórn var með fund og vildu þannig koma kröfum sínum betur á framfæri við borgarstjóra. Nýlega kynnti Reykjavíkurborg betri afkomu borgarinnar og spurningin er mun það skila sér í launaumslag kennara í Reykjavík?„Við bættum við peningum í skólanna í haust,“ sagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. En þeir skila sér ekki í launin? „Nei, nei, ekki nema það semjist og þess vegna höfum við og ég beint áskorunum bæði til forystu sambands íslenskra sveitarfélaga og kennara að það verði að nást saman. Ég held að allir átti sig á því að þessi staða sem er í skólanum er ekki góð fyrir skólastarfið þegar til lengri tíma er litið og við erum þess albúin hér í Reykjavík að hefja nýja sókn í skólamálum en á meðan þessi kjaramál eru óleyst að þá yfirskyggir það annað því miður, sagði Dagur.
Tengdar fréttir Laun grunnskólakennara hafa hækkað minna en launavísitala Laun kennara hafa hækkað um 86,7 prósent á síðustu tíu árum en þó ekki jafn mikið og launavísitala. Boðað hefur verið til samstöðufundar í dag og kennarar hvattir til að leggja niður störf klukkan hálf þrjú. 15. nóvember 2016 06:45 Kennarar og sveitarfélögin mætt til samningafundar í Karphúsinu Kennarar hafa verið samningslausir frá því í júní. 14. nóvember 2016 13:51 „Höfum ekki langan tíma" Formaður Félags grunnskólakennara telur að deiluaðilar í kjaraviðræðum grunnskólakennara hafi ekki langan tíma til þess að ná nýjum kjarasamningi áður en boðað verði til verkfalls 13. nóvember 2016 18:15 Gerir ráð fyrir uppsögnum takist ekki samningar innan tveggja vikna Ragnar Þór Pétursson kennari segir styttast í að kennarar gefist upp. 14. nóvember 2016 18:57 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Laun grunnskólakennara hafa hækkað minna en launavísitala Laun kennara hafa hækkað um 86,7 prósent á síðustu tíu árum en þó ekki jafn mikið og launavísitala. Boðað hefur verið til samstöðufundar í dag og kennarar hvattir til að leggja niður störf klukkan hálf þrjú. 15. nóvember 2016 06:45
Kennarar og sveitarfélögin mætt til samningafundar í Karphúsinu Kennarar hafa verið samningslausir frá því í júní. 14. nóvember 2016 13:51
„Höfum ekki langan tíma" Formaður Félags grunnskólakennara telur að deiluaðilar í kjaraviðræðum grunnskólakennara hafi ekki langan tíma til þess að ná nýjum kjarasamningi áður en boðað verði til verkfalls 13. nóvember 2016 18:15
Gerir ráð fyrir uppsögnum takist ekki samningar innan tveggja vikna Ragnar Þór Pétursson kennari segir styttast í að kennarar gefist upp. 14. nóvember 2016 18:57