Michelle Obama kölluð „api á hælum“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 15. nóvember 2016 16:39 Fordómafull ummæli í garð forsetafrúar Bandaríkjanna hafa vakið mikla hneykslan vestanhafs. Vísir/Getty „Það verður hressandi að sjá siðfágaða, fallega og tignarlega forsetafrú í Hvíta húsinu. Ég er þreytt á að sjá apa á hælum.“ Svo hljóðar Facebook færsla konu að nafni Pamela Ramsey Taylor. Taylor rekur góðgerðarsamtök í Clay County í Vestur Virginíu. Það eru þó ekki fordómafull ummæli Taylor í garð forsetafrúarinnar sem hafa vakið hvað mesta hneykslan vestanhafs, heldur ummæli bæjarstjóra Clay, Beverly Whaling, við færsluna. „Bjargaðir deginum mínum Pam,“ skrifar Whaling. Um 491 íbúi býr í Clay og enginn af þeim er svartur, samkvæmt upplýsingum frá árinu 2010. Um 98% af 9000 íbúum Clay sýslu eru hvítir.85 þúsund manns krefjast brottreksturs Færsla Taylor hefur farið eins og eldur í sinu um Bandaríkin og vakið gríðarlega athygli fjölmiðla. Undirskriftasöfnun þar sem kallað er eftir brottrekstri bæði Whaling og Taylor hefur nú þegar náð 85 þúsund undirskriftum. Whaling, sem eyddi færslunni á mánudag, sagði við fréttastofu WSAZ, að hún viðurkenndi að ummælin gætu þótt fordómafull, en hafi ekki verið ætluð á þann hátt. Hún segist hafa verið að tjá persónulega skoðun sína á fegurð, sem kæmi húðlit ekki við. Hún segist íhuga málsókn vegna ærumeiðinga. Taylor rekur The Clay County Development group, sem er að hluta til fjármagnaður með ríkisstyrkjum. Samtökin þjónusta eldri borgara og láglaunafólk.Þá hefur Whaling einnig tjáð sig við fjölmiðla og segir ummæli sín ekki hafa átt að vera fordómafull. Hún baðst einnig afsökunar á að hafa farið fram úr sér. „Ég átti við að deginum hefði verið bjargað með breytingum í Hvíta húsinu! Mér þykir leiðinlegt ef ummæli mín hafa valdið særindum! Þeir sem þekkja mig vita að ég er ekki á neinn hátt fordómafull!“ sagði Whaling.Færsla Taylor, sem hún eyddi á mánudag.Vísir/SkjáskotVestur Virginía geri betur Belinda Biafore, formaður Demókrataflokksins í Vestur Virginíu, sendi einnig út afsökunarbeiðni til Michelle Obama fyrir hönd íbúa ríkisins. „Vestur Virginía er betri en þetta. Þessi öfgafullu, hatursfullu og fordómafullu gildi eru einmitt það sem flokkurinn mun halda áfram að berjast gegn í Vestur Virginíu,“ sagði í tilkynningu Biafore. Donald Trump hlaut 86,7% kosningu í Vestur Virginíu í forsetakosningunum fyrir viku síðan. Donald Trump Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
„Það verður hressandi að sjá siðfágaða, fallega og tignarlega forsetafrú í Hvíta húsinu. Ég er þreytt á að sjá apa á hælum.“ Svo hljóðar Facebook færsla konu að nafni Pamela Ramsey Taylor. Taylor rekur góðgerðarsamtök í Clay County í Vestur Virginíu. Það eru þó ekki fordómafull ummæli Taylor í garð forsetafrúarinnar sem hafa vakið hvað mesta hneykslan vestanhafs, heldur ummæli bæjarstjóra Clay, Beverly Whaling, við færsluna. „Bjargaðir deginum mínum Pam,“ skrifar Whaling. Um 491 íbúi býr í Clay og enginn af þeim er svartur, samkvæmt upplýsingum frá árinu 2010. Um 98% af 9000 íbúum Clay sýslu eru hvítir.85 þúsund manns krefjast brottreksturs Færsla Taylor hefur farið eins og eldur í sinu um Bandaríkin og vakið gríðarlega athygli fjölmiðla. Undirskriftasöfnun þar sem kallað er eftir brottrekstri bæði Whaling og Taylor hefur nú þegar náð 85 þúsund undirskriftum. Whaling, sem eyddi færslunni á mánudag, sagði við fréttastofu WSAZ, að hún viðurkenndi að ummælin gætu þótt fordómafull, en hafi ekki verið ætluð á þann hátt. Hún segist hafa verið að tjá persónulega skoðun sína á fegurð, sem kæmi húðlit ekki við. Hún segist íhuga málsókn vegna ærumeiðinga. Taylor rekur The Clay County Development group, sem er að hluta til fjármagnaður með ríkisstyrkjum. Samtökin þjónusta eldri borgara og láglaunafólk.Þá hefur Whaling einnig tjáð sig við fjölmiðla og segir ummæli sín ekki hafa átt að vera fordómafull. Hún baðst einnig afsökunar á að hafa farið fram úr sér. „Ég átti við að deginum hefði verið bjargað með breytingum í Hvíta húsinu! Mér þykir leiðinlegt ef ummæli mín hafa valdið særindum! Þeir sem þekkja mig vita að ég er ekki á neinn hátt fordómafull!“ sagði Whaling.Færsla Taylor, sem hún eyddi á mánudag.Vísir/SkjáskotVestur Virginía geri betur Belinda Biafore, formaður Demókrataflokksins í Vestur Virginíu, sendi einnig út afsökunarbeiðni til Michelle Obama fyrir hönd íbúa ríkisins. „Vestur Virginía er betri en þetta. Þessi öfgafullu, hatursfullu og fordómafullu gildi eru einmitt það sem flokkurinn mun halda áfram að berjast gegn í Vestur Virginíu,“ sagði í tilkynningu Biafore. Donald Trump hlaut 86,7% kosningu í Vestur Virginíu í forsetakosningunum fyrir viku síðan.
Donald Trump Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira