Kunnur kennari krítiserar Skrekk Jakob Bjarnar skrifar 15. nóvember 2016 11:14 Ragnar Þór hefur eitt og annað út á Skrekk að setja, til að mynda það að börn setji það í samhengi við að koma fram opinberlega þetta að þá fylki að það sé einhver sem sigrar og annar sem tapar. Ragnar Þór Pétursson kennari hefur eitt og annað út Skrekk, hæfileikakeppni grunnskólanna, að setja. Hann tiltekur sérstaklega þrjú atriði sem hann segist ekki þola við Skrekk og mega heita umhugsunarefni. Ragnar Þór hefur undanfarin ár vakið athygli fyrir skeleggan málflutning í einu og öðru því sem snýr að kennslu og kjörum kennara. Í gær sigraði Hagaskóli í keppninni sem fram fór í Borgarleikhúsinu. Ölduselsskóli var í öðru sæti og Árbæjarskóli í því þriðja. Gríðarlegur fögnuður ungmenna, þá ekki síst þeirra í Vesturbænum, braust út í Borgarleikhúsinu. Hæfileikakeppnin hefur vaxið ár frá ári og vakið verulega og verðskuldaða athygli. Ragnar Þór telur Skrekk hins vegar ekki yfir gagnrýni hafinn. Í fyrsta lagi segir hann: „Keppni í listrænni sköpun. Að reynsla barns af því að stíga á svið (sem getur verið stór persónulegur sigur) fái samhengið: Sigurvegari eða tapari.“ Það sem Ragnar Þór hefur út á Skrekk að setja er í öðru lagi þetta: „Pressa um óeinlægni. Hvort sem menn eru búnir að fatta það eða ekki eru börnin stöðugt að reyna að setja á svið það sem þau halda að fullorðna fólkið vilji sjá og heyra – sem er dauði, drungi og djöfull.“ Í þriðja lagi bendir Ragnar Þór á að ekki sé jafnræði með skólunum: „Slagsíða. Í sumum hverfum eru nærri öll börn í skólunum búin að vera í skapandi námi í áratug þegar kemur að Skrekk. Í öðrum hverfum hefur tuttugasta hvert barn fengið raunverulegt listnám. Peningunum og athyglinni væri betur varið í að efla skapandi nám í vanræktum hverfum.“ Hugleiðingar Ragnars Þórs hafa vakið nokkra athygli og umræðu. Þannig bendir Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur á að ef til vill megi nefna það fjórða sem er: „að kenna börnum að listir séu keppnisíþrótt.“ Skrekkur Tengdar fréttir Hagaskóli vann Skrekk Hagaskóli vann Skrekk í kvöld en keppt var til úrslita í Borgarleikhúsinu. Ölduselsskóli hreppti annað sætið og Árbæjarskóli lenti í þriðja sæti. 14. nóvember 2016 21:44 Ingunnarskóli og Hagaskóli komust áfram í Skrekk Þriðja undanúrslitakvöld Skrekks, hæfileikakeppni grunnskólanema í Reykjavík, fór fram í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. 10. nóvember 2016 10:30 Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Ragnar Þór Pétursson kennari hefur eitt og annað út Skrekk, hæfileikakeppni grunnskólanna, að setja. Hann tiltekur sérstaklega þrjú atriði sem hann segist ekki þola við Skrekk og mega heita umhugsunarefni. Ragnar Þór hefur undanfarin ár vakið athygli fyrir skeleggan málflutning í einu og öðru því sem snýr að kennslu og kjörum kennara. Í gær sigraði Hagaskóli í keppninni sem fram fór í Borgarleikhúsinu. Ölduselsskóli var í öðru sæti og Árbæjarskóli í því þriðja. Gríðarlegur fögnuður ungmenna, þá ekki síst þeirra í Vesturbænum, braust út í Borgarleikhúsinu. Hæfileikakeppnin hefur vaxið ár frá ári og vakið verulega og verðskuldaða athygli. Ragnar Þór telur Skrekk hins vegar ekki yfir gagnrýni hafinn. Í fyrsta lagi segir hann: „Keppni í listrænni sköpun. Að reynsla barns af því að stíga á svið (sem getur verið stór persónulegur sigur) fái samhengið: Sigurvegari eða tapari.“ Það sem Ragnar Þór hefur út á Skrekk að setja er í öðru lagi þetta: „Pressa um óeinlægni. Hvort sem menn eru búnir að fatta það eða ekki eru börnin stöðugt að reyna að setja á svið það sem þau halda að fullorðna fólkið vilji sjá og heyra – sem er dauði, drungi og djöfull.“ Í þriðja lagi bendir Ragnar Þór á að ekki sé jafnræði með skólunum: „Slagsíða. Í sumum hverfum eru nærri öll börn í skólunum búin að vera í skapandi námi í áratug þegar kemur að Skrekk. Í öðrum hverfum hefur tuttugasta hvert barn fengið raunverulegt listnám. Peningunum og athyglinni væri betur varið í að efla skapandi nám í vanræktum hverfum.“ Hugleiðingar Ragnars Þórs hafa vakið nokkra athygli og umræðu. Þannig bendir Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur á að ef til vill megi nefna það fjórða sem er: „að kenna börnum að listir séu keppnisíþrótt.“
Skrekkur Tengdar fréttir Hagaskóli vann Skrekk Hagaskóli vann Skrekk í kvöld en keppt var til úrslita í Borgarleikhúsinu. Ölduselsskóli hreppti annað sætið og Árbæjarskóli lenti í þriðja sæti. 14. nóvember 2016 21:44 Ingunnarskóli og Hagaskóli komust áfram í Skrekk Þriðja undanúrslitakvöld Skrekks, hæfileikakeppni grunnskólanema í Reykjavík, fór fram í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. 10. nóvember 2016 10:30 Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Hagaskóli vann Skrekk Hagaskóli vann Skrekk í kvöld en keppt var til úrslita í Borgarleikhúsinu. Ölduselsskóli hreppti annað sætið og Árbæjarskóli lenti í þriðja sæti. 14. nóvember 2016 21:44
Ingunnarskóli og Hagaskóli komust áfram í Skrekk Þriðja undanúrslitakvöld Skrekks, hæfileikakeppni grunnskólanema í Reykjavík, fór fram í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. 10. nóvember 2016 10:30
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?