Gísli B. með sýningu í Smiðjunni Stefán Árni Pálsson skrifar 14. nóvember 2016 17:00 Gísli er hér til hægri. Margt var um manninn þegar Gísli B. Björnsson, myndlistarmaður og teiknari, opnaði sýningu á verkum sínum í Smiðjunni Listhúsi að Ármúla 36 í síðustu viku. „Líf mitt hefur tengst myndlist og sköpun frá æsku til þessa dags. Ég hef alla tíð verið innan um myndlistamenn,“ segir Gísli. „Áhrifavaldarnir í myndlistinni eru margir; vinir, kennarar, samnemendur, samstarfsmenn og ýmsir aðrir myndlistarmenn. Myndirnar á sýningunni eru unnar með ekta olíukrít sem er sama efni og í olíulitum. Sköpun verkanna er mikil handavinna. Það er nokkurt verk að smyrja litnum á flötinn, leita að rétta tóninum og áferðinni. Koma að því aftur með gagnrýnum augum og fara yfir hvað má betur fara. Reyna að bæta og að lokum setja merki sitt á verkið. Birtan frá þungum skýjabökkum til bjartra geislatóna leikur stórt hlutverk í myndunum. Form, litir og tónar tilverunnar hafa alltaf heillað mig.“ Gísli sýnir á þriðja tug verka en viðfangsefni Gísla er landið og landslagið sjálft. Gísli hefur tengst myndlist alla sína ævi. Hann hóf myndlistarnám í Myndlista- og handíðarskóla Íslands um tvítugt og er enn með vinnustofu í gamla skólanum sínum að Skipholti 1. Hann fór síðar í myndlistarnám til Stuttgart í Þýskalandi. Gísli starfaði við grafíska hönnun og kennslu í greininni í 50 ár og var m.a. framkvæmdastjóri Auglýsingastofunnar hf í 20 ár. Hann hefur síðustu ár einbeitt sér að sköpun myndverka. Sýningin í Smiðjunni stendur yfir til 23. nóvember. Hér að ofan má sjá myndir frá opnuninni. Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Margt var um manninn þegar Gísli B. Björnsson, myndlistarmaður og teiknari, opnaði sýningu á verkum sínum í Smiðjunni Listhúsi að Ármúla 36 í síðustu viku. „Líf mitt hefur tengst myndlist og sköpun frá æsku til þessa dags. Ég hef alla tíð verið innan um myndlistamenn,“ segir Gísli. „Áhrifavaldarnir í myndlistinni eru margir; vinir, kennarar, samnemendur, samstarfsmenn og ýmsir aðrir myndlistarmenn. Myndirnar á sýningunni eru unnar með ekta olíukrít sem er sama efni og í olíulitum. Sköpun verkanna er mikil handavinna. Það er nokkurt verk að smyrja litnum á flötinn, leita að rétta tóninum og áferðinni. Koma að því aftur með gagnrýnum augum og fara yfir hvað má betur fara. Reyna að bæta og að lokum setja merki sitt á verkið. Birtan frá þungum skýjabökkum til bjartra geislatóna leikur stórt hlutverk í myndunum. Form, litir og tónar tilverunnar hafa alltaf heillað mig.“ Gísli sýnir á þriðja tug verka en viðfangsefni Gísla er landið og landslagið sjálft. Gísli hefur tengst myndlist alla sína ævi. Hann hóf myndlistarnám í Myndlista- og handíðarskóla Íslands um tvítugt og er enn með vinnustofu í gamla skólanum sínum að Skipholti 1. Hann fór síðar í myndlistarnám til Stuttgart í Þýskalandi. Gísli starfaði við grafíska hönnun og kennslu í greininni í 50 ár og var m.a. framkvæmdastjóri Auglýsingastofunnar hf í 20 ár. Hann hefur síðustu ár einbeitt sér að sköpun myndverka. Sýningin í Smiðjunni stendur yfir til 23. nóvember. Hér að ofan má sjá myndir frá opnuninni.
Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira