Trump skipar Priebus starfsmannastjóra Hvíta hússins Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 13. nóvember 2016 22:51 Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur greint frá því að Reince Priebus, formaður landsnefndar Repúblíkanaflokksins, muni gegna starfi starfsmnannastjóra Hvíta hússins.. The New York Times greinir frá þessu. Í yfirlýsingu frá Trump kemur einnig fram að hann hafi skipað Stephen Bannon yfirmann stefnumótunnar ríkisstjórnarinnar. Preibus og Bannon gegndu báðir veigamiklu hlutverki í kosningaherferð Trumps. Hinn fyrrnefndi var kjörinn formaður landsnefndar Repúblíkanaflokksins árið 2011 og telja fjölmiðlar vestanhafs að hann hafi að vissu leyti brúað bilið milli Trumps og Repúblíkanaflokksins í kosningabaráttunni.Bannon, sem er kaupsýslumaður og fjölmiðlamógúll, hafði yfirumsjá með kosningaherferð Trumps. Bannon stendur utan Repúblíkanaflokksins og hefur raunar löngum gagnrýnt flokkinn. Sú staðreynd er talin ein helsta ástæða þess að Trump kaus Priebus umfram Bannon sem yfirmann forsetaembættisins. Bannon rekur vefmiðilinn Breitbart News sem er þekktur fyrir þjóðernishyggju, kynþáttahyggju og samsæriskenningar í umfjöllun sinni. Vefmiðillinn hefur meðal annars borið fóstureyðingar saman við helförina og smánað fórnarlömb kvenna sem hafa orðið fyrir áreitni á netinu.Hlakka til samstarfsins „Við áttum mjög gott samstarf í kosningaherferðinni, herferð sem leiddi okkur til sigurs,“ sagði Bannon þegar tilkynnt hafði verið um skipun hans. „Slíkt samstarf mun verða til þess að áherslumál Trumps sem forseta nái fram að ganga,“ sagði hann. Preibus er einnig fullur eftirvæntingar og lýsti því yfir þegar valið var kunngjört að „hann hlakkaði til þess að skapa hagkerfi sem virkar fyrir alla, að treysta landamærin, afnema Obamacare og útrýma hryðjuverkum róttækra múslima.“ Þeir Bannon og Trump eru þeir fyrstu sem Trump skipar í ríkisstjórn sína. Líkur eru á að Trump tilkynni um skipan fleiri embættismanna á næstu dögum. Donald Trump Tengdar fréttir Trump byrjaður að hugsa um ríkisstjórn Donald Trump þarf að fylla í um fjögur þúsund stöður þegar hann tekur við embætti forseta Bandaríkjanna í janúar. 10. nóvember 2016 15:06 Hugsanlegir ráðherrar í stjórn Trumps Fjölmiðlar í Bandaríkjunum eru farnir að birta vangaveltur sínar um það hverjir gætu orðið fyrir valinu í ríkisstjórn með Donald Trump. Nýja stjórnin hefur öruggan meirihluta Repúblikanaflokksins í báðum deildum Bandaríkjaþings í 12. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur greint frá því að Reince Priebus, formaður landsnefndar Repúblíkanaflokksins, muni gegna starfi starfsmnannastjóra Hvíta hússins.. The New York Times greinir frá þessu. Í yfirlýsingu frá Trump kemur einnig fram að hann hafi skipað Stephen Bannon yfirmann stefnumótunnar ríkisstjórnarinnar. Preibus og Bannon gegndu báðir veigamiklu hlutverki í kosningaherferð Trumps. Hinn fyrrnefndi var kjörinn formaður landsnefndar Repúblíkanaflokksins árið 2011 og telja fjölmiðlar vestanhafs að hann hafi að vissu leyti brúað bilið milli Trumps og Repúblíkanaflokksins í kosningabaráttunni.Bannon, sem er kaupsýslumaður og fjölmiðlamógúll, hafði yfirumsjá með kosningaherferð Trumps. Bannon stendur utan Repúblíkanaflokksins og hefur raunar löngum gagnrýnt flokkinn. Sú staðreynd er talin ein helsta ástæða þess að Trump kaus Priebus umfram Bannon sem yfirmann forsetaembættisins. Bannon rekur vefmiðilinn Breitbart News sem er þekktur fyrir þjóðernishyggju, kynþáttahyggju og samsæriskenningar í umfjöllun sinni. Vefmiðillinn hefur meðal annars borið fóstureyðingar saman við helförina og smánað fórnarlömb kvenna sem hafa orðið fyrir áreitni á netinu.Hlakka til samstarfsins „Við áttum mjög gott samstarf í kosningaherferðinni, herferð sem leiddi okkur til sigurs,“ sagði Bannon þegar tilkynnt hafði verið um skipun hans. „Slíkt samstarf mun verða til þess að áherslumál Trumps sem forseta nái fram að ganga,“ sagði hann. Preibus er einnig fullur eftirvæntingar og lýsti því yfir þegar valið var kunngjört að „hann hlakkaði til þess að skapa hagkerfi sem virkar fyrir alla, að treysta landamærin, afnema Obamacare og útrýma hryðjuverkum róttækra múslima.“ Þeir Bannon og Trump eru þeir fyrstu sem Trump skipar í ríkisstjórn sína. Líkur eru á að Trump tilkynni um skipan fleiri embættismanna á næstu dögum.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump byrjaður að hugsa um ríkisstjórn Donald Trump þarf að fylla í um fjögur þúsund stöður þegar hann tekur við embætti forseta Bandaríkjanna í janúar. 10. nóvember 2016 15:06 Hugsanlegir ráðherrar í stjórn Trumps Fjölmiðlar í Bandaríkjunum eru farnir að birta vangaveltur sínar um það hverjir gætu orðið fyrir valinu í ríkisstjórn með Donald Trump. Nýja stjórnin hefur öruggan meirihluta Repúblikanaflokksins í báðum deildum Bandaríkjaþings í 12. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Trump byrjaður að hugsa um ríkisstjórn Donald Trump þarf að fylla í um fjögur þúsund stöður þegar hann tekur við embætti forseta Bandaríkjanna í janúar. 10. nóvember 2016 15:06
Hugsanlegir ráðherrar í stjórn Trumps Fjölmiðlar í Bandaríkjunum eru farnir að birta vangaveltur sínar um það hverjir gætu orðið fyrir valinu í ríkisstjórn með Donald Trump. Nýja stjórnin hefur öruggan meirihluta Repúblikanaflokksins í báðum deildum Bandaríkjaþings í 12. nóvember 2016 07:00