Efast um að myndun stjórnarinnar takist Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. nóvember 2016 05:30 Páll Valur Björnsson mynd/hörður sveinsson „Ég tel að við eigum enga samleið,“ segir Páll Valur Björnsson, stjórnarmaður í Bjartri framtíð og fyrrverandi alþingismaður. Leiðtogar Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hafa um helgina rætt myndun stjórnar. Hugmyndin leggst misvel í fólk sem tilheyrir flokkunum þremur. Páll Valur segir Bjarta framtíð vera róttækan mannréttindaflokk, umhverfisflokk og alþjóðlega sinnaðan. „Það var kosið út af Panamaskjölunum og þar var Bjarni,“ segir hann og bætir við að samstarf við Sjálfstæðisflokkinn hefði átt að vera síðasti kosturinn í stjórnarmyndunarviðræðum. „Ég hef ekkert á móti fólkinu í honum, kynntist mörgu frábæru fólki þarna sem þingmaður og eignaðist góða vini,“ segir Páll Valur. Hann telur formann Sjálfstæðisflokksins vera á móti kerfisbreytingum og það getur hann illa sætt sig við. „Þeir sviku Evrópusambandsloforðið og ég er ekkert tilbúinn til þess að fyrirgefa það strax.“ Páll Valur segist hafa komið skoðun sinni á framfæri á stjórnarfundi flokksins í síðustu viku. Hann segist bera mikla virðingu fyrir Óttari Proppé, formanni Bjartrar framtíðar, og treysta honum. „Ef hann stendur fast á sínum prinsippum, þá enda þessar stjórnarmyndunarviðræður fljótlega. Því ég trúi ekki að hann gefi neitt eftir í þeim málum sem við höfum lagt áherslu á, eins og í landbúnaðarmálum,“ segir Páll Valur í samtali við Fréttablaðið.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Nýir þingmenn tókust á um stjórnarmyndunarviðræður: „Ekkert að því að vera sár“ Þrír nýir þingmenn mættu á Sprengisand til að ræða stjórnmálin. 13. nóvember 2016 11:45 Telur að ekki taki marga daga að komast að því hvort hægt sé að mynda stjórn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur að það muni ekki taka marga fyrir sig og formenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar að komast að því hvort þeir geti myndað nýja ríkisstjórn. 11. nóvember 2016 17:51 Sótt að Óttarri úr öllum áttum Stjórnmálamenn og áhrifafólk á vinstri væng stjórnmálanna virðist ekki vera yfir sig hrifið af ákvörðun Bjartrar framtíðar um að taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðum með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn. 12. nóvember 2016 11:16 Sjálfstæðisflokkur, Björt framtíð og Viðreisn hefja stjórnarmyndunarviðræður Bjarni Benediktsson tilkynnti forseta Íslands þetta síðdegis. 11. nóvember 2016 17:07 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Fleiri fréttir Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu Sjá meira
„Ég tel að við eigum enga samleið,“ segir Páll Valur Björnsson, stjórnarmaður í Bjartri framtíð og fyrrverandi alþingismaður. Leiðtogar Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hafa um helgina rætt myndun stjórnar. Hugmyndin leggst misvel í fólk sem tilheyrir flokkunum þremur. Páll Valur segir Bjarta framtíð vera róttækan mannréttindaflokk, umhverfisflokk og alþjóðlega sinnaðan. „Það var kosið út af Panamaskjölunum og þar var Bjarni,“ segir hann og bætir við að samstarf við Sjálfstæðisflokkinn hefði átt að vera síðasti kosturinn í stjórnarmyndunarviðræðum. „Ég hef ekkert á móti fólkinu í honum, kynntist mörgu frábæru fólki þarna sem þingmaður og eignaðist góða vini,“ segir Páll Valur. Hann telur formann Sjálfstæðisflokksins vera á móti kerfisbreytingum og það getur hann illa sætt sig við. „Þeir sviku Evrópusambandsloforðið og ég er ekkert tilbúinn til þess að fyrirgefa það strax.“ Páll Valur segist hafa komið skoðun sinni á framfæri á stjórnarfundi flokksins í síðustu viku. Hann segist bera mikla virðingu fyrir Óttari Proppé, formanni Bjartrar framtíðar, og treysta honum. „Ef hann stendur fast á sínum prinsippum, þá enda þessar stjórnarmyndunarviðræður fljótlega. Því ég trúi ekki að hann gefi neitt eftir í þeim málum sem við höfum lagt áherslu á, eins og í landbúnaðarmálum,“ segir Páll Valur í samtali við Fréttablaðið.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Nýir þingmenn tókust á um stjórnarmyndunarviðræður: „Ekkert að því að vera sár“ Þrír nýir þingmenn mættu á Sprengisand til að ræða stjórnmálin. 13. nóvember 2016 11:45 Telur að ekki taki marga daga að komast að því hvort hægt sé að mynda stjórn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur að það muni ekki taka marga fyrir sig og formenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar að komast að því hvort þeir geti myndað nýja ríkisstjórn. 11. nóvember 2016 17:51 Sótt að Óttarri úr öllum áttum Stjórnmálamenn og áhrifafólk á vinstri væng stjórnmálanna virðist ekki vera yfir sig hrifið af ákvörðun Bjartrar framtíðar um að taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðum með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn. 12. nóvember 2016 11:16 Sjálfstæðisflokkur, Björt framtíð og Viðreisn hefja stjórnarmyndunarviðræður Bjarni Benediktsson tilkynnti forseta Íslands þetta síðdegis. 11. nóvember 2016 17:07 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Fleiri fréttir Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu Sjá meira
Nýir þingmenn tókust á um stjórnarmyndunarviðræður: „Ekkert að því að vera sár“ Þrír nýir þingmenn mættu á Sprengisand til að ræða stjórnmálin. 13. nóvember 2016 11:45
Telur að ekki taki marga daga að komast að því hvort hægt sé að mynda stjórn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur að það muni ekki taka marga fyrir sig og formenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar að komast að því hvort þeir geti myndað nýja ríkisstjórn. 11. nóvember 2016 17:51
Sótt að Óttarri úr öllum áttum Stjórnmálamenn og áhrifafólk á vinstri væng stjórnmálanna virðist ekki vera yfir sig hrifið af ákvörðun Bjartrar framtíðar um að taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðum með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn. 12. nóvember 2016 11:16
Sjálfstæðisflokkur, Björt framtíð og Viðreisn hefja stjórnarmyndunarviðræður Bjarni Benediktsson tilkynnti forseta Íslands þetta síðdegis. 11. nóvember 2016 17:07