Píratar vilja fylgja þróun erlendis í lögleiðingu kannabis Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. nóvember 2016 20:00 Danska þingið hefur samþykkt lög sem heimila alvarlega veiku fólki að reykja og neyta kannabisefna. Þá hefur kannabis verið leyft í sjö ríkjum í Bandaríkjunum. Smári McCarthy,oddviti Pírati í Suðurkjördæmi, vill að hér verði gengið lengra en í Danmörku. Fyrsta skrefið sé afglæpavæðing. Lögin voru samþykkt í Danmörku til að auðvelda sjúklingum að glíma við ógleði, krampa og verki. Danska þingið ákvað að hefja strax tilraunaverkefni fyrir sjúklinga en lögin taka gildi 1. janúar 2018. Frá þeim tíma geta veikir nálgast kannabisefni í lyfjaverslunum í Danmörku gegn framvísun lyfseðlis. Breið samstaða var meðal þingflokka Danmerkur um lagasetninguna. Síðastliðinn þriðjudag var kosið um fleira en nýjan forseta í Bandaríkjunum en kjósendur greiddu atkvæði um að leyfa kannabis í sjö ríkjum. Kannabis er þó enn bannað eiturlyf í alríkislögum í landinu. Ríkin þar sem kannabis var leyft eru Kalifornía, Nevada, Arizona og Massachusetts. Í Florida, Arkansas og Norður-Dakóta var kannabis leyft í lækningaskyni. Í flestum ríkjanna eru takmarkanir settar á sölu og neyslu efnisins og því ekki um að ræða algert frelsi í þeim efnum. „Þetta er í raun áframhald á þeirri þróun sem hefur átt séð stað undanfarin ár. Nú eru einungis fimm ríki eftir í Bandaríkjunum sem hafa ekki lögleitt Kannabisnotkun í einhverjum tilgangi,“ segir Smári. Smári segir að Píratar vilji fylgja þróuninni erlendis. „Við höfum talað fyrir mjög hóflegum skrefum í átt að því sem er að gerast í heiminum. Við viljum byrja á því að afglæpavæða einkanotkun þannig að þeir sem eru fíklar geti leitað sér aðstoðar í heilbrigðiskerfinu. Meira en nú er hægt,“ segir Smári sem vill ganga lengra en Danir í þessum málum. „Vegna þess að það sem Danir gerðu var að opna á notkun fyrir til dæmis krabbameinssjúklinga og þá sem eru verkjaðir en það lagar ekki nema hluta vandamálsins.“ Kosningar 2016 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Stjórnlausar dvalarleyfisveitingar eru ekki hagur neins“ Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Sjá meira
Danska þingið hefur samþykkt lög sem heimila alvarlega veiku fólki að reykja og neyta kannabisefna. Þá hefur kannabis verið leyft í sjö ríkjum í Bandaríkjunum. Smári McCarthy,oddviti Pírati í Suðurkjördæmi, vill að hér verði gengið lengra en í Danmörku. Fyrsta skrefið sé afglæpavæðing. Lögin voru samþykkt í Danmörku til að auðvelda sjúklingum að glíma við ógleði, krampa og verki. Danska þingið ákvað að hefja strax tilraunaverkefni fyrir sjúklinga en lögin taka gildi 1. janúar 2018. Frá þeim tíma geta veikir nálgast kannabisefni í lyfjaverslunum í Danmörku gegn framvísun lyfseðlis. Breið samstaða var meðal þingflokka Danmerkur um lagasetninguna. Síðastliðinn þriðjudag var kosið um fleira en nýjan forseta í Bandaríkjunum en kjósendur greiddu atkvæði um að leyfa kannabis í sjö ríkjum. Kannabis er þó enn bannað eiturlyf í alríkislögum í landinu. Ríkin þar sem kannabis var leyft eru Kalifornía, Nevada, Arizona og Massachusetts. Í Florida, Arkansas og Norður-Dakóta var kannabis leyft í lækningaskyni. Í flestum ríkjanna eru takmarkanir settar á sölu og neyslu efnisins og því ekki um að ræða algert frelsi í þeim efnum. „Þetta er í raun áframhald á þeirri þróun sem hefur átt séð stað undanfarin ár. Nú eru einungis fimm ríki eftir í Bandaríkjunum sem hafa ekki lögleitt Kannabisnotkun í einhverjum tilgangi,“ segir Smári. Smári segir að Píratar vilji fylgja þróuninni erlendis. „Við höfum talað fyrir mjög hóflegum skrefum í átt að því sem er að gerast í heiminum. Við viljum byrja á því að afglæpavæða einkanotkun þannig að þeir sem eru fíklar geti leitað sér aðstoðar í heilbrigðiskerfinu. Meira en nú er hægt,“ segir Smári sem vill ganga lengra en Danir í þessum málum. „Vegna þess að það sem Danir gerðu var að opna á notkun fyrir til dæmis krabbameinssjúklinga og þá sem eru verkjaðir en það lagar ekki nema hluta vandamálsins.“
Kosningar 2016 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Stjórnlausar dvalarleyfisveitingar eru ekki hagur neins“ Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Sjá meira