Gunnar Bragi: Hvergi verið rætt að setja lög á verkfall sjómanna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. nóvember 2016 14:51 Gunnar Bragi Sveinsson. Vísir/Stefán Gunnar Bragi Sveinsson, starfandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að það hafi hvergi komið til tals að setja lög á verkfall sjómanna sem skall á í gær. Hann segir að verði það gert þurfi að ríkja algjör sátt um slíkar aðgerðir. Verkfall sjómanna, sem nær til um 3.500 sjómanna, hófst klukkan 23 í gær eftir að upp úr slitnaði í samningaviðræðum sjómanna við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Formaður Sjómannafélagsins sagði í samtali við Vísi í gær að engin lausn væri í sjónmáli. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað deiluaðila að samningsborðinu á ný. Sjómenn hafa verið samningslausir í um það bil sex ár og fóru síðast í verkfall árið 2001. Eftir að verkfallið hafði staðið yfir í sjö vikur greip ríkið inn í deiluna með lagasetningu. Fór kjaradeilan að lokum fyrir gerðardóm. „Ég hugsa að menn fari ekki í að setja lög á þetta verkfall eins og staðan er í dag. Það yrði þá að vera algjör sátt um slíkt og það hefur hreinlega hvergi verið rætt. Þetta hefur bara ekki komið upp á borðið,“ segir Gunnar Bragi í samtali við Vísi aðspurður hvort að rætt hafi verið um að setja lög á verkfallið.Sjá einnig: Formaður SFS segir verkfall sjómanna „gríðarlega mikil vonbrigði“ Sátt náðist í viðræðum á milli deiluaðila um ýmis deilumál á borð við fiskverð, um nýsmíðaákvæði og færslu á orlofsrétti en strandaði að lokum á mönnunarmálum á uppsjávarskipum. Sjómenn segja að of langt hafi verið gengið í fækkun sjómanna á undanförnum árum. Gunnar Bragi segist vonast til þess að deiluaðilar ræði áfram saman, það sé ekki gott þegar einn helsti atvinnuvegur þjóðarinn stöðvist af völdum verkfalls. „Við vonumst til þess að menn haldi áfram að tala saman og finna lausn sem að hentar báðum. Það er aldrei gott þegar einhver fer í verkfall, sérstaklega þegar um er að ræða einn af okkar stærstu atvinnuvegum.“ Kjaramál Verkfall 2016 Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Sjómenn leggja niður störf Sjómenn hafa slitið samningaviðræðum. 10. nóvember 2016 21:51 Formaður SFS segir verkfall sjómanna „gríðarlega mikil vonbrigði“ Viðræður SFS við Sjómannasamband Íslands sigldu í strand á tíunda tímanum í kvöld en þær stranda á mönnunarmálum og þá sérstaklega á mönnunarmálum á uppsjávarskipum. 10. nóvember 2016 22:48 Vélstjórar og málmtæknimenn undirrituðu samning við SFS Viðræður útgerða og sjómanna var hins vegar slitið. 11. nóvember 2016 10:30 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, starfandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að það hafi hvergi komið til tals að setja lög á verkfall sjómanna sem skall á í gær. Hann segir að verði það gert þurfi að ríkja algjör sátt um slíkar aðgerðir. Verkfall sjómanna, sem nær til um 3.500 sjómanna, hófst klukkan 23 í gær eftir að upp úr slitnaði í samningaviðræðum sjómanna við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Formaður Sjómannafélagsins sagði í samtali við Vísi í gær að engin lausn væri í sjónmáli. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað deiluaðila að samningsborðinu á ný. Sjómenn hafa verið samningslausir í um það bil sex ár og fóru síðast í verkfall árið 2001. Eftir að verkfallið hafði staðið yfir í sjö vikur greip ríkið inn í deiluna með lagasetningu. Fór kjaradeilan að lokum fyrir gerðardóm. „Ég hugsa að menn fari ekki í að setja lög á þetta verkfall eins og staðan er í dag. Það yrði þá að vera algjör sátt um slíkt og það hefur hreinlega hvergi verið rætt. Þetta hefur bara ekki komið upp á borðið,“ segir Gunnar Bragi í samtali við Vísi aðspurður hvort að rætt hafi verið um að setja lög á verkfallið.Sjá einnig: Formaður SFS segir verkfall sjómanna „gríðarlega mikil vonbrigði“ Sátt náðist í viðræðum á milli deiluaðila um ýmis deilumál á borð við fiskverð, um nýsmíðaákvæði og færslu á orlofsrétti en strandaði að lokum á mönnunarmálum á uppsjávarskipum. Sjómenn segja að of langt hafi verið gengið í fækkun sjómanna á undanförnum árum. Gunnar Bragi segist vonast til þess að deiluaðilar ræði áfram saman, það sé ekki gott þegar einn helsti atvinnuvegur þjóðarinn stöðvist af völdum verkfalls. „Við vonumst til þess að menn haldi áfram að tala saman og finna lausn sem að hentar báðum. Það er aldrei gott þegar einhver fer í verkfall, sérstaklega þegar um er að ræða einn af okkar stærstu atvinnuvegum.“
Kjaramál Verkfall 2016 Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Sjómenn leggja niður störf Sjómenn hafa slitið samningaviðræðum. 10. nóvember 2016 21:51 Formaður SFS segir verkfall sjómanna „gríðarlega mikil vonbrigði“ Viðræður SFS við Sjómannasamband Íslands sigldu í strand á tíunda tímanum í kvöld en þær stranda á mönnunarmálum og þá sérstaklega á mönnunarmálum á uppsjávarskipum. 10. nóvember 2016 22:48 Vélstjórar og málmtæknimenn undirrituðu samning við SFS Viðræður útgerða og sjómanna var hins vegar slitið. 11. nóvember 2016 10:30 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira
Formaður SFS segir verkfall sjómanna „gríðarlega mikil vonbrigði“ Viðræður SFS við Sjómannasamband Íslands sigldu í strand á tíunda tímanum í kvöld en þær stranda á mönnunarmálum og þá sérstaklega á mönnunarmálum á uppsjávarskipum. 10. nóvember 2016 22:48
Vélstjórar og málmtæknimenn undirrituðu samning við SFS Viðræður útgerða og sjómanna var hins vegar slitið. 11. nóvember 2016 10:30