Reiknað með að Bjarni hrökkvi eða stökkvi í dag Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 11. nóvember 2016 12:32 Bjarni Benediktsson. Vísir/Ernir Allt bendir til að formaður Sjálfstæðisflokksins geri forseta Íslands grein fyrir því í dag hvort honum hafi tekist að koma á formlegum stjórnarmyndunarviðræðum um myndun meirihluta á Alþingi eða hvort hann hafi hætt stjórnarmyndunartilraunum sínum. Viðræður Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar eru sagðar stranda á orðalagi um þjóðaratkvæðagreiðslu um umsóknarferli að Evrópusambandinu í stjórnarsáttmála. Eins og kom fram í fréttum Stöðvar tvö í gær vilja forystumenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar ekki hefja formlegar stjórnarmyndunarumræður fyrr en málamiðlun tekst um grundvallar ágreiningsatriði. Helstu ágreiningsatriðin snúa að kerfisbreytingum í landbúnaði og sjávarútvegi. Samkvæmt heimildum fréttastofu ber þó mest á milli varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB en Bjarni Benediktsson hefur lýst því yfir að þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald umsóknarviðræðna við Evrópusambandið feli í sér pólitískan ómöguleika á meðan hinir flokkarnir tveir hafa þjóðaratkvæðagreiðslu á stefnuskrá sinni. Síðasta sólarhringinn hafa flokkarnir reynt að finna flöt á orðalagi um málið í í mögulegum stjórnarsáttmála en án árangurs hingað til. Þingmenn viðreisnar og Bjartrar framtíðar segja boltann vera hjá Bjarna sem þarf líka að ná sátt um þessi mál í sínum þingflokki. Ekki er á dagskrá að formenn flokkanna þriggja fundi í dag en það getur breyst með stuttum fyrirvara. Engir fundir eru heldur fyrirhugaðir hjá þingflokki Sjálfstæðismanna, Bjartri framtíð og viðreisn. En þingflokkar tveggja síðarnefndu flokkanna funduðu sameiginlega í gær áður en formenn þeirra hittu Bjarna síðdegis. Málið er því í biðstöðu eins og er og má heyra á þingmönnum flokkanna þriggja að beðið sé eftir að sjá hvað Bjarni geri í dag. En hann hefur gefið út að hann muni gefa forseta svar fyrir lok vikunnar og má reikna með að forsetinn geri ráð fyrir að það gerist fyrir helgina. Það heyrist á þingmönnum Sjálfstæðisflokks að Bjarni Benediktsson hafi fullt umboð frá þingflokknum til að ákveða framhaldið. Hann gæti því farið á fund forseta til að skila umboði til stjórnarmyndunar án þess að fundað verði sérstaklega um málið innan þingflokksins. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Undrast langlundargeð forsetans í garð Bjarna Telur Katrínu Jakobsdóttur eiga að fá jafn langan tíma til stjórnarmyndunarviðræðna og að Íslendingar gætu fagnað jólum án nýrrar ríkisstjórnar. 11. nóvember 2016 11:37 Segir menn hafa verið yfirlýsingaglaða um stjórnarmyndun Sigurður Ingi Jóhannesson, starfandi forsætisráðherra, var í viðtali í Reykjavík Síðdegis í dag. 10. nóvember 2016 18:02 Ekki náðst samstaða um málefni í stjórnarmyndunarþreifingum Hljóðið er farið að þyngjast í formanni Sjálfstæðisflokksins varðandi möguleika á myndun nýrrar ríkisstjórnar. Hann segir að ekki hafi tekist að ná saman um málefni og að sumir hafi verið allt of fljótir að útiloka ýmislegt í stöðunni. 9. nóvember 2016 19:00 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Allt bendir til að formaður Sjálfstæðisflokksins geri forseta Íslands grein fyrir því í dag hvort honum hafi tekist að koma á formlegum stjórnarmyndunarviðræðum um myndun meirihluta á Alþingi eða hvort hann hafi hætt stjórnarmyndunartilraunum sínum. Viðræður Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar eru sagðar stranda á orðalagi um þjóðaratkvæðagreiðslu um umsóknarferli að Evrópusambandinu í stjórnarsáttmála. Eins og kom fram í fréttum Stöðvar tvö í gær vilja forystumenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar ekki hefja formlegar stjórnarmyndunarumræður fyrr en málamiðlun tekst um grundvallar ágreiningsatriði. Helstu ágreiningsatriðin snúa að kerfisbreytingum í landbúnaði og sjávarútvegi. Samkvæmt heimildum fréttastofu ber þó mest á milli varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB en Bjarni Benediktsson hefur lýst því yfir að þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald umsóknarviðræðna við Evrópusambandið feli í sér pólitískan ómöguleika á meðan hinir flokkarnir tveir hafa þjóðaratkvæðagreiðslu á stefnuskrá sinni. Síðasta sólarhringinn hafa flokkarnir reynt að finna flöt á orðalagi um málið í í mögulegum stjórnarsáttmála en án árangurs hingað til. Þingmenn viðreisnar og Bjartrar framtíðar segja boltann vera hjá Bjarna sem þarf líka að ná sátt um þessi mál í sínum þingflokki. Ekki er á dagskrá að formenn flokkanna þriggja fundi í dag en það getur breyst með stuttum fyrirvara. Engir fundir eru heldur fyrirhugaðir hjá þingflokki Sjálfstæðismanna, Bjartri framtíð og viðreisn. En þingflokkar tveggja síðarnefndu flokkanna funduðu sameiginlega í gær áður en formenn þeirra hittu Bjarna síðdegis. Málið er því í biðstöðu eins og er og má heyra á þingmönnum flokkanna þriggja að beðið sé eftir að sjá hvað Bjarni geri í dag. En hann hefur gefið út að hann muni gefa forseta svar fyrir lok vikunnar og má reikna með að forsetinn geri ráð fyrir að það gerist fyrir helgina. Það heyrist á þingmönnum Sjálfstæðisflokks að Bjarni Benediktsson hafi fullt umboð frá þingflokknum til að ákveða framhaldið. Hann gæti því farið á fund forseta til að skila umboði til stjórnarmyndunar án þess að fundað verði sérstaklega um málið innan þingflokksins.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Undrast langlundargeð forsetans í garð Bjarna Telur Katrínu Jakobsdóttur eiga að fá jafn langan tíma til stjórnarmyndunarviðræðna og að Íslendingar gætu fagnað jólum án nýrrar ríkisstjórnar. 11. nóvember 2016 11:37 Segir menn hafa verið yfirlýsingaglaða um stjórnarmyndun Sigurður Ingi Jóhannesson, starfandi forsætisráðherra, var í viðtali í Reykjavík Síðdegis í dag. 10. nóvember 2016 18:02 Ekki náðst samstaða um málefni í stjórnarmyndunarþreifingum Hljóðið er farið að þyngjast í formanni Sjálfstæðisflokksins varðandi möguleika á myndun nýrrar ríkisstjórnar. Hann segir að ekki hafi tekist að ná saman um málefni og að sumir hafi verið allt of fljótir að útiloka ýmislegt í stöðunni. 9. nóvember 2016 19:00 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Undrast langlundargeð forsetans í garð Bjarna Telur Katrínu Jakobsdóttur eiga að fá jafn langan tíma til stjórnarmyndunarviðræðna og að Íslendingar gætu fagnað jólum án nýrrar ríkisstjórnar. 11. nóvember 2016 11:37
Segir menn hafa verið yfirlýsingaglaða um stjórnarmyndun Sigurður Ingi Jóhannesson, starfandi forsætisráðherra, var í viðtali í Reykjavík Síðdegis í dag. 10. nóvember 2016 18:02
Ekki náðst samstaða um málefni í stjórnarmyndunarþreifingum Hljóðið er farið að þyngjast í formanni Sjálfstæðisflokksins varðandi möguleika á myndun nýrrar ríkisstjórnar. Hann segir að ekki hafi tekist að ná saman um málefni og að sumir hafi verið allt of fljótir að útiloka ýmislegt í stöðunni. 9. nóvember 2016 19:00