Vélstjórar og málmtæknimenn undirrituðu samning við SFS Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2016 10:30 Frá samningafundinum í gær. Vísir/Eyþór Félag Vélstjóra og málmtæknimanna skrifaði í nótt undir nýjan kjarasamning við Samtök félaga í sjávarútvegi. Samningurinn mun gilda til ársloka 2018. Viðræðum sjómanna og SFS var hins vegar slitið í gærkvöldi eftir að þær strönduðu á mönnunarmálum og sérstaklega á mönnunarmálum á uppsjávarskipum. Verkfall sjómanna hófst því klukkan ellefu í gærkvöldi, en það nær til um 3.500 sjómanna. Sjómenn hafa verið samningslausir í um það bil sex ár. Sextán ár eru frá því að sjómenn fóru síðast í verkfall, en þá voru lög sett á verkfallið og gerðardómur fenginn til að leysa úr því. Verkfallið mun einnig hafa áhrif á fiskvinnslu í landi sem og allan flutning fisks á milli staða hér á landi og á milli landa með flugi eða flutningaskipum. Guðmundur Ragnarsson, formaður VM segir að eftir að Sjómannasamband Íslands hafi slitið viðræðunum í gær hafi viðræður um sérkröfur VM hafist. „Þegar við ákváðum að setjast yfir það þá gekk ýmislegt upp í því sem vantaði. Þannig að við ákváðum að klára þetta í nótt og skrifuðum undir samning með fyrirvara um samþykki samninganefndarinnar okkar og frestuðum verkfalli til klukkan þrjú á mánudaginn,“ segir Guðmundur í tilkynningu á vef VM. Enn fremur segir hann að náðst hafi utan um verðmál, lending hafi fengist um nýsmíðaákvæði og tekið hafi verið á ýmsum öðrum málum. Næst verði farið yfir samninginn með stóru samninganefndinni.Deilt um mönnun Í tilkynningu frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi segir að Sjómannasambandið hafi slitið viðræðum þar sem sjómenn hafi gert „ófrávíkjanlega kröfu“ um að matsveini á uppsjávarskipum yrði óheimilt að ganga í starf háseta. Því yrði að fjölga um einn háseta á uppsjávarskipum. Deilurnar ná einnig til mönnunar á ísfisktogurum. „Þetta eru gríðarlega mikil vonbrigði því við vorum búnir að ná mjög miklum og góðum árangri í mörgum mjög stórum málum, til að mynda varðandi fiskverðið, um nýsmíðaákvæði og færslu á orlofsrétti svo eitthvað sé nefnt. Þetta kemur mér virkilega á óvart þar sem ég hélt að þessi mál væru komin í ákveðinn farveg en þetta er síðan dregið upp úr hatti hérna seinni partinn í dag,“ sagði Jens Garðar Helgason, formaður SFS í samtali við Vísi í gær. Sjómenn segja að telja að „allt of langt sé gengið í fækkun sjómanna“ á uppsjávarskiptum og ísfisktogurum. Hafa ber í huga að með fjölgun háseta myndu sjómennirnir sjálfir taka á sig launaskerðingu þar sem hlutur áhafnarinnar deilist á fleiri hendur. Þeir segja þetta vera öryggisatriði.Í tilkynningu SFS segir að fiskverðsmálefni, sem deilt hafi verið um lengi, hafi verið leidd í jörð. Samhljómur hafi verið um aukinn orlofsrétt og auknar greiðslur vegna hlífðarfatnaðar. Þá hafi samningsaðilar komist að samkomulagi um að láta framkvæma óháða athugun á öryggis- og hvíldarmálum sjómanna. Einnig hafi verið kominn samhljómur um að þak yrði sett á gildistíma nýsmíðaákvæðis, sem felur í sér að sjómenn taka þátt í kostnaði vegna kaupa nýrra skipa. Það er ákvæði frá kjarasamningum 2004.SFS segir mönnun skipa vera öryggismál og ef misbrestur sé á mönnun skipa mætti ætla að óháða athugunin, sem nefnd er hér að ofan, myndi leiða þann brest í ljós. Ljóst er að verkfallið mun standa yfir í minnst viku þar sem skip eru á leið í land frá Barentshafi, en sú ferð mun taka um viku. Ekki liggur fyrir hvenær sáttasemjari mun boða til fundar aftur á milli Sjómannasambandsins og SFS. Kjaramál Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Sjómenn leggja niður störf Sjómenn hafa slitið samningaviðræðum. 10. nóvember 2016 21:51 Formaður VM segir samningaviðræðurnar á mjög viðkvæmum stað Samningaviðræður í kjaradeilu sjómanna hafa staðið yfir í allan dag í húsakynnum ríkissáttasemjara. Verkfall sjómanna hefst klukkan 23 ef ekki næst lausn í viðræðunum. 10. nóvember 2016 21:25 „Við reynum en það er ekkert víst að það takist“ Sjómenn leggja niður störf í kvöld ef samningar nást ekki. 10. nóvember 2016 10:52 Formaður SFS segir verkfall sjómanna „gríðarlega mikil vonbrigði“ Viðræður SFS við Sjómannasamband Íslands sigldu í strand á tíunda tímanum í kvöld en þær stranda á mönnunarmálum og þá sérstaklega á mönnunarmálum á uppsjávarskipum. 10. nóvember 2016 22:48 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Fleiri fréttir Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Sjá meira
Félag Vélstjóra og málmtæknimanna skrifaði í nótt undir nýjan kjarasamning við Samtök félaga í sjávarútvegi. Samningurinn mun gilda til ársloka 2018. Viðræðum sjómanna og SFS var hins vegar slitið í gærkvöldi eftir að þær strönduðu á mönnunarmálum og sérstaklega á mönnunarmálum á uppsjávarskipum. Verkfall sjómanna hófst því klukkan ellefu í gærkvöldi, en það nær til um 3.500 sjómanna. Sjómenn hafa verið samningslausir í um það bil sex ár. Sextán ár eru frá því að sjómenn fóru síðast í verkfall, en þá voru lög sett á verkfallið og gerðardómur fenginn til að leysa úr því. Verkfallið mun einnig hafa áhrif á fiskvinnslu í landi sem og allan flutning fisks á milli staða hér á landi og á milli landa með flugi eða flutningaskipum. Guðmundur Ragnarsson, formaður VM segir að eftir að Sjómannasamband Íslands hafi slitið viðræðunum í gær hafi viðræður um sérkröfur VM hafist. „Þegar við ákváðum að setjast yfir það þá gekk ýmislegt upp í því sem vantaði. Þannig að við ákváðum að klára þetta í nótt og skrifuðum undir samning með fyrirvara um samþykki samninganefndarinnar okkar og frestuðum verkfalli til klukkan þrjú á mánudaginn,“ segir Guðmundur í tilkynningu á vef VM. Enn fremur segir hann að náðst hafi utan um verðmál, lending hafi fengist um nýsmíðaákvæði og tekið hafi verið á ýmsum öðrum málum. Næst verði farið yfir samninginn með stóru samninganefndinni.Deilt um mönnun Í tilkynningu frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi segir að Sjómannasambandið hafi slitið viðræðum þar sem sjómenn hafi gert „ófrávíkjanlega kröfu“ um að matsveini á uppsjávarskipum yrði óheimilt að ganga í starf háseta. Því yrði að fjölga um einn háseta á uppsjávarskipum. Deilurnar ná einnig til mönnunar á ísfisktogurum. „Þetta eru gríðarlega mikil vonbrigði því við vorum búnir að ná mjög miklum og góðum árangri í mörgum mjög stórum málum, til að mynda varðandi fiskverðið, um nýsmíðaákvæði og færslu á orlofsrétti svo eitthvað sé nefnt. Þetta kemur mér virkilega á óvart þar sem ég hélt að þessi mál væru komin í ákveðinn farveg en þetta er síðan dregið upp úr hatti hérna seinni partinn í dag,“ sagði Jens Garðar Helgason, formaður SFS í samtali við Vísi í gær. Sjómenn segja að telja að „allt of langt sé gengið í fækkun sjómanna“ á uppsjávarskiptum og ísfisktogurum. Hafa ber í huga að með fjölgun háseta myndu sjómennirnir sjálfir taka á sig launaskerðingu þar sem hlutur áhafnarinnar deilist á fleiri hendur. Þeir segja þetta vera öryggisatriði.Í tilkynningu SFS segir að fiskverðsmálefni, sem deilt hafi verið um lengi, hafi verið leidd í jörð. Samhljómur hafi verið um aukinn orlofsrétt og auknar greiðslur vegna hlífðarfatnaðar. Þá hafi samningsaðilar komist að samkomulagi um að láta framkvæma óháða athugun á öryggis- og hvíldarmálum sjómanna. Einnig hafi verið kominn samhljómur um að þak yrði sett á gildistíma nýsmíðaákvæðis, sem felur í sér að sjómenn taka þátt í kostnaði vegna kaupa nýrra skipa. Það er ákvæði frá kjarasamningum 2004.SFS segir mönnun skipa vera öryggismál og ef misbrestur sé á mönnun skipa mætti ætla að óháða athugunin, sem nefnd er hér að ofan, myndi leiða þann brest í ljós. Ljóst er að verkfallið mun standa yfir í minnst viku þar sem skip eru á leið í land frá Barentshafi, en sú ferð mun taka um viku. Ekki liggur fyrir hvenær sáttasemjari mun boða til fundar aftur á milli Sjómannasambandsins og SFS.
Kjaramál Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Sjómenn leggja niður störf Sjómenn hafa slitið samningaviðræðum. 10. nóvember 2016 21:51 Formaður VM segir samningaviðræðurnar á mjög viðkvæmum stað Samningaviðræður í kjaradeilu sjómanna hafa staðið yfir í allan dag í húsakynnum ríkissáttasemjara. Verkfall sjómanna hefst klukkan 23 ef ekki næst lausn í viðræðunum. 10. nóvember 2016 21:25 „Við reynum en það er ekkert víst að það takist“ Sjómenn leggja niður störf í kvöld ef samningar nást ekki. 10. nóvember 2016 10:52 Formaður SFS segir verkfall sjómanna „gríðarlega mikil vonbrigði“ Viðræður SFS við Sjómannasamband Íslands sigldu í strand á tíunda tímanum í kvöld en þær stranda á mönnunarmálum og þá sérstaklega á mönnunarmálum á uppsjávarskipum. 10. nóvember 2016 22:48 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Fleiri fréttir Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Sjá meira
Formaður VM segir samningaviðræðurnar á mjög viðkvæmum stað Samningaviðræður í kjaradeilu sjómanna hafa staðið yfir í allan dag í húsakynnum ríkissáttasemjara. Verkfall sjómanna hefst klukkan 23 ef ekki næst lausn í viðræðunum. 10. nóvember 2016 21:25
„Við reynum en það er ekkert víst að það takist“ Sjómenn leggja niður störf í kvöld ef samningar nást ekki. 10. nóvember 2016 10:52
Formaður SFS segir verkfall sjómanna „gríðarlega mikil vonbrigði“ Viðræður SFS við Sjómannasamband Íslands sigldu í strand á tíunda tímanum í kvöld en þær stranda á mönnunarmálum og þá sérstaklega á mönnunarmálum á uppsjávarskipum. 10. nóvember 2016 22:48