Grétar Ari: Var með smá samviskubit Smári Jökull Jónsson skrifar 10. nóvember 2016 20:33 Grétar Ari í landsleiknum gegn Tékkum. vísir/ernir Markvörðurinn Grétar Ari Guðjónsson lék sinn fyrsta leik fyrir Hauka í Olís-deildinni í handknattleik gegn ÍBV í kvöld. Grétar Ari var á láni hjá Selfyssingum í upphafi tímabils. Hann fór beint í byrjunarliðið og átti fínan leik í stórsigri Hauka í kvöld. „Mér fannst við bara nokkuð góðir og sannfærandi. Það eru nokkur atriði sem þarf að laga, nokkur dauðafæri sem við klikkum á í byrjun og vörnin og ég gerum nokkur mistök. Það má fínpússa þetta hjá okkur, en þetta var gott,“ sagði Grétar Ari í viðtali við Vísi að leik loknum. Grétar Ari sneri frekar óvænt aftur í lið Hauka eftir að hafa byrjað tímabilið á láni hjá Selfyssingum. Hann viðurkenndi að þetta hefði verið fremur erfið ákvörðun. „Ég viðurkenni það að ég var með pínu samviskubit. En það er þannig í þessum bransa að þú þarft að vera svolítið sjálfselskur. Í raun þá held ég að Selfyssingum gæti gengið betur með það markvarðapar sem þeir eru með núna." Einhvern veginn fannst mér ég aldrei finna mig nógu vel. Þetta var ekki alveg að ganga upp. Ég hefði viljað reyna áfram og reyna lengur. Kannski var ég óþolinmóður,“ sagði Grétar og bætti við að það hefði skipt máli að Haukar væri hans heimalið. „Mér líður mjög vel hér. Ef ég á að einfalda þetta þá eru þetta tveir klúbbar sem ég get blómstrað með, annar er heima en hinn er í burtu.“ Það hefur verið nóg um að vera hjá Grétari að undanförnu. Ekki nóg með að hann hafi skipt aftur yfir í Haukana heldur var hann valinn í landsliðshópinn og fékk óvænt að spila í heimaleiknum gegn Tékkum. „Ég bjóst í raun ekki við því að spila neitt. Ég hélt ég væri að fara að æfa með þeim og að Aron yrði markvörður númer tvö. Ég hélt ég hefði verið valinn sem æfingamarkvörður til að kynna mér þetta fyrir mögulega eitthvað framtíðarhlutverk.“ „Síðan meiðist Aron og Geir velur mig fram yfir Sveinbjörn sem kom mér líka á óvart. Ég er auðvitað ánægður og þakklátur fyrir tækifærið. Ég lærði fullt og það sem hjálpar mér mest við að komast inn í þennan alþjóðlega bolta er að sjá hvað ég þarf að laga og æfa mig í til að geta spilað erlendist,“ sagði Grétar Ari að lokum. Íslenski handboltinn Innlendar Íþróttir Olís-deild karla Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Enski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Markvörðurinn Grétar Ari Guðjónsson lék sinn fyrsta leik fyrir Hauka í Olís-deildinni í handknattleik gegn ÍBV í kvöld. Grétar Ari var á láni hjá Selfyssingum í upphafi tímabils. Hann fór beint í byrjunarliðið og átti fínan leik í stórsigri Hauka í kvöld. „Mér fannst við bara nokkuð góðir og sannfærandi. Það eru nokkur atriði sem þarf að laga, nokkur dauðafæri sem við klikkum á í byrjun og vörnin og ég gerum nokkur mistök. Það má fínpússa þetta hjá okkur, en þetta var gott,“ sagði Grétar Ari í viðtali við Vísi að leik loknum. Grétar Ari sneri frekar óvænt aftur í lið Hauka eftir að hafa byrjað tímabilið á láni hjá Selfyssingum. Hann viðurkenndi að þetta hefði verið fremur erfið ákvörðun. „Ég viðurkenni það að ég var með pínu samviskubit. En það er þannig í þessum bransa að þú þarft að vera svolítið sjálfselskur. Í raun þá held ég að Selfyssingum gæti gengið betur með það markvarðapar sem þeir eru með núna." Einhvern veginn fannst mér ég aldrei finna mig nógu vel. Þetta var ekki alveg að ganga upp. Ég hefði viljað reyna áfram og reyna lengur. Kannski var ég óþolinmóður,“ sagði Grétar og bætti við að það hefði skipt máli að Haukar væri hans heimalið. „Mér líður mjög vel hér. Ef ég á að einfalda þetta þá eru þetta tveir klúbbar sem ég get blómstrað með, annar er heima en hinn er í burtu.“ Það hefur verið nóg um að vera hjá Grétari að undanförnu. Ekki nóg með að hann hafi skipt aftur yfir í Haukana heldur var hann valinn í landsliðshópinn og fékk óvænt að spila í heimaleiknum gegn Tékkum. „Ég bjóst í raun ekki við því að spila neitt. Ég hélt ég væri að fara að æfa með þeim og að Aron yrði markvörður númer tvö. Ég hélt ég hefði verið valinn sem æfingamarkvörður til að kynna mér þetta fyrir mögulega eitthvað framtíðarhlutverk.“ „Síðan meiðist Aron og Geir velur mig fram yfir Sveinbjörn sem kom mér líka á óvart. Ég er auðvitað ánægður og þakklátur fyrir tækifærið. Ég lærði fullt og það sem hjálpar mér mest við að komast inn í þennan alþjóðlega bolta er að sjá hvað ég þarf að laga og æfa mig í til að geta spilað erlendist,“ sagði Grétar Ari að lokum.
Íslenski handboltinn Innlendar Íþróttir Olís-deild karla Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Enski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita