Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Snæfell 100-57 | Stórsigur Stólanna Haukur Skúlason í Síkinu á Sauðárkróki skrifar 10. nóvember 2016 20:45 Pétur Rúnar Birgisson, leikstjórnandi Tindastóls. vísir/eyþór Tindastóll vann stórsigur á ungliðahreyfingu Stykkishólms, betur þekkt undir nafninu Snæfell, í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld. Tindastóll byrjaði leikinn af krafti og greinilegt að ekkert vanmat var í gangi. Snæfellingar höfðu lítil svör og munurinn í hálfleik kominn í 28 stig, staðan 49-21. Munurinn var slíkur í hálfleik að aldrei var spurning hvernig leikurinn færi. Snæfell stigu þó á bensíngjöfina í síðari hálfleik en það skipti þó litlu máli. Tindastólsliðið byrjaði leikinn af krafti og náðu strax góðu forskoti. Svo hefur einnig verið gott og gaman fyrir Costa þjálfara að geta leyft öllum leikmönnum að fá nokkrar mínútur inni á vellinum.Af hverju vann Tindastóll? Liðið er einfaldlega miklu betra en ungt lið Snæfells. Tindastóll byrjaði leikinn af krafti og setti tóninn strax í byrjun og vanmátu ekki liðið frá Stykkishólmi. TIndastóll notaði breidd bekkjarins vel og allir fengu að spila, það voru því alltaf kraftmiklar lappir inn á vellinum fyrir Tindastól. Snæfellingar gáfust aldrei upp og reyndu eins og þeir gátu. Það var hins vegar ekki nóg og ekki hjálpaði til að þeirra besti maður, Sefton Barrett, var á annarri löppinni. Snæfellingar eru hins vegar greinilega ekki að tjalda til einnar nætur og þeirra áætlun að byggja upp gott lið í framtíðinni.Bestu menn vallarins Tindastólsliðið var frekar jafnt heilt yfir í dag þó nokkrir standi uppúr í tölfræðiþáttum. Pétur skilaði 10 stoðsendingum, Björgvin 10 fráköstum og svo var Chris með 16 stig, 7 fráköst og 4 stoðsendingar. Erfitt er að finna bestu menn Snæfellsliðsins, aðeins tveir þeirra náðu tveggja stafa tölum í stigaskori, Viktor með 11 og Maciej með 10.Hvað gekk illa? Tindastólsliðinu gekk illa að hafa fulla stjórn á leiknum þegar Pétur Rúnar var utan vallar, leikurinn varð þá tilviljanakenndur og lítið flæði var í sóknarleiknum. Mamadou Samb skoraði 24 stig en tók ekki nema 8 fráköst sem er einfaldlega ekki nóg gegn smávöxnu liði andstæðinganna. Honum voru mislagðar hendur allt of oft og alveg spurning hvort hann henti í þessa frábæru deild sem Dominos deildin er. Sefton Barrett á að vera aðal maðurinn í þessu Snæfellsliði. Það gekk hins vegar ekki upp í kvöld þar sem hann skilaði aðeins 4 stigum, 5 fráköstum og 1 stoðsendingu. Honum til varnar þá var hann greinilega meiddur en betur má ef duga skal.Helgi Rafn: Þeir voru vængbrotnir „Það þarf að vinna þessa leiki,“ sagði Helgi Rafn Viggósson, fyrirliði Tindastólsliðsins, aðspurður um hvort að þetta hafi verið skyldusigur. „Þeir voru vængbrotnir, með meiddan Kana en við mættum sannarlega klárir í dag". Helga Rafni var því næst bent á að hann var eini leikmaður Tindastóls á leikskýrslu í kvöld sem ekki fékk villu. „Ég er orðinn svo prúður,“ svaraði Helgi glottandi út í annað.Ingi Þór: Við hættum aldrei, sama hver staðan er „Við lentum undir frá fyrstu sekúndu, þeir voru mjög aggressívir og byrjuðu af krafti minnugir hvernig leikurinn gegn Keflavík hófst. Við náðum ekki að spila þá vörn sem við vildum og vorum seinir til,“ sagði Ingi Þór Steindórsson, þjálfari Snæfells. „Við byrjuðum þriðja leikhluta af krafti og höfum unga stráka sem eru tilbúnir að leggja mikið á sig. Við hættum aldrei, sama hver staðan er. Okkar markmið eru að vera betri í dag en í gær og svo framvegis. Við viljum nýta allar þær 40 mínútur sem við fáum í vetur til að leggja inn í reynslubankann,“ sagði Ingi Þór. Sefton Barrett var langt frá sínu besta hjá Snæfelli í kvöld og skoraði aðeins 4 stig á 26 mínútum. „Hann var á öðrum fæti, en það er engin afsökun. Ef menn eru í búning þá þurfum við að fá meira framlag frá honum,“ sagði Ingi Þór.Jose Costa: Mest ánægður með einbeitingu leikmann frá byrjun „Ég var mest ánægður með einbeitingu leikmann frá byrjun, þeir létu ekki stöðuna í deildinni trufla sig. Það fengu allir að spila og láta reyna á það sem æft er alla vikuna,“ sagði Jose Costa, þjálfari Tindastóls, þegar hann var spurður um hvað hefði glatt hann í kvöld. Sefton Barrett, leikmaður Snæfells var hljóðlátur í kvöld en hann hitti aðeins úr 1 af 8 skotum sínum í leiknum. „Við lögðum áherslu á að stoppa hann, Björgvin spilaði mjög góða vörn á hann og í fyrri hálfleik skoraði hann aðeins úr vítum,“ sagði Jose Costa. Pape Seck var ekki á leikskýrslu Tindastóls í kvöld en sögusagnir eru um að hann hafi leikið sinn síðasta leik fyrir liðið. „Hann komst ekki í liðið og ég veit ekki hvað verður gert varðandi hann,“ sagði Jose Costa og vildi lítið gefa upp um framtíð hans. Dominos-deild karla Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Fleiri fréttir Ármann - KR | Fyrsti heimaleikur nýliðanna Þór Þ. - Álftanes | Þórsarar í leit að fyrsta sigri tímabilsins Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Grindavík - ÍA | Gulir mæta glöðum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Sjá meira
Tindastóll vann stórsigur á ungliðahreyfingu Stykkishólms, betur þekkt undir nafninu Snæfell, í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld. Tindastóll byrjaði leikinn af krafti og greinilegt að ekkert vanmat var í gangi. Snæfellingar höfðu lítil svör og munurinn í hálfleik kominn í 28 stig, staðan 49-21. Munurinn var slíkur í hálfleik að aldrei var spurning hvernig leikurinn færi. Snæfell stigu þó á bensíngjöfina í síðari hálfleik en það skipti þó litlu máli. Tindastólsliðið byrjaði leikinn af krafti og náðu strax góðu forskoti. Svo hefur einnig verið gott og gaman fyrir Costa þjálfara að geta leyft öllum leikmönnum að fá nokkrar mínútur inni á vellinum.Af hverju vann Tindastóll? Liðið er einfaldlega miklu betra en ungt lið Snæfells. Tindastóll byrjaði leikinn af krafti og setti tóninn strax í byrjun og vanmátu ekki liðið frá Stykkishólmi. TIndastóll notaði breidd bekkjarins vel og allir fengu að spila, það voru því alltaf kraftmiklar lappir inn á vellinum fyrir Tindastól. Snæfellingar gáfust aldrei upp og reyndu eins og þeir gátu. Það var hins vegar ekki nóg og ekki hjálpaði til að þeirra besti maður, Sefton Barrett, var á annarri löppinni. Snæfellingar eru hins vegar greinilega ekki að tjalda til einnar nætur og þeirra áætlun að byggja upp gott lið í framtíðinni.Bestu menn vallarins Tindastólsliðið var frekar jafnt heilt yfir í dag þó nokkrir standi uppúr í tölfræðiþáttum. Pétur skilaði 10 stoðsendingum, Björgvin 10 fráköstum og svo var Chris með 16 stig, 7 fráköst og 4 stoðsendingar. Erfitt er að finna bestu menn Snæfellsliðsins, aðeins tveir þeirra náðu tveggja stafa tölum í stigaskori, Viktor með 11 og Maciej með 10.Hvað gekk illa? Tindastólsliðinu gekk illa að hafa fulla stjórn á leiknum þegar Pétur Rúnar var utan vallar, leikurinn varð þá tilviljanakenndur og lítið flæði var í sóknarleiknum. Mamadou Samb skoraði 24 stig en tók ekki nema 8 fráköst sem er einfaldlega ekki nóg gegn smávöxnu liði andstæðinganna. Honum voru mislagðar hendur allt of oft og alveg spurning hvort hann henti í þessa frábæru deild sem Dominos deildin er. Sefton Barrett á að vera aðal maðurinn í þessu Snæfellsliði. Það gekk hins vegar ekki upp í kvöld þar sem hann skilaði aðeins 4 stigum, 5 fráköstum og 1 stoðsendingu. Honum til varnar þá var hann greinilega meiddur en betur má ef duga skal.Helgi Rafn: Þeir voru vængbrotnir „Það þarf að vinna þessa leiki,“ sagði Helgi Rafn Viggósson, fyrirliði Tindastólsliðsins, aðspurður um hvort að þetta hafi verið skyldusigur. „Þeir voru vængbrotnir, með meiddan Kana en við mættum sannarlega klárir í dag". Helga Rafni var því næst bent á að hann var eini leikmaður Tindastóls á leikskýrslu í kvöld sem ekki fékk villu. „Ég er orðinn svo prúður,“ svaraði Helgi glottandi út í annað.Ingi Þór: Við hættum aldrei, sama hver staðan er „Við lentum undir frá fyrstu sekúndu, þeir voru mjög aggressívir og byrjuðu af krafti minnugir hvernig leikurinn gegn Keflavík hófst. Við náðum ekki að spila þá vörn sem við vildum og vorum seinir til,“ sagði Ingi Þór Steindórsson, þjálfari Snæfells. „Við byrjuðum þriðja leikhluta af krafti og höfum unga stráka sem eru tilbúnir að leggja mikið á sig. Við hættum aldrei, sama hver staðan er. Okkar markmið eru að vera betri í dag en í gær og svo framvegis. Við viljum nýta allar þær 40 mínútur sem við fáum í vetur til að leggja inn í reynslubankann,“ sagði Ingi Þór. Sefton Barrett var langt frá sínu besta hjá Snæfelli í kvöld og skoraði aðeins 4 stig á 26 mínútum. „Hann var á öðrum fæti, en það er engin afsökun. Ef menn eru í búning þá þurfum við að fá meira framlag frá honum,“ sagði Ingi Þór.Jose Costa: Mest ánægður með einbeitingu leikmann frá byrjun „Ég var mest ánægður með einbeitingu leikmann frá byrjun, þeir létu ekki stöðuna í deildinni trufla sig. Það fengu allir að spila og láta reyna á það sem æft er alla vikuna,“ sagði Jose Costa, þjálfari Tindastóls, þegar hann var spurður um hvað hefði glatt hann í kvöld. Sefton Barrett, leikmaður Snæfells var hljóðlátur í kvöld en hann hitti aðeins úr 1 af 8 skotum sínum í leiknum. „Við lögðum áherslu á að stoppa hann, Björgvin spilaði mjög góða vörn á hann og í fyrri hálfleik skoraði hann aðeins úr vítum,“ sagði Jose Costa. Pape Seck var ekki á leikskýrslu Tindastóls í kvöld en sögusagnir eru um að hann hafi leikið sinn síðasta leik fyrir liðið. „Hann komst ekki í liðið og ég veit ekki hvað verður gert varðandi hann,“ sagði Jose Costa og vildi lítið gefa upp um framtíð hans.
Dominos-deild karla Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Fleiri fréttir Ármann - KR | Fyrsti heimaleikur nýliðanna Þór Þ. - Álftanes | Þórsarar í leit að fyrsta sigri tímabilsins Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Grindavík - ÍA | Gulir mæta glöðum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Sjá meira