Yfir 40 sýrlenskir flóttamenn koma um miðjan janúar Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 28. nóvember 2016 19:00 Rúmlega fjörtíu manna hópur sýrlenskra flóttamanna kemur hingað til lands um miðjan janúar frá flóttamannabúðum í Líbanon. Fólkið fer í þrjú mismunandi sveitarfélög og segir framkvæmdastjóri Rauða krossins þau vera full eftirvæntingar. Í byrjun árs komu sex sýrlenskar fjölskyldur hingað til lands eftir að hafa þurft að flýja heimili sín vegna stríðs í heimalandinu. Í maí síðastliðnum samþykkti ríkisstjórnin svo að taka á móti öðrum hópi sýrlenskra fjölskyldna frá flóttamannabúðum í Beirút í Líbanon. Nú er undirbúningur á lokastigi og ljóst fjölskyldurnar eru væntanlegar í janúar. „Það er búið að velja hóp sem telur yfir fjörtíu manns. Í síðustu viku var haldið námskeið í Beirút í Líbanon þar sem farið var yfir hvernig er að búa á Íslandi og hvað bíður fólksins. Það var mikið spurt og það er mikil eftirvænting meðal hópsins,“ segir Kristín S. Hjálmtýrsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi.Facebook bjargar Fólkið hefur allt hafist við í flóttamannabúðum í um þrjú ár. „Þau eru í rauninni að koma úr ömurlegum að stæðum og eru mjög ánægð með að fá þetta boð um að koma til Íslands. Ein fjölskylda fer til Akureyrar en svo verða fjölskyldur í Reykjavík, á Selfossi og Hveragerði,“ segir Kristín. Fjölskyldurnar sem væntanlegar eru hafa sumar nú þegar sett sig í samband við fólkið sem kom fyrr á árinu. „Facebook bjargar. Þau eru búin að vera í samskiptum og eru farin að þekkja hvort annað svolítið. Það er svona ákveðið forskot. Sýrlendingarnir okkar sem komu á síðasta ári og fyrr á þessu ári eru tilbúin að tengjast þeim og tengja þau við heimamenn.“Leita að sjálfboðaliðumKristín segir mikilvægt að almenningur gerist virkur þátttakandi í móttöku flóttafólksins. Rauði krossinn óskar því eftir sjálfboðaliðum og stuðningsfjölskyldum til að hjálpa til við að taka á móti fólkinu. Það er hægt að gera með því að skrá sig sem sjálboðaliða á heimasíðu Rauða krossins og merkja við að það sé vegna flóttamannaverkefnisins. „Þetta er ekki létt, en þetta er ekki erfitt. Þetta er svona mitt á milli og við getum gert þetta öll saman.“ Flóttamenn Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sjá meira
Rúmlega fjörtíu manna hópur sýrlenskra flóttamanna kemur hingað til lands um miðjan janúar frá flóttamannabúðum í Líbanon. Fólkið fer í þrjú mismunandi sveitarfélög og segir framkvæmdastjóri Rauða krossins þau vera full eftirvæntingar. Í byrjun árs komu sex sýrlenskar fjölskyldur hingað til lands eftir að hafa þurft að flýja heimili sín vegna stríðs í heimalandinu. Í maí síðastliðnum samþykkti ríkisstjórnin svo að taka á móti öðrum hópi sýrlenskra fjölskyldna frá flóttamannabúðum í Beirút í Líbanon. Nú er undirbúningur á lokastigi og ljóst fjölskyldurnar eru væntanlegar í janúar. „Það er búið að velja hóp sem telur yfir fjörtíu manns. Í síðustu viku var haldið námskeið í Beirút í Líbanon þar sem farið var yfir hvernig er að búa á Íslandi og hvað bíður fólksins. Það var mikið spurt og það er mikil eftirvænting meðal hópsins,“ segir Kristín S. Hjálmtýrsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi.Facebook bjargar Fólkið hefur allt hafist við í flóttamannabúðum í um þrjú ár. „Þau eru í rauninni að koma úr ömurlegum að stæðum og eru mjög ánægð með að fá þetta boð um að koma til Íslands. Ein fjölskylda fer til Akureyrar en svo verða fjölskyldur í Reykjavík, á Selfossi og Hveragerði,“ segir Kristín. Fjölskyldurnar sem væntanlegar eru hafa sumar nú þegar sett sig í samband við fólkið sem kom fyrr á árinu. „Facebook bjargar. Þau eru búin að vera í samskiptum og eru farin að þekkja hvort annað svolítið. Það er svona ákveðið forskot. Sýrlendingarnir okkar sem komu á síðasta ári og fyrr á þessu ári eru tilbúin að tengjast þeim og tengja þau við heimamenn.“Leita að sjálfboðaliðumKristín segir mikilvægt að almenningur gerist virkur þátttakandi í móttöku flóttafólksins. Rauði krossinn óskar því eftir sjálfboðaliðum og stuðningsfjölskyldum til að hjálpa til við að taka á móti fólkinu. Það er hægt að gera með því að skrá sig sem sjálboðaliða á heimasíðu Rauða krossins og merkja við að það sé vegna flóttamannaverkefnisins. „Þetta er ekki létt, en þetta er ekki erfitt. Þetta er svona mitt á milli og við getum gert þetta öll saman.“
Flóttamenn Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sjá meira