Vilja bjóða aðra fjölskyldu velkomna Sveinn Arnarsson skrifar 28. nóvember 2016 07:00 Akureyri hefur tekið á móti á þriðja tug flóttamanna frá Sýrlandi á árinu. Hér býður Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri, hóp velkominn í janúar. vísir/auðunn Áætlað er að fimm manna sýrlensk fjölskylda bætist í hóp flóttamanna á Akureyri á næstu mánuðum. Velferðarráðuneytið hefur biðlað til bæjaryfirvalda að taka aukalega við fjölskyldunni sökum tengsla við eina af sýrlensku fjölskyldunum sem komu til Akureyrar í janúar. „Við erum nú byrjuð að vinna þessa forvinnu getum við sagt. Við fengum erindi frá Velferðarráðuneytinu um að taka aukalega við einni fjölskyldu og bæjarráð hefur tekið vel í það,“ segir Kristín Sóley Sigursveinsdóttir, verkefnastjóri móttöku flóttafólks hjá Akureyrarbæ. Kristín Sóley segir að fjölskyldan hafi í fyrstu átt að fara til Kópavogs eða Hveragerðis. „En vegna fjölskyldutengsla við eina af okkar fjölskyldum var það sameiginlegur vilji ráðuneytisins og fjölskyldunnar að koma til Akureyrar og við fögnum því.“Ingibjörg Elín HalldórsdóttirIngibjörg Elín Halldórsdóttir, verkefnastjóri yfir móttöku flóttamanna á Akureyri fyrir Rauða krossinn, segir málið á byrjunarreit en unnið sé að komu fólksins. „Þetta er enn nokkuð óljóst og málið á frumstigi en auðvitað tökum við vel á móti þeim ef þau koma,“ segir Ingibjörg Elín. Kristín Sóley segir það geta verið mjög mikilvægt fyrir fjölskylduna að koma til Akureyrar vegna tengsla þeirra þangað. „Það er bæði styrkur fyrir nýju fjölskylduna að hitta fólk sem talar sama tungumál og þú og ef fjölskyldubönd eru einnig til staðar er mikilvægt að rækta þau. Þeir flóttamenn sem komu í janúar geta því leiðbeint og hjálpað nýju fjölskyldunni að aðlagast. Því gæti þetta orðið mjög áhugavert.“ Flóttafólkið sem kom í janúar á árinu hafði verið á flótta í Líbanon í um þrjú ár. Sömu sögu er að segja af þessari fjölskyldu. Hún býr við erfiðar aðstæður og Líbanon getur erfiðlega tekið við öllum þeim einstaklingum sem koma yfir landamærin frá Sýrlandi. Nú er fjórði til fimmti hver íbúi Líbanon Sýrlendingur að uppruna. „Kerfið er að springa í Líbanon og til marks um það getur skriffinnskan við að fá fjölskylduna frá Líbanon til Íslands tekið allt að þrjá mánuði,“ segir Kristín Sóley.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Áætlað er að fimm manna sýrlensk fjölskylda bætist í hóp flóttamanna á Akureyri á næstu mánuðum. Velferðarráðuneytið hefur biðlað til bæjaryfirvalda að taka aukalega við fjölskyldunni sökum tengsla við eina af sýrlensku fjölskyldunum sem komu til Akureyrar í janúar. „Við erum nú byrjuð að vinna þessa forvinnu getum við sagt. Við fengum erindi frá Velferðarráðuneytinu um að taka aukalega við einni fjölskyldu og bæjarráð hefur tekið vel í það,“ segir Kristín Sóley Sigursveinsdóttir, verkefnastjóri móttöku flóttafólks hjá Akureyrarbæ. Kristín Sóley segir að fjölskyldan hafi í fyrstu átt að fara til Kópavogs eða Hveragerðis. „En vegna fjölskyldutengsla við eina af okkar fjölskyldum var það sameiginlegur vilji ráðuneytisins og fjölskyldunnar að koma til Akureyrar og við fögnum því.“Ingibjörg Elín HalldórsdóttirIngibjörg Elín Halldórsdóttir, verkefnastjóri yfir móttöku flóttamanna á Akureyri fyrir Rauða krossinn, segir málið á byrjunarreit en unnið sé að komu fólksins. „Þetta er enn nokkuð óljóst og málið á frumstigi en auðvitað tökum við vel á móti þeim ef þau koma,“ segir Ingibjörg Elín. Kristín Sóley segir það geta verið mjög mikilvægt fyrir fjölskylduna að koma til Akureyrar vegna tengsla þeirra þangað. „Það er bæði styrkur fyrir nýju fjölskylduna að hitta fólk sem talar sama tungumál og þú og ef fjölskyldubönd eru einnig til staðar er mikilvægt að rækta þau. Þeir flóttamenn sem komu í janúar geta því leiðbeint og hjálpað nýju fjölskyldunni að aðlagast. Því gæti þetta orðið mjög áhugavert.“ Flóttafólkið sem kom í janúar á árinu hafði verið á flótta í Líbanon í um þrjú ár. Sömu sögu er að segja af þessari fjölskyldu. Hún býr við erfiðar aðstæður og Líbanon getur erfiðlega tekið við öllum þeim einstaklingum sem koma yfir landamærin frá Sýrlandi. Nú er fjórði til fimmti hver íbúi Líbanon Sýrlendingur að uppruna. „Kerfið er að springa í Líbanon og til marks um það getur skriffinnskan við að fá fjölskylduna frá Líbanon til Íslands tekið allt að þrjá mánuði,“ segir Kristín Sóley.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira