Vilja bjóða aðra fjölskyldu velkomna Sveinn Arnarsson skrifar 28. nóvember 2016 07:00 Akureyri hefur tekið á móti á þriðja tug flóttamanna frá Sýrlandi á árinu. Hér býður Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri, hóp velkominn í janúar. vísir/auðunn Áætlað er að fimm manna sýrlensk fjölskylda bætist í hóp flóttamanna á Akureyri á næstu mánuðum. Velferðarráðuneytið hefur biðlað til bæjaryfirvalda að taka aukalega við fjölskyldunni sökum tengsla við eina af sýrlensku fjölskyldunum sem komu til Akureyrar í janúar. „Við erum nú byrjuð að vinna þessa forvinnu getum við sagt. Við fengum erindi frá Velferðarráðuneytinu um að taka aukalega við einni fjölskyldu og bæjarráð hefur tekið vel í það,“ segir Kristín Sóley Sigursveinsdóttir, verkefnastjóri móttöku flóttafólks hjá Akureyrarbæ. Kristín Sóley segir að fjölskyldan hafi í fyrstu átt að fara til Kópavogs eða Hveragerðis. „En vegna fjölskyldutengsla við eina af okkar fjölskyldum var það sameiginlegur vilji ráðuneytisins og fjölskyldunnar að koma til Akureyrar og við fögnum því.“Ingibjörg Elín HalldórsdóttirIngibjörg Elín Halldórsdóttir, verkefnastjóri yfir móttöku flóttamanna á Akureyri fyrir Rauða krossinn, segir málið á byrjunarreit en unnið sé að komu fólksins. „Þetta er enn nokkuð óljóst og málið á frumstigi en auðvitað tökum við vel á móti þeim ef þau koma,“ segir Ingibjörg Elín. Kristín Sóley segir það geta verið mjög mikilvægt fyrir fjölskylduna að koma til Akureyrar vegna tengsla þeirra þangað. „Það er bæði styrkur fyrir nýju fjölskylduna að hitta fólk sem talar sama tungumál og þú og ef fjölskyldubönd eru einnig til staðar er mikilvægt að rækta þau. Þeir flóttamenn sem komu í janúar geta því leiðbeint og hjálpað nýju fjölskyldunni að aðlagast. Því gæti þetta orðið mjög áhugavert.“ Flóttafólkið sem kom í janúar á árinu hafði verið á flótta í Líbanon í um þrjú ár. Sömu sögu er að segja af þessari fjölskyldu. Hún býr við erfiðar aðstæður og Líbanon getur erfiðlega tekið við öllum þeim einstaklingum sem koma yfir landamærin frá Sýrlandi. Nú er fjórði til fimmti hver íbúi Líbanon Sýrlendingur að uppruna. „Kerfið er að springa í Líbanon og til marks um það getur skriffinnskan við að fá fjölskylduna frá Líbanon til Íslands tekið allt að þrjá mánuði,“ segir Kristín Sóley.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Fleiri fréttir Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Sjá meira
Áætlað er að fimm manna sýrlensk fjölskylda bætist í hóp flóttamanna á Akureyri á næstu mánuðum. Velferðarráðuneytið hefur biðlað til bæjaryfirvalda að taka aukalega við fjölskyldunni sökum tengsla við eina af sýrlensku fjölskyldunum sem komu til Akureyrar í janúar. „Við erum nú byrjuð að vinna þessa forvinnu getum við sagt. Við fengum erindi frá Velferðarráðuneytinu um að taka aukalega við einni fjölskyldu og bæjarráð hefur tekið vel í það,“ segir Kristín Sóley Sigursveinsdóttir, verkefnastjóri móttöku flóttafólks hjá Akureyrarbæ. Kristín Sóley segir að fjölskyldan hafi í fyrstu átt að fara til Kópavogs eða Hveragerðis. „En vegna fjölskyldutengsla við eina af okkar fjölskyldum var það sameiginlegur vilji ráðuneytisins og fjölskyldunnar að koma til Akureyrar og við fögnum því.“Ingibjörg Elín HalldórsdóttirIngibjörg Elín Halldórsdóttir, verkefnastjóri yfir móttöku flóttamanna á Akureyri fyrir Rauða krossinn, segir málið á byrjunarreit en unnið sé að komu fólksins. „Þetta er enn nokkuð óljóst og málið á frumstigi en auðvitað tökum við vel á móti þeim ef þau koma,“ segir Ingibjörg Elín. Kristín Sóley segir það geta verið mjög mikilvægt fyrir fjölskylduna að koma til Akureyrar vegna tengsla þeirra þangað. „Það er bæði styrkur fyrir nýju fjölskylduna að hitta fólk sem talar sama tungumál og þú og ef fjölskyldubönd eru einnig til staðar er mikilvægt að rækta þau. Þeir flóttamenn sem komu í janúar geta því leiðbeint og hjálpað nýju fjölskyldunni að aðlagast. Því gæti þetta orðið mjög áhugavert.“ Flóttafólkið sem kom í janúar á árinu hafði verið á flótta í Líbanon í um þrjú ár. Sömu sögu er að segja af þessari fjölskyldu. Hún býr við erfiðar aðstæður og Líbanon getur erfiðlega tekið við öllum þeim einstaklingum sem koma yfir landamærin frá Sýrlandi. Nú er fjórði til fimmti hver íbúi Líbanon Sýrlendingur að uppruna. „Kerfið er að springa í Líbanon og til marks um það getur skriffinnskan við að fá fjölskylduna frá Líbanon til Íslands tekið allt að þrjá mánuði,“ segir Kristín Sóley.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Fleiri fréttir Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Sjá meira