Hefur náð frábærum árangri á stuttum tíma 27. nóvember 2016 20:15 Kjartan Elvar Baldvinsson byrjaði að æfa ólympískar lyftingar í byrjun janúar á þessu ári. Það væri svosem ekki í frásögur færandi en formið og hæfileikarnir eru hreint með ólíkindum. Guðmundur Sigurðsson sem varð í 8.sæti í lyftingum á Ólympíuleikunum í Montreal árið 1976 er alltaf með augun opin fyrir nýjum mönnum. „Hann byrjaði nú ekki að lyfta nema rétt um fyrir ári síðan sem er svolítið seint miðað við afreksmenn, orðinn tvítugur. En hann er með grunn úr frjálsum íþróttum og sérstaklega fimleikum sem er ofsalega fínn grunnur ef menn ætla að breyta til yfir í lyftingar þar sem liðleiki, lipurð og fjaðurmagn þarf að vera fyrir hendi. Þannig að hann er með þessa þætti og þá er miklu minna mál að vinna úr framhaldinu,“ sagði Guðmundur í samtali við Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamann. Kjartan Elvar hefur aðeins keppt á einu móti. Tók 125 kíló í jafnhöttun og 100 kíló í snörun. Sprengikrafturinn og formið er í raun lyginni líkast. „Við höfum óhemju flott efni, líkamlegt og andlegt. Síðan er þetta mikil vinna. Hvað vill hann leggja hart að sér? Það tekur nokkur ár að byggja upp alvöru getu. Nú erum við að stefna að því að reyna að koma honum í landsliðshóp þannig að hann komist í 10 manna úrtakshóp fyrir mót sem er nú í janúar,“ bætti Guðmundur við. „Hann hefur í raun ekki nema eitt mót á bakvið sig sem hann hefur náð árangri í. Nú er jólamótið um miðjan desember og hann þarf að sanna sig þar. Ég vonast eftir því sem þjálfari að við Mosfellingar fáum einn í hópinn.“ Kjartan sjálfur er lítillátur yfir forminu og þeim hæfileikum sem hann býr yfir. „Það var nú eiginlega Hjalti sem dró mig inn í þetta. Hann bauð mér að koma á námskeið hjá Guðmundi í desember. Ég hafði ekkert að gera á þeim tíma, var nýhættur í fimleikunum og sagði bara já,“ sagði Kjartan Elvar. „Mér fannst þetta spennandi og tók þátt í þessu. Ég er búinn að æfa fimleika síðan ég var tíu ára og hef mikinn styrk þaðan. Grunnurinn er alveg til staðar og þess vegna hef ég náð góðum árangri á svona stuttum tíma,“ sagði þessi efnilegi kraftlyftingamaður að lokum. Aðrar íþróttir Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Fleiri fréttir Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Sjá meira
Kjartan Elvar Baldvinsson byrjaði að æfa ólympískar lyftingar í byrjun janúar á þessu ári. Það væri svosem ekki í frásögur færandi en formið og hæfileikarnir eru hreint með ólíkindum. Guðmundur Sigurðsson sem varð í 8.sæti í lyftingum á Ólympíuleikunum í Montreal árið 1976 er alltaf með augun opin fyrir nýjum mönnum. „Hann byrjaði nú ekki að lyfta nema rétt um fyrir ári síðan sem er svolítið seint miðað við afreksmenn, orðinn tvítugur. En hann er með grunn úr frjálsum íþróttum og sérstaklega fimleikum sem er ofsalega fínn grunnur ef menn ætla að breyta til yfir í lyftingar þar sem liðleiki, lipurð og fjaðurmagn þarf að vera fyrir hendi. Þannig að hann er með þessa þætti og þá er miklu minna mál að vinna úr framhaldinu,“ sagði Guðmundur í samtali við Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamann. Kjartan Elvar hefur aðeins keppt á einu móti. Tók 125 kíló í jafnhöttun og 100 kíló í snörun. Sprengikrafturinn og formið er í raun lyginni líkast. „Við höfum óhemju flott efni, líkamlegt og andlegt. Síðan er þetta mikil vinna. Hvað vill hann leggja hart að sér? Það tekur nokkur ár að byggja upp alvöru getu. Nú erum við að stefna að því að reyna að koma honum í landsliðshóp þannig að hann komist í 10 manna úrtakshóp fyrir mót sem er nú í janúar,“ bætti Guðmundur við. „Hann hefur í raun ekki nema eitt mót á bakvið sig sem hann hefur náð árangri í. Nú er jólamótið um miðjan desember og hann þarf að sanna sig þar. Ég vonast eftir því sem þjálfari að við Mosfellingar fáum einn í hópinn.“ Kjartan sjálfur er lítillátur yfir forminu og þeim hæfileikum sem hann býr yfir. „Það var nú eiginlega Hjalti sem dró mig inn í þetta. Hann bauð mér að koma á námskeið hjá Guðmundi í desember. Ég hafði ekkert að gera á þeim tíma, var nýhættur í fimleikunum og sagði bara já,“ sagði Kjartan Elvar. „Mér fannst þetta spennandi og tók þátt í þessu. Ég er búinn að æfa fimleika síðan ég var tíu ára og hef mikinn styrk þaðan. Grunnurinn er alveg til staðar og þess vegna hef ég náð góðum árangri á svona stuttum tíma,“ sagði þessi efnilegi kraftlyftingamaður að lokum.
Aðrar íþróttir Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Fleiri fréttir Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Sjá meira