Þrjátíu prósenta aukning í notkun verkjalyfs sem er náskylt heróíni Þorbjörn Þórðarson skrifar 25. nóvember 2016 19:05 Fjöldi notenda sem fær ávísað sterka verkjalyfinu oxýcódon hjá læknum hefur aukist um tæplega 30 prósent milli ára samkvæmt nýjum tölum landlæknis. Lyfið er náskylt heróíni. Árið 2015 leystu 39.437 einstaklingar út Parkódín úr apóteki en árið 2014 voru það 37.022. Þetta er aukning upp á 6,5 prósent samkvæmt nýjum tölum sem Embætti landlæknis birti í dag. Mest aukning notenda milli ára er í notkun oxýcódons eða 29,5 prósent. Fjöldi þeirra sem notuðu oxýcódon fór úr 1.567 notendum í 2.029. Einnig varð um 8 prósent aukning milli ára í fjölda þeirra sem fengu Parkódín Forte ávísað. Aukning í fjölda notenda endurspeglar þá þróun sem hefur verið í ávísunum þessara lyfja hér á landi en Ísland er í dag með Norðurlandamet í notkun verkjalyfja (t.d. Parkódín, Parkódín forte og Tramadól), svefn- og róandi lyfja (t.d. Zóplíklón og Zolpídem), róandi og kvíðastillandi lyfja (t.d. Oxazepam), flogaveikilyfja (t.d. Gabapentín) og örvandi lyfjum (t.d. Metýlfenidat og Amfetamín) samkvæmt upplýsingum frá Embætti landlæknis. „Þetta er búið að vera þekkt í áraraðir með mörg af þessum lyfjum en það er nýtt að við séum orðin hæst á Norðurlöndunum í verkjalyfjum,“ segir Ólafur B. Einarsson verkefnisstjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis. Menn staldra sérstaklega við þrjátíu prósent fjölgun notenda oxýcódon. Þetta er mjög sterkt verkjalyf, oft selt undir heitinu OxyContin. Lyfið er notað til að meðhöndla langvarandi sársauka og er náskylt heróíni. Embætti landlæknis veit í raun ekki hvers vegna notendum þessa lyfs hefur fjölgað milli ára. Ólafur B. Einarsson segir að ástæðan geti verið fjölgun þeirra sem þurfi á sterkum verkjalyfjum að halda vegna sársauka eða aukin fíkn og neyslan sé að birtast í auknum ávísunum. „Það er alltaf í gangi reglubundið eftirlit hér hjá embætti landlæknis með ávísunum þessara lyfja. Við hins vegar náum bara að bregðast við þessum allra alvarlegustu málum. Eins líka ef að það berast tilkynningar um misnotkun, fíkn eða annað slíkt þá reynum við að bregðast við því.“ Lyf Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Innlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira
Fjöldi notenda sem fær ávísað sterka verkjalyfinu oxýcódon hjá læknum hefur aukist um tæplega 30 prósent milli ára samkvæmt nýjum tölum landlæknis. Lyfið er náskylt heróíni. Árið 2015 leystu 39.437 einstaklingar út Parkódín úr apóteki en árið 2014 voru það 37.022. Þetta er aukning upp á 6,5 prósent samkvæmt nýjum tölum sem Embætti landlæknis birti í dag. Mest aukning notenda milli ára er í notkun oxýcódons eða 29,5 prósent. Fjöldi þeirra sem notuðu oxýcódon fór úr 1.567 notendum í 2.029. Einnig varð um 8 prósent aukning milli ára í fjölda þeirra sem fengu Parkódín Forte ávísað. Aukning í fjölda notenda endurspeglar þá þróun sem hefur verið í ávísunum þessara lyfja hér á landi en Ísland er í dag með Norðurlandamet í notkun verkjalyfja (t.d. Parkódín, Parkódín forte og Tramadól), svefn- og róandi lyfja (t.d. Zóplíklón og Zolpídem), róandi og kvíðastillandi lyfja (t.d. Oxazepam), flogaveikilyfja (t.d. Gabapentín) og örvandi lyfjum (t.d. Metýlfenidat og Amfetamín) samkvæmt upplýsingum frá Embætti landlæknis. „Þetta er búið að vera þekkt í áraraðir með mörg af þessum lyfjum en það er nýtt að við séum orðin hæst á Norðurlöndunum í verkjalyfjum,“ segir Ólafur B. Einarsson verkefnisstjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis. Menn staldra sérstaklega við þrjátíu prósent fjölgun notenda oxýcódon. Þetta er mjög sterkt verkjalyf, oft selt undir heitinu OxyContin. Lyfið er notað til að meðhöndla langvarandi sársauka og er náskylt heróíni. Embætti landlæknis veit í raun ekki hvers vegna notendum þessa lyfs hefur fjölgað milli ára. Ólafur B. Einarsson segir að ástæðan geti verið fjölgun þeirra sem þurfi á sterkum verkjalyfjum að halda vegna sársauka eða aukin fíkn og neyslan sé að birtast í auknum ávísunum. „Það er alltaf í gangi reglubundið eftirlit hér hjá embætti landlæknis með ávísunum þessara lyfja. Við hins vegar náum bara að bregðast við þessum allra alvarlegustu málum. Eins líka ef að það berast tilkynningar um misnotkun, fíkn eða annað slíkt þá reynum við að bregðast við því.“
Lyf Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Innlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira