Forsetinn vitnar í Bubba og Bjartmar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 25. nóvember 2016 07:00 Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú. vísir/ernir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, vitnaði í söngvaskáldin Bubba Morthens og Bjartmar Guðlaugsson í ávarpi við setningu Sjávarútvegsráðstefnunnar í gær. Forsetinn sagði tuttugustu öldina hafa verið sjávarútvegsöld í Íslandssögunni. „En hvað með þá tuttugustu og fyrstu? Hlutfall sjávarafla í útflutningstekjum okkar hefur minnkað til muna. Stóriðja stækkaði þjóðarkökuna. Ferðamennina með gjaldeyri sinn má meta til ótalmargra þorskígildistonna,“ sagði Guðni og benti á að á höfuðborgarsvæðinu sæki nú fáir unglingar sumarvinnu í fiski. „Og fátítt að þeir svari á fullorðinsárum kallinu góðkunna sem sungið var inn á hljómplötu árið 1982: Háseta vantar á bát, háseta vantar á línu og net,“ vitnaði forsetinn í texta Bjartmars Guðlaugssonar sem hann sagði hafa farið á sína fyrstu vertíð fimmtán ára gamall. „Þúsund þorskar á færibandinu þokast nær,“ vísaði Guðni síðan í Bubba Morthens frá upphafi níunda áratugarins. „En allt er í heiminum hverfult. Þau eru að hverfa eða að minnsta kosti snarminnka, þessi áhrif útvegsins á þjóðarsálina, sköpunina, mannfólkið. Óskalög sjómanna eru löngu horfin af öldum ljósvakans, ný lög um sjómennsku og fiskvinnslu heyrast sjaldan. Bubbi, Bjartmar og aðrir af þeirra kynslóð áttu kannski lokaorðin, að minnsta kosti í bili.“ Bjartmar, sem kveðst hafa farið á sína síðustu vertíð 1984, segir að það sem hafi glatt hann hvað mest í þróuninni sé að sjómenn séu í dag öruggir á sínum vinnustað.Bjartmar Guðlaugsson.„Þeir eru ekki að ferðast í jólasiglingar á einhverjum 70 tonna bátum og sjóslysum hefur fækkað – það voru slysin sem kvöldu mig mest í æsku,“ segir Bjartmar sem er ánægður með ræðu forsetans. „Ég er stoltur af Guðna og ef hann minnist á mig er ég bara enn þá stoltari af honum. Og ég veit að hann skilur sjómannasögur mörgum öðrum betur,“ segir Bjartmar. Forsetinn sagði í ávarpinu að ef rétt væri haldið á málum væri framtíðin björt í íslenskum sjávarútvegi. „Um fyrirsjáanlega framtíð verða fiskveiðar og vinnsla einn okkar mikilvægustu atvinnuvega,“ sagði Guðni og benti á að menntun væri frumskilyrði framfara. „Þótt börnin hér á höfuðborgarsvæðinu og kannski víðar um landið standi ekki lengur við færibandið og rói aldrei á línu og net er aldrei að vita nema þau leggist nú samt á árarnar.“ Ávarp forsetans má lesa á forseti.is.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, vitnaði í söngvaskáldin Bubba Morthens og Bjartmar Guðlaugsson í ávarpi við setningu Sjávarútvegsráðstefnunnar í gær. Forsetinn sagði tuttugustu öldina hafa verið sjávarútvegsöld í Íslandssögunni. „En hvað með þá tuttugustu og fyrstu? Hlutfall sjávarafla í útflutningstekjum okkar hefur minnkað til muna. Stóriðja stækkaði þjóðarkökuna. Ferðamennina með gjaldeyri sinn má meta til ótalmargra þorskígildistonna,“ sagði Guðni og benti á að á höfuðborgarsvæðinu sæki nú fáir unglingar sumarvinnu í fiski. „Og fátítt að þeir svari á fullorðinsárum kallinu góðkunna sem sungið var inn á hljómplötu árið 1982: Háseta vantar á bát, háseta vantar á línu og net,“ vitnaði forsetinn í texta Bjartmars Guðlaugssonar sem hann sagði hafa farið á sína fyrstu vertíð fimmtán ára gamall. „Þúsund þorskar á færibandinu þokast nær,“ vísaði Guðni síðan í Bubba Morthens frá upphafi níunda áratugarins. „En allt er í heiminum hverfult. Þau eru að hverfa eða að minnsta kosti snarminnka, þessi áhrif útvegsins á þjóðarsálina, sköpunina, mannfólkið. Óskalög sjómanna eru löngu horfin af öldum ljósvakans, ný lög um sjómennsku og fiskvinnslu heyrast sjaldan. Bubbi, Bjartmar og aðrir af þeirra kynslóð áttu kannski lokaorðin, að minnsta kosti í bili.“ Bjartmar, sem kveðst hafa farið á sína síðustu vertíð 1984, segir að það sem hafi glatt hann hvað mest í þróuninni sé að sjómenn séu í dag öruggir á sínum vinnustað.Bjartmar Guðlaugsson.„Þeir eru ekki að ferðast í jólasiglingar á einhverjum 70 tonna bátum og sjóslysum hefur fækkað – það voru slysin sem kvöldu mig mest í æsku,“ segir Bjartmar sem er ánægður með ræðu forsetans. „Ég er stoltur af Guðna og ef hann minnist á mig er ég bara enn þá stoltari af honum. Og ég veit að hann skilur sjómannasögur mörgum öðrum betur,“ segir Bjartmar. Forsetinn sagði í ávarpinu að ef rétt væri haldið á málum væri framtíðin björt í íslenskum sjávarútvegi. „Um fyrirsjáanlega framtíð verða fiskveiðar og vinnsla einn okkar mikilvægustu atvinnuvega,“ sagði Guðni og benti á að menntun væri frumskilyrði framfara. „Þótt börnin hér á höfuðborgarsvæðinu og kannski víðar um landið standi ekki lengur við færibandið og rói aldrei á línu og net er aldrei að vita nema þau leggist nú samt á árarnar.“ Ávarp forsetans má lesa á forseti.is.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Sjá meira